Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 8

Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 8
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -0 9 6 0 Heimkaup stækkaði pakkann og bætti við sig sendlaþjónustu Póstsins „Viðskiptavinir Heimkaupa geta fengið vörurnar afhentar innan 90 mínútna á Höfuðborgarsvæðinu. Sendlaþjónusta Póstsins bregst hratt við og stendur við loforð Heimkaupa.“ Sverrir Steinn Ingimundarson, rekstrarstjóri hjá Heimkaupum, www.heimkaup.is www.postur.is Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins í síma 580 1090 eða í fyrirtaekjalausnir@postur.is. Þú getur líka skoðað þær lausnir sem í boði eru á postur.is. Við viljum gera meira fyrir viðskiptavini okkar og aðstoða þá við að bjóða viðskiptavinum sínum réttar lausnir og hagræða í rekstri – það köllum við að stækka pakkann. V enjulegt fólk í milli-stétt skuldar kannski yfir hundrað millj- ónir króna vegna fasteigna- lána. Oftast eru skuldirnar til komnar vegna kaupa á fasteign eða vegna nýbygginga. Fólki finnst mikið að skulda yfir hundrað milljónir króna og að það hafi kannski farið fram úr sér. Það þarf ekki að vera svo því það koma svo margar breytur inn í þetta. Til dæmis fólk sem hefur verið að byggja og átt tvær fasteignir eða tekið gengistryggð lán. Það er mjög algengt að það fólk sem ég hjálpa skuldi áttatíu til hundrað milljónir króna,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður. Að sögn Sævars er algengt að fólk leiti til hans eftir að hafa látið reyna á úrræði hjá hinu opinbera og bönkunum. „Stundum er það líka þannig að fólk hefur ýtt vandanum á undan sér og ekki talið sig geta gert neitt. Svo þegar kem- ur að uppboði leitar fólk til lög- manns,“ segir Sævar og bætir við að fyrst eftir bankahrunið hafi flestir leitað lögfræðiað- stoðar vegna gengistryggðra lána en að það hafi breyst og núna sé það aðallega vegna verðtryggðra lána. Sævar leggur áherslu á að oft þurfi einstaklingar í skuldavanda að fara með mál sín tvisvar og jafnvel þrisvar sinnum í gegnum kerfið til að fá sanngjarna niðurstöðu. Bankarnir þurfi að taka tillit til getu fólks til að greiða en ekki setja fram óraunhæfar kröfur. Fólki refsað fyrir að vera í eigin rekstri Að mati Sævars hefur fólk í eigin rekstri átt erfitt með að fá sanngjarna niðurstöðu í sín skuldamál því það er með óljósar tekjur. „Fólki er því refsað fyrir að vera í eigin rekstri,“ segir Sævar og bætir við að honum þyki það óskilj- anlegt og að í sumum tilvikum hafi Umboðsmaður skuldara beitt fólk þessum kröfum. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni skuldara getur reynst erfiðara fyrir fólk í eigin rekstri að ná samningi ef það getur ekki áætlað tekjur sínar fram í tímann. Oftast sé miðað við tekjur síðasta árs en ef verulegar breytingar hafi orðið og ekki hægt að miða við  Skuldamál Samningar einStaklinga Við kröfuhafa Háar skuldir millistéttar Fimm árum eftir bankahrun er enn fjöldi fólks sem glímir við háar afborganir vegna fasteignalána. Lögmaður segir bankastofnanir og Umboðsmann skuldara beita fólk ósanngjörnum kröfum þegar kemur að skuldauppgjöri. Bankarnir segja að reynt sé að koma til móts við fólk. Tæpum fimm árum eftir bankahrun er enn unnið að úrlausn á skuldavanda einstaklinga og fjölskyldna. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir algengt að það fólk sem til hans leiti skuldi áttatíu til hundrað milljónir vegna fasteignalána. þær tekjur lengur séu fáar forsendur til að miða við. Frá Íslandsbanka fengust þær upplýsingar að torveldara geti verið að áætla tekjur ein- staklinga í eigin rekstri og að tekjur séu alltaf forsenda þess að viðkomandi geti staðið undir lágmarks greiðslu af fasteignalánum. Hjá Arion-banka fengust þær upplýsingar að reynt væri að koma til móts við fólk og við- miðun fundin, svo sem skattframtal síðasta árs. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Lj ós m yn d/ H ar i 8 fréttir Helgin 3.-5. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.