Heimilisritið - 01.09.1957, Qupperneq 44
ina. Umhveríis ljóskerið í siglu-
trénu sveimuðu mölflugur.
Gerillo hreyfði sig í myrkrinu
og andvarpaði. ,,Hvað getur
maður gert?“ tautaði hann og
sat síðan kyrr eins og áður.
Holroyd var vakinn af hug-
leiðingum sínum við suð í mý-
flugum.
II.
NÆSTA morgun heyrði Hol-
royd, að þeir væru innan við
fjörutíu kílómetra frá Badama,
og áhugi hans á fljótsbökkunum
óx. Hann kom upp við hvert
tækifæri til að athuga um-
hverfið. Hann gat ekki séð nein
merki um mannadvöl, nema
rústir af gömlu húsi, þar sem
tré uxu út um gluggagættirnar.
Það var um nónbil, er þeir
komu að yfirgefna fljótabátn-
um.
Hann virtist í fyrstu ekki
vera mannlaus, bæði seglin voru
uppi og blöktu í golunni, og
maður sást sitjandi á framþilj-
unum. Annar maður virtist sof-
andi á grúfu á langri brú, sem
höfð er á miðju þessara stóru
báta. En það kom brátt í ljós,
að hann var stjórnlaus með
öllu.
Gerillo athugaði bátinn gegn-
um sjónaukann og varð einkum
starsýnt á dökkt andlit manns-
ins, sem virtist sitjandi. Það
var eins og hann væri rjóður í
framan og vantaði nefið, og því
lengur sem skipstjóri horfði á
hann, því ver geðjaðist honum
að útliti hans, og því síður gat
hann hætt að horfa.
En hann gerði það að lokum
og kallaði á Holroyd. Svo veif-
aði hann til fljótabátsins. Hann
veifaði og kallaði, en bátinn
rak framhjá. Santa Rosa stóð
skírum stöfum á honum.
Um leið og hann lenti í kjöl-
fari skipsins, ruggaði hann ofur-
lítið, og allt í einu valt sitjandi
maðurinn um koll. Hatturinn
fór af honum, og höfuðið var
ekki fallegt á að líta; svo valt
skrokkurinn út að skjólborðinu,
sem skyggði á hann.
Holroyd var kominn hálfa
leið upp káetustigann. „Sástu
þetta?“ spurði skipstjóri.
„Dauður!“ sagði Holroyd.
„Já. Þú ættir að senda bát að
honum. Það er eitthvað bogið
við þetta.“
„Sástu — sástu andlitið á
honum?“
„Hvernig var það?“
„Það var — ojh! — ég á
engin orð.“ Og skipstjóri sneri
baki við Holroyd og varð allt
í einu önnum kafinn og rögg-
samur stjórnandi.
Fallbyssubátnum var snúið
við, svo hann skreið samhliða
42
HEIMILISRITIÐ