Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 9

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 9
Danslagafexlar TVÖ EIN í TANGÓ (Tango for two. Texti: L. Gnðmundss.) (Erla Þorsteinsdóttir Syngur f>etta lag á Odcon-plötu nr. DK 1428) Birt með leyfi Fálkans h.f. Æ, þeir leika tangó þennan torvelda dans, og þarna sé ég hann Svein koma brosandi til mín, en tangóspor hans varla tekið fær nein. Ef ég þykist ekki sjá hann, þá er til hann taki aðra sem er æfðari mér. Nei, hann býður mér upp og hinar hiakka til að sjá hvernig fer. Við stígum tangó tvö ein. Og í tangó jafnast enginn piltur neitt á við Svein. Ég staulast stirðfætt og sein; ef ég steypist ekki á kollinn, er það tilviljun hrein. Fyrst eitt skref fram, svo aftur eitt. Ég aðra eins raun hef aldrei þreytt. Og ekki batnar enn um sinn. Tra-la-la-la, tra-la-la-la, tra-la-la-la, tra-Ia . . . þar fór víst skóhællinn minn. Nú heyrist hlátur og vein, það er Halla, sem á röndum hefur löngum elt Svein. Og henni er mæða og mein að sitja og horfa á okkur dansa tangó tvö ein. En við Sveinn stígum dansinn sem hljómlistin sé eingöngu ætluð oss tveim. Og hann hvíslar örlágt: Heyrðu, fæ ég svo á eftir að fylgja þér heim. Ég verð auðvitað að láta sem ég hafi alls ekki heyrt né skilið hvíslingar hans, þótt ég vildi raunar helzt við færum heim strax eftir þennan örlagadans, Við stígum tangó tvö ein, og 1' tangó jafnast enginn piltur neitt á við Svein. Ég yrði samt ekki sein að sýna onum að ég vil ekki lausakaup nein. Nú — eitt skref fram, svo aftur eitt, nú gekk það eins og ekki neitt. Þá kemur það sem kvíði ég mest. 1 Tra-la-la-la, tra-Ia-la-la, tra-la-la-Ia, — nei, sjáum til mér tókst það eins og öðrum bezt. Nú heldur hló ekki nein. Og Halla sér að duga ekki framar glott eða vein. Og að ég ein á hann Svein, — að við stígum eftir þetta okkar tangó tvö ein. HEIMILISRITIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.