Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 46

Heimilisritið - 01.11.1957, Blaðsíða 46
barnanna. Eg annaðist þau eins og ég aetti þau sjálf. Eg byrjaði að búa þau undir heimkomu pabba þeirra. — A hverju kvöldi báðum við fyrir honum. Við töluðum um hann, og ég sagði þeim, að ef hann færi til útlanda aftur, yrðum við að' sjá um okkur sjálf. Þau tóku þessu öllu vel. ,,Ef pabbi vill ekki vera hjá okkur, mátt þú ekki skeela, áminnti Ebba Villa. ,,Auðvitað ekki. Ég er engin skæluskjóða, “ sagði Villi móðg- aður. Loks fengum við skeyti frá Ray um að hann væri að koma. Börnin báðu um að mega taka á móti honum við skipið, og ég lét undan. Þau voru svo þæg í lest- inni til Southampton, og ég fann að þrátt fyrir gremjuna við Ray, var ég eftirvæntingarfull sjálf. Ray kom á móti okkur, ljóm- andi af ánægju. ,,Þetta var ó- vænt! Enginn hefur tekið á móti mér áður,“ sagði hann. Hann lét frá sér töskurnar og tók börnin sitt á hvorn handlegg, svo þau skríktu af kæti. En allan tímann hafði hann augun á mér. Ég hreyfði mig ekki og reyndi að láta ekki sjá á mér nein svipbrigði. Ray reyndi að losa sig frá krökkunum. ,,Já, já, en hérna er mamma, Nancy — af hverju —“ Eg skipti mér ekki af neinu, lét börnunum hann eftir. Ég gekk á undan að lestinni, og ég sagði lít- ið, það sem eftir var ferðarinnar. I lestinni sagði hann, eins og hann væri að þreifa fyrir sér: ,,Þú hef- ur ekki einu sinni kysst mig. Fyr- irgefðu, að ég skyldi ekki skrifa meira.“ Ég svaraði ekki, leit ekki einu sinni á hann. Eg hafði ásett mér að stæla ekki við hann í návist barnanna. Svo ég sat bara úti í horni með Villa í kjöltunni. Kvöldverðurinn var ánægjuleg- ur á yfirborðinu. Krakkarnir mös- uðu án afláts, virtust ekki taka eftir því, að ég var þögul. Ray færði þeim gjafir, og þau ætluðu að gera út af við hann af þakk- læti. Þegar þau fóru að hátta, báðu þau hann að vera hjá sér. Hann reyndi að koma því á mig, dálít- ið vandræðalegur. „Mamma er vön að gera það,“ tautaði hann, en þau toguðu í hann með sér. ,,Þú átt að gera það núna, mamma hefur gert það á hverju kvöldi,“ sagði Ebba. .,Og þú verður líka að heyra baenirnar okkar," bætti Villi við. ,,Þær verða ekki eins langar í kvöld, því við þurfum ekki að biðja um, að þú komir heim.“ Eg beið í setustofunni og skipti mér ekki af þeim. Ég lét Ray 44 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.