Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Page 17

Fréttatíminn - 30.08.2013, Page 17
Guðrúnartún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is Amazon MIT Sloan School’s Center for Digital Business Borgarstjórinn í Reykjavík Umbreyting með nýsköpun Michael Schrage Steve Midgley Jón Gnarr Nýsköpun með tölvuskýjum nýsköpun og upplýsingaöryggi Snjallar lausnir, 24.900kr. Ef þú skráir þig fyrir 31. ágúst. Almennt verð: 34.900 kr. Skráðu þig núna! Dagskrá og skráning Kíktu á vefinn og skoðaðu dagskrána. Skráning á advania.is/haustradstefna H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -2 3 2 6 Haustráðstefna Advania Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 6. september á Nordica Hilton hóteli. Hún  allar meðal annars um snjallar lausnir, nýsköpun og upplýsingaöryggi. Við bjóðum órar fyrirlestralínur sem innihalda flest það sem skiptir máli í upplýsingatækni og stjórnun nútímafyrirtækja: · Stafræn útgáfa og framtíðin í upplýsingatækni · Reynslusögur og stjórnun · Big data, viðskiptagreind og gagnavinnsla · Skýjalausnir og hagnýting snjalltækja Velkomin á Advania 6. september 2013 Sigríður Halldórs- dóttir með dóttur sinni Urði Ásu í sólinni í Barcelóna en þar hefur fjölskyldan búið síðasta árið. Stefnan að Landinn verði betri en nokkru sinni fyrr um allar trissur í leit að góðu efni og svo berast okkur líka margar góðar ábendingar frá áhorfendum, til dæmis með tölvupósti eða í gegnum Facebook-síðu þáttarins. En svo reynir auðvitað mikið á að við umsjónarmenn þáttarins séum hugmyndaríkir.” Við vinnslu á efni Landans skiptir veðurspáin miklu máli og segir Sigríður vefinn vedur.is vera mikinn áhrifavald í sínu lífi. „Við ferðumst um landið vítt og breitt og söfnum efni og því skiptir máli hvernig veðurspáin er. Það skiptir engu máli hversu mikið maður skipuleggur eða undirbýr sig fyrir tökur. Vedur.is kveður upp sinn dóm og ef hann hentar manni ekki verður maður bara að bíta í það. Þá snýr maður sér bara að einhverju öðru í bili. Vinnuvikan er yfirleitt þannig að við fundum öll saman á mánudögum og ákveðum hvað við ætlum að vinna í þeirri viku og skipuleggjum helst langt fram í tímann. Svo er stokkið af stað ef veður leyfir og unnið frá morgni til kvölds.“ Stundum taka ferð- irnar nokkra daga og fór Sigríður í þriggja daga ferð um hálendið á dögunum. Í ferðunum fer myndatökumað- ur alltaf með fréttamanni og segir Sigríður að þeir eigi stærstan hluta í hverju innslagi. „Mynda- tökumennirnir okkar eru eiginlega myndatöku- menn í æðra veldi, ásamt því að vera líka klipparar og framleiðslustjórar. Við fréttamennirnir gerum innslögin en svo sjá þeir um töfrana.“ Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hópnum sem stendur að Landanum en þau Ragnhildur Thorlacius og Leifur Hauksson er farin til annarra starfa, Ragnhildur á fréttastofu RÚV og Leifur hefur nú umsjón með útvarpsþættinum Sjónmáli á Rás eitt. Í þeirra stað eru komin Guðmundur Páls- son, stundum kenndur við Baggalút, og Kristín Sigurðardóttir sem áður var fréttamaður á Frétta- stofu RÚV. „Ég bind miklar vonir við þennan nýja hóp þó ég sakni mikið þeirra Ragnhildar og Leifs,“ segir Sigríður og bætir við að metnaðurinn sé mik- ill og að stefnan í vetur sé að Landinn verði betri en nokkru sinni fyrr. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Sigríður Halldórsdóttir og sam- starfsfólk hennar stefna að því í vetur að Landinn verði betri en nokkru sinni fyrr. Ljósmynd/Hari. viðtal 17 Helgin 30. ágúst-1. september 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.