Heimilisritið - 01.11.1957, Page 9

Heimilisritið - 01.11.1957, Page 9
Danslagafexlar TVÖ EIN í TANGÓ (Tango for two. Texti: L. Gnðmundss.) (Erla Þorsteinsdóttir Syngur f>etta lag á Odcon-plötu nr. DK 1428) Birt með leyfi Fálkans h.f. Æ, þeir leika tangó þennan torvelda dans, og þarna sé ég hann Svein koma brosandi til mín, en tangóspor hans varla tekið fær nein. Ef ég þykist ekki sjá hann, þá er til hann taki aðra sem er æfðari mér. Nei, hann býður mér upp og hinar hiakka til að sjá hvernig fer. Við stígum tangó tvö ein. Og í tangó jafnast enginn piltur neitt á við Svein. Ég staulast stirðfætt og sein; ef ég steypist ekki á kollinn, er það tilviljun hrein. Fyrst eitt skref fram, svo aftur eitt. Ég aðra eins raun hef aldrei þreytt. Og ekki batnar enn um sinn. Tra-la-la-la, tra-la-la-la, tra-la-la-la, tra-Ia . . . þar fór víst skóhællinn minn. Nú heyrist hlátur og vein, það er Halla, sem á röndum hefur löngum elt Svein. Og henni er mæða og mein að sitja og horfa á okkur dansa tangó tvö ein. En við Sveinn stígum dansinn sem hljómlistin sé eingöngu ætluð oss tveim. Og hann hvíslar örlágt: Heyrðu, fæ ég svo á eftir að fylgja þér heim. Ég verð auðvitað að láta sem ég hafi alls ekki heyrt né skilið hvíslingar hans, þótt ég vildi raunar helzt við færum heim strax eftir þennan örlagadans, Við stígum tangó tvö ein, og 1' tangó jafnast enginn piltur neitt á við Svein. Ég yrði samt ekki sein að sýna onum að ég vil ekki lausakaup nein. Nú — eitt skref fram, svo aftur eitt, nú gekk það eins og ekki neitt. Þá kemur það sem kvíði ég mest. 1 Tra-la-la-la, tra-Ia-la-la, tra-la-la-Ia, — nei, sjáum til mér tókst það eins og öðrum bezt. Nú heldur hló ekki nein. Og Halla sér að duga ekki framar glott eða vein. Og að ég ein á hann Svein, — að við stígum eftir þetta okkar tangó tvö ein. HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.