Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Side 29

Fréttatíminn - 30.08.2013, Side 29
mönnunum að þakka en þeir hafa lífgað svo upp á hópinn að fáránlegt væri að rífast eftir gömlu línunum. „Landsliðið er tákn samstöðu í landinu,“ segir Steven Martens, framkvæmdastjóri belgíska knatt- spyrnusambandsins. Táknmynd- in virðist vera Vincent Kompany. Hann talar f imm tungumál og vinnur að því að ná sér í meistara- gráðu í viðskiptafræði meðfram fótboltanum. „Hann er föðurlands- vinur, hann elskar Belgíu,“ segir landsliðsþjálfarinn Marc Wilmots. „Hann sameinar Flæmingja og Val- lóna.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Fjölþjóðlegur belgískur her Eftir dapra frammistöðu á heima- velli á EM árið 2000 teiknaði Mic- hel Sablon, stjórnandi hjá knatt- spyrnusambandi Belgíu, upp tíu ára plan um hvernig næsta kynslóð skyldi þjálfuð. Sablon kveðst telja að 95 prósent liða hafi fylgt leið- beiningum sambandsins. Öll yngri landslið voru látin spila sama 4-3-3 kerfið sem skilaði því að frá unga aldri vissu allir leikmenn til hvers var ætlast af þeim. „Áður fyrr vor- um við með 4-5 leikmenn sem gátu keppt við stóru þjóðirnar. Nú hefur sú tala meira en tvöfaldast,“ segir Sablon. Þegar Belgar kepptu á HM árið 1994 voru allir leikmenn liðsins hvítir. Í vináttuleik gegn Frökkum fyrr í þessum mánuði áttu ellefu af 25 leikmönnum liðsins að minnsta kosti annað foreldri sem ekki var frá Belgíu. Þetta sýnir vel hve sam- setning þjóðarinnar hefur breyst á skömmum tíma. Og þessir fót- boltamenn eiga ættir að rekja um allan heim; Daniel Van Buyten á þýska mömmu, Vincent Komp- any á pabba frá Kongó, Kevin De Bruyne á enska mömmu, Mousa Dembélé á pabba frá Malí og Ke- vin Mirallas á spænskan pabba. Foreldrar Romelu Lukaku eru frá Kongó og foreldrar Nacer Chadli, Fellaini og Zakaria Bakkali eru frá Marokkó en þeir eru allir fæddir og uppaldir í Belgíu. Christian Benteke er sá eini sem hvorki á belgískt foreldri né er fæddur þar í landi. Hann er fæddur í Kongó og foreldrar hans flýðu land. Landsliðið sameinar þjóðina Þar sem helmingur Belga talar flæmsku og hinn helmingurinn frönsku er þjóðin ekkert sér- staklega samheldin. Um tíma var rígur á milli þessara tveggja hópa slíkur að hann smitaðist inn í knattspyrnulandsliðið. Thomas Vermaelen talaði til að mynda við fjölmiðla á flæmsku en Axel Witzel á frönsku. Þessi rígur þekkist ekki í liðinu í dag. Það er ekki síst nýju Varamenn Thibaut Courtois 21 árs markvörður sem er í láni hjá Atletico Madrid frá Chelsea. Er ætlað að taka við af Petr Cech á næstu árum. Axel Witsel 24 ára miðjumaður sem keyptur var til Zenit í Pétursborg fyrir 32,5 milljónir punda. Steven Defour 25 ára miðjumaður sem spilar með Porto. Var lengi mjög eftir- sóttur en alvarleg meiðsli hægðu á frama hans. Nacer Chadli 23 ára vængmaður sem keyptur var til Tottenham Hotspur í sumar. Kevin Mirallas 25 ára framherji í Everton. Zakaria Bakkali 17 ára gutti í PSV sem skoraði þrennu í öðrum leik sínu í hollensku deildinni. Hann er yngsti leikmaðurinn frá upphafi til að skora þrennu í deildinni. Var í kjölfarið valinn í landsliðið en heltist úr lestinni vegna meiðsla. fótbolti 29 Helgin 30. ágúst-1. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.