Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 36

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 36
„Páll bróðir yÖar hefur sagt mér svo mikið um yður og þetta hús,“ sagSi hann og brosti hlýtt til mín. BróSir ySar er afar hreyk- inn af yður. Hann sagði mér, að þér hefðuÖ í rauninni alið hann og systur yðar tvær upp, hjálpar- laust. ÞaS hlýtur að hafa VeriS mikiÖ verk fyrir unga stúlku,“ sagSi hann í aðdáunartón. ,,Ég — ég, jú, ég býst við því,“ sagði ég og settist í ruggustól mömmu. Og mér til furðu vissi ég ekki fyrri til en ég var farin að segja þessum ókunnuga manni allt um sjálfa mig og fjölskyldu mína, að pabbi hefði dáið þegar ég var tólf ára, og að mamma hefði aldrei veriS heilsuhraust eft- ir það. Mest af skóladögum mín- um vann ég flest húsverkin fyrir hana og leit eftir yngri systkinum mínum, Páli, Myrtle og Doris. Seinna, þegar ég hafði lært hrað- ritun og vélritun í verzlunarskóla, varð mamma mikið veik, og skömmu eftir að ég byrjaði í minni fyrstu vinnu, dó hún. Ég varð að hætta vinnunni, þó mér félli hún vel, til að sjá um heim- ilið fyrir systkinin. Páll gerÖist verkfræðingur og tók aS sér störf á Nýja Sjálandi — þar hafði Ray kynnzt honum. BáSar systur mín- ar, þó þær væru fimm og sex ár- um yngri en ég, voru giftar, Myrtle fyrir fjórum árum og Doris í fyrrasumar. Svo þarna var ég ein í þessu stóra húsi. Tilfinn- ingasemi, minningar um foreldr- ana og erfiÖleikar á að fá aðra íbúð, höfðu aftraÖ mér frá að selja það og flytja í minni íbúð. En samt hafði þaS veriS óráS að búa þar ein áfram, því ég þjáðist öðru- hvoru af þunglyndi og einmana- leik. Þó ég ynni úti og hitti annað fólk á daginn, bætti það mér ekki upp einmanaleikann á kvöldin. * * * ÞAÐ var svo þægilegt að tala við Ray. Hann kinkaði kolli og var fullur samúðar, og hann spurði eins og hann hefði sannan áhuga á efninu. Og ég talaði ó- þvingað, þó ég væri annars ekki opinská við fólk. „Engin furða, þó einmanalegt sé aÖ búa ein í þessu stóra húsi. Þér ættuð að fara meira út,“ sagði hann. ,,Og þér gerðuð mér mikinn greiSa, ef þér vilduð veita einmana ferðalang ánægju af ná- vist yÖar.“ Hann fékk mig fljótt til að fara upp og hafa fataskipti svo viS gætum farið út og borSaÖ kvöld- verS. Ray átti bíl og hann fór með mig á glæsilegt hótel, þar sem maturinn var ljúffengur og um- hverfið skrautlegt. En ég tók varla eftir því öllu saman, því Ray hafði alveg heillað mig. Rödd 34 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.