Heimilisritið - 01.09.1957, Page 52

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 52
þeir skipulagðir í eina þjóð, ef svo mætti segja; en mesta beina hættan stafar af því, að þeir nota eitur skynsamlega í bar- áttunni við stærri óvini sína, Þetta eitur þeirra virðist mjög líkt slöngueitri, og það er senni- legt, að þeir framleiði það í raun og veru sjálfir, og að stærri maurarnir beri það í hárbeittum kristalsnálum í árásum sínum á menn. Auðvitað er miklum erfið- leikum bundið að fá nákvæmar upplýsingar um þessa nýju keppinauta um yfirdrottnun jarðarinnar. Engir sjónarvottar hafa lifað til að skýra frá fram- ferði þeirra, að undanskildum mönnum eins og Holroyd, sem aðeins sáu til þeirra tilsýndar í skjótum svio. Margar furðu- sögur um hæfileika þeirra ganga manna á milli við Efri-Amazon og þær aukast stöðugt eftir því sem ótti manna vex. Þessar litlu verur eru ekki aðeins sagðar nota áhöld, þekkja eld og málma, heldur einnig nota mál sín á milli og kunna að varð- veita þekkingu sína á hliðstæð- an hátt og við gerum með bók- um. Hingað til hafa landvinn- ingar þeirra stöðugt aukizt, og þeir hafa felt eða rekið á flótta hverja mannveru, sem orðið hefur á vegi þeirra. Þeim fjölgar afar ört, og Holroyd er ekki í vafa um, að þeir muni að lok- um flæma burt allt fólk úr hita- beltislöndum Suður-Ameríku. Og hversvegna skyldu þeir láta sér nægja Suður-Ameríku? En þar eru þeir nú. Eftir nokkra áratugi verða þeir senni- lega komnir vel á leið norður eftir Mið-Ameríku. Áratug þar frá verða þeir einráðir á megin- landi Ameríku. Eg geri ráð fyrir, að þeir nái fótfestu í Evrópu eftir um það bil hálfa öld. * Munciði mjóu Iri, sem sá mjög hlaðið skip sigla eftir fljóti hrópaði: „Svei mér þá, ef vattvð í ánni stæði örlítið hærra, myndi ekkert vera uppúr af skipinu því arna.“ „Sjáið hérna!“ sagði írskur hermaður og sýndi gapandi áhorfend- um háan hatt með kúlugati í. „Sjáið þetta gat. Ef þetta hefði verið lágur hattur, hefði ég drepizt af þessu skoti!“ 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.