Heimilisritið - 01.09.1957, Page 37

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 37
Hjónaband hans og Doris Duke stóð ekki nema í eitt ár, en Rubi stóð eftir sem ríkur maður með tvær milljónir doll- ara á bankabók. Hann kastaði sér nú út í ný ævintýri og sást ekki nema endrum og eins í sendiráðinu, en þá var hann orðinn sendiherra að tign. En árið 1953 missti Trujillo þolin- mæðina og rak fyrrverandi tengdason sinn úr embætti fyrir fullt og allt. UM ÞÆR mundir biðlaði hann mjög kröftuglega til ung- versku leikkonunnar Zsa Zsa Gabor, sem hefur haft álíka féril sem kvenmaður og hann sem kvennabósi. En það er eins og hún sé eina konan, sem hefur haft hann á valdi sínu til þessa. Hann vildi giftast, en hún neit- aði. Hann elti hana fram og til baka yfir Atlantzhafið og bað hennar hvað eftir annað. Zsa Zsa hafnaði boðinu jafnt oft, og að lokum gaf hann henni glóð- arauga og giftist Barböru Hutt- on — „Óhamingjusömustu konu í heimi.“ Það varð honum þó nokkur raunabót, að hann fékk sendiherrastöðu sína aftur. — Hjónabandið stóð í 53 daga. (Zsa Zsa hafði sagt á blaða- mannafundi, að það myndi í hæsta lagi endast í sex mánuði). Þá stóð Rubi aftur uppi með eina og hálfa milljón dollara til viðbótar og nú gat hann haldið áfram að eyða og spenna — og elta Zsa Zsa á röndum á nýjan leik. Það tók hann næstum tvö ár að næla í þá peninga, og í það skiptið var það Rubi, sem sat eftir með sárt ennið. Eftir ofsaheitt ævintýri með Ava Gardner í fyrrasumar, til- kynnti Rubi í október, að hann væri trúlöfaður hinni ungu frönsku leikkonu Odile Rodin, og þau gengu í hjónabanda fvrir skömmu síðan. Þau eyddu hveitibrauðsdöarunum á einu sveitasetri Barböru Huttons — og eru mjög hamingjusöm. * Frúin og innbrotsþjófurinn Þegar sölumaður nokkur kom heim úr ferðalagi, sagði kona hans honum frá því, að innbrotsþjófur hefði brotizt inn í hús þeirra, með- an hann var fjarverandi. „Náði hann í nokkuð?“ spurði sölumaðurinn kvíðafullur. „Ég cr nú hrædd um það,“ sagði kona hans. „1 myrkrinu hélt ég, að hann væri þú.“ HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.