Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 30.08.2013, Qupperneq 20
Þá opnuð- ust augu þeirra í hljómsveit- inni þegar þeir sáu að gamli gat sungið. Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R EY K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI V ið viðruðum okkur aðeins í stórborginni og svo vorum við að spila þarna, Reið- mennirnir. Við tókum eitt risa gigg á mótinu sjálfu og fyrst við vorum komnir út tókum við tvö önnur gigg. Annað var á klúbbi sem heitir White Trash Fast Food, það er svona skemmtileg rokkbúlla,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður með meiru. Helgi er nýkominn af Heims- leikum íslenska hestsins í Berlín þar sem hann tróð upp með Reiðmönn- um vindanna. Sérhæfðir „swing“-arar frá Berlín Berlínarferðin var kannski kær- komið frí fyrir Helga því framundan er stífur undirbúningur fyrir stór- tónleika sem hann stendur fyrir í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Þar ætlar Helgi að syngja lög Hauks Morthens við undirleik þýsku hljóm- sveitarinnar Capital Dance Orc- hestra. Sveitin leikur einmitt undir á plötunni Helgi syngur Hauk sem kemur út í október. Helgi kynnt- ist hljómsveitinni þegar hann var búsettur í Berlín. „Þetta er mjög skemmtilegt band sem hefur verið lengi starfandi í Þýskalandi og hefur spilað með mörgum stórstjörnum þar í landi. Þeir byrjuðu sem „swing band“ og hafa sérhæft sig í „swing“-tónlist frá fjórða, fimmta og sjötta áratugnum. Það er rosa stór „swing“-sena í Berlín og hefur verið undanfarin ár. Menn leita í ræturnar þegar þeir leita að „identity“ í Þýskalandi. Fyr- ir stríð var gullöld í þessum bransa og svo kemur Hitler og skiptingin eftir það,“ segir Helgi. Þjóðverjarnir hrifnir af íslensku lögunum Kynni tókust með Helga og með- limum Capital Dance Orchestra þegar hann fékk þá til að spila á opnun Admiralspalast-leikhússins sem hann rak í Berlín. „Meðeigend- ur mínir vildu endilega að ég syngi með sveitinni. Þeim í hljómsveitinni leist nú í fyrstu ekkert sérstaklega á það. Hugsuðu sjálfsagt með sér að ég væri „einn af þessum“. Sjálfur var ég ekkert að ýta á eftir þessu en lét til leiðast þegar meðeigendur- nir sóttu það fast og fór á æfingu. Þá opnuðust augu þeirra í hljóm- sveitinni þegar þeir sáu að gamli gat sungið. Þeir voru yfir sig hrifnir og vildu fá mig til að taka þátt í „Stars on Swing“ sem margar stórstjörnur í Þýskalandi hafa tekið þátt með þeim í. Það gafst ekki tími í það en svo kom þessi hugmynd um að taka lög Hauks upp.“ Helgi segir að meðlimir Capital Dance Orchestra séu spenntir að spreyta sig á lögum Hauks Mort- hens. „Þarna er mikið af lögum sem þeir þekkja ekki, Brúnaljósin brúnu, Frostrósir, Ég er farmaður og svo framvegis. Þessi íslensku lög hafa ekki ferðast viða. Þeir eru mjög hrifnir af þessari músík og sem mér fannst skemmtilegt. Maður fyllist óneitanlega þjóðarstolti.“ Það er allt orðið svo „grand“ hjá þér, þú tekur varla upp hljóðnema án þess að það sé í Hörpunni lengur. „Nei, það er nú ekki alveg rétt. Ég var til dæmis í Möðrudal á Fjöllum um daginn og tróð upp í fjárhús- unum. Ég var með einn lampa til að lýsa og hann var alltaf að detta út, þetta var eiginlega blikkljós. Þannig að það er allt frá því og upp í Hörpu, allt þarna á milli. Það er bara þannig að þegar maður er kominn með svona stórt band, þetta er svo dýrt, þá verður að gera þetta almenni- lega. Þetta verður mjög grand og skemmtilegt.“ Tekur því fagnandi að verða afi Auk yfirvofandi tónleikahalds hefur Helgi nýverið leikið í tveimur kvikmyndum. Annars vegar er það Hross í oss, kvikmynd Benedikts Erlingssonar, sem frumsýnd var í vikunni. Hins vegar er það París norðursins sem Hafsteinn Gunnar Treður upp í fjárhúsum og í Hörpu Það er sjaldnast lognmolla í kringum Helga Björnsson. Í vikunni var frum- sýnd kvikmyndin Hross í oss sem hann leikur í og hann hefur nýlokið við að leika aðal- hlutverki í París norðursins. Næst á dagskrá er undir- búningur fyrir stórtónleika í Hörpu í október þar sem Helgi syngur lög Hauks Morthens við undirleik stórsveitar frá Þýskalandi. Meðfram þessu öllu þarf hann að venjast þeirri tilhugsun að hann er að verða afi. Sigurðsson leikstýrir eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Helgi segir að myndin hafi verið tek- in upp á Flateyri í sumar og tökuliðið hafi verið þar í sex eða sjö vikur. „Það var mjög skemmtilegur andi þarna sem vonandi skilar sér upp á hvíta tjaldið. Það er frábær húmor í þessu, mikið af kátbroslegum aðstæðum sem við lendum oft í sjálf,“ segir hann. „Þetta er frábært handrit og mjög skemmtilegt. Myndin fjallar um feðga. Sonurinn flýr úr Reykjavík eftir skilnað og smá sveiflu og reynir að koma lífinu á réttan kjöl fyrir vestan. Þá hringir pabbinn sem er búinn að vera úti í Tæ- landi í siglingum og boðar komu sína í þetta þorp. Þeir hafa ekki verið í sam- bandi en hann vill taka upp þráðinn að nýju. Og úr verður skemmtileg sápa.“ Er ekki kurteisi að spyrja hvort aðal- hlutverkið þú leikur? „Liggur það ekki ljóst fyrir að ég leikinn soninn?“ segir Helgi og skellir upp úr. „Nei, ég leik víst pabbann sem kemur heim og er eitthvað farinn að meyrna.“ Talandi um það að vera farinn að meyrna. Ertu ekki að fara að verða afi? „Jújú. Ég hef nú ekkert að gera með „prjójekt“ en ég tek því hins vegar fagnandi.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Helgi Björnsson treður upp með The Capital Dance Orchestra í Eldborgarsal Hörpu í október. Þar syngur hann lög Hauks Morthens. Gestir á tónleikunum verða Björgvin Halldórsson, Sigríður Thorlacius og Bogomil Font. Ljósmynd/Hari 20 viðtal Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.