Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 29
mönnunum að þakka en þeir hafa lífgað svo upp á hópinn að fáránlegt væri að rífast eftir gömlu línunum. „Landsliðið er tákn samstöðu í landinu,“ segir Steven Martens, framkvæmdastjóri belgíska knatt- spyrnusambandsins. Táknmynd- in virðist vera Vincent Kompany. Hann talar f imm tungumál og vinnur að því að ná sér í meistara- gráðu í viðskiptafræði meðfram fótboltanum. „Hann er föðurlands- vinur, hann elskar Belgíu,“ segir landsliðsþjálfarinn Marc Wilmots. „Hann sameinar Flæmingja og Val- lóna.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Fjölþjóðlegur belgískur her Eftir dapra frammistöðu á heima- velli á EM árið 2000 teiknaði Mic- hel Sablon, stjórnandi hjá knatt- spyrnusambandi Belgíu, upp tíu ára plan um hvernig næsta kynslóð skyldi þjálfuð. Sablon kveðst telja að 95 prósent liða hafi fylgt leið- beiningum sambandsins. Öll yngri landslið voru látin spila sama 4-3-3 kerfið sem skilaði því að frá unga aldri vissu allir leikmenn til hvers var ætlast af þeim. „Áður fyrr vor- um við með 4-5 leikmenn sem gátu keppt við stóru þjóðirnar. Nú hefur sú tala meira en tvöfaldast,“ segir Sablon. Þegar Belgar kepptu á HM árið 1994 voru allir leikmenn liðsins hvítir. Í vináttuleik gegn Frökkum fyrr í þessum mánuði áttu ellefu af 25 leikmönnum liðsins að minnsta kosti annað foreldri sem ekki var frá Belgíu. Þetta sýnir vel hve sam- setning þjóðarinnar hefur breyst á skömmum tíma. Og þessir fót- boltamenn eiga ættir að rekja um allan heim; Daniel Van Buyten á þýska mömmu, Vincent Komp- any á pabba frá Kongó, Kevin De Bruyne á enska mömmu, Mousa Dembélé á pabba frá Malí og Ke- vin Mirallas á spænskan pabba. Foreldrar Romelu Lukaku eru frá Kongó og foreldrar Nacer Chadli, Fellaini og Zakaria Bakkali eru frá Marokkó en þeir eru allir fæddir og uppaldir í Belgíu. Christian Benteke er sá eini sem hvorki á belgískt foreldri né er fæddur þar í landi. Hann er fæddur í Kongó og foreldrar hans flýðu land. Landsliðið sameinar þjóðina Þar sem helmingur Belga talar flæmsku og hinn helmingurinn frönsku er þjóðin ekkert sér- staklega samheldin. Um tíma var rígur á milli þessara tveggja hópa slíkur að hann smitaðist inn í knattspyrnulandsliðið. Thomas Vermaelen talaði til að mynda við fjölmiðla á flæmsku en Axel Witzel á frönsku. Þessi rígur þekkist ekki í liðinu í dag. Það er ekki síst nýju Varamenn Thibaut Courtois 21 árs markvörður sem er í láni hjá Atletico Madrid frá Chelsea. Er ætlað að taka við af Petr Cech á næstu árum. Axel Witsel 24 ára miðjumaður sem keyptur var til Zenit í Pétursborg fyrir 32,5 milljónir punda. Steven Defour 25 ára miðjumaður sem spilar með Porto. Var lengi mjög eftir- sóttur en alvarleg meiðsli hægðu á frama hans. Nacer Chadli 23 ára vængmaður sem keyptur var til Tottenham Hotspur í sumar. Kevin Mirallas 25 ára framherji í Everton. Zakaria Bakkali 17 ára gutti í PSV sem skoraði þrennu í öðrum leik sínu í hollensku deildinni. Hann er yngsti leikmaðurinn frá upphafi til að skora þrennu í deildinni. Var í kjölfarið valinn í landsliðið en heltist úr lestinni vegna meiðsla. fótbolti 29 Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.