Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 14
A
ð mati Þorbjargar
Helgu Vigfúsdóttur
borgarfulltrúa eru
skólar mis vel í
stakk búnir til að
starfa án aðgrein-
ingar. „Sumir skólar standa sterkir
því innan þeirra eru öflugir hópar
sérfræðinga sem sinna börnum með
sérþarfir. Sú staða er því miður ekki
hjá öllum skólum,“ segir Þorbjörg.
Breyttar þarfir eftir aldri
Þorbjörg telur reynsluna sýna að
mörgum börnum henti vel að vera
í sínum hverfisskóla upp að vissum
aldri. Eftir kynþroskaaldurinn verði
félagslegur þroski mismunandi
á milli barna og þá vilja foreldrar
senda börn sín í sérskóla eða aðra
þjónustu en þau úrræði eru ekki í
boði fyrir alla.
Þorbjörg telur að pólitískur rétt-
trúnaður hafi verið ríkjandi gagn-
vart stefnunni um skóla án aðgrein-
ingar og vegna hans hafi smátt og
smátt verið lokað á flest sérúrræði
utan skólanna. „Þá stöðu þarf að
endurskoða því börn með sérþarfir
þurfa að eiga kost á að skipta um
skóla. Þegar foreldrar sjá að börn
þeirra á unglingsaldri standa illa
náms- eða félagslega í bekknum
sínum, þá skil ég mjög vel áhyggjur
þeirra. Það er mjög skiljanlegt að
foreldrar vilji að börn sín fari í um-
hverfi þar sem félagsþroski er svip-
aður meðal nemendanna.“
Árekstur hugmynda
Að sögn Þorbjargar efast sumir
foreldrar barna með sérþarfir um
gagnsemi náms barna sinna í al-
mennum skólum. „Foreldrar óttast
að börnin fái ekki nægilegan stuðn-
ing í skólanum til að ná framförum.
Þetta er þó misjafnt, sumir skólar
standa sig alveg frábærlega,“ segir
Þorbjörg. Að mati Þorbjargar getur
hugmyndin um opin rými innan
skóla unnið gegn skóla án aðgrein-
ingar því nú sé meira áreiti inni í
kennslustofum en áður. Því hafa
sumir skólar stúkað af rými fyrir
börn með sérþarfir svo skólastefna
um einstaklingsmiðað nám og
teymisvinnu geti gengið upp. Sums
staðar veitir þetta börnum með
sérþarfir nægjanlegan stuðning og
næði en ekki alls staðar.
Alvarlegar geðraskanir
Stefnt er að því að byggja upp
SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS
LAUGAVEGI 114 / VÍNLANDSLEIÐ 16
150 REYKJAVÍK
www.sjukra.is
Nýtt greiðsluþátttökukerfi
vegna kaupa á lyum 4. maí
Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyum tekur gildi 4. maí nk.
Markmiðið með kerfinu er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð
sjúkdómum og lækka lyakostnað þeirra sem nota dýr og/eða mörg lyf.
Á www.sjukra.is þar sem þú getur einnig reiknað út lyakostnaðinn
þinn í nýju kerfi.
Hjá apótekum.
Upplýsingar um kerfið má nálgast:
menntAmál Skóli án AðgreiningAr
Hugmyndafræði má ekki verða
að pólitískum rétttrúnaði
Margir foreldrar barna með sérþarfir vilja hafa val um það hvort barn þeirra fer í almennan hverfisskóla eða sérskóla. Að mati Þor-
bjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar í sjálfu sér ekki slæm. Sá pólitíski rétttrúnaðar
sem ríkt hefur gagnvart hugmyndinni hafi þó valdið því að smátt og smátt hafi verið lokað á flest sérúrræði utan hverfisskólanna.
svokallaða þátttökubekki í hverfum
Reykjavíkur sem sinnt geti börnum
með alvarlegar geðraskanir. Brúar-
skóli í Leynimýri er sérskóli en
starfrækir þátttökubekk í Breið-
holti og hugmyndir eru uppi um
að opna annan í Grafarvogi. Þessir
þátttökubekkir eru að margra mati
afturhvarf til fortíðar enda hug-
myndin ansi lík sérdeildum eins og
voru í skólum á níunda áratugnum.
Stefnan er að fjölga þeim og einnig
þátttökubekkjum fyrir börn með
þroskahamlanir úr Klettaskóla. Í
Brúarskóla stunda börn nám þegar
þeim líður illa en fara svo í sinn
skóla þegar andleg líðan þeirra er
betri. Að mati Þorbjargar á það ekki
að vera skilyrt að börn séu aðeins
tímabundið á slíkum stöðum því
sumum geti hentað betur að vera
þar til langframa því þeim líði ekki
vel þar sem mikið áreiti er. Þorbjörg
telur að þessa staðreynd þurfi að
viðurkenna og bætir við að alltaf
þurfi að vera úrræði fyrir börn.
„Mér finnst að börn með alvar-
legar geðraskanir eigi ekki að fara
á biðlista. Sú staða getur komið upp
eins og nú er að Barna- og unglinga
geðdeild Landspítalans sé full og
marga mánaða bið eftir inngöngu
í Brúarskóla. Það á að vera hægt
að finna strax úrræði fyrir börn
þegar þeim líður mjög illa. Annað er
óásættanlegt fyrir börn, foreldra og
kennara,“ segir Þorbjörg og bætir
við að foreldrar barna eigi að hafa
skilyrðislausan rétt á að vera boðin
mismunandi úrræði eftir aðstæðum,
enda sé það kjarni laga um grunn-
skóla að mæta þörfum hvers og
eins.
Stuðningur til skóla
„Það er mikið álag á kennurum,
meðal annars vegna þess hversu
mörg börn með geðræn vandamál
eru í hverfisskólunum,“ segir Þor-
björg og bætir við að yfirvöld þurfi
að viðurkenna að kennarar þurfi
á meiri stuðningi að halda til að
sinna nemendum sínum í skóla
án aðgreiningar. Lausnin sé ekki
endilega að fjölga bekkjum. „Það er
skynvilla að halda að sérskólarnir
hafi verið dýrari en skóli án aðgrein-
ingar. Nú er verið að dreifa sérfræð-
ingum um skóla borgarinnar og þeir
þurfa að fræðast um fleiri tegundir
fatlana en áður og það krefst meiri
endurmenntunar og aukins fjölda
sérmenntaðra kennara,“ segir Þor-
björg. Lausnin er frekar að viður-
kenna að það verði að vera til fleiri
úrræði og miklu, miklu sterkari ráð-
gjöf til umsjónarkennara.
Álag óskylt kjarasamningum
„Það á ekki að hækka laun eða
fjölga kennurum á þeim forsendum
að það séu of mörg börn sem eiga
erfitt. Það á frekar að efla stuðnings-
kerfi sem sinnir þessum börnum
betur. Ég er algjörlega á móti því
að tala um kjör í samhengi við hug-
myndafræði. Þetta á að snúast um
börnin og ríki og borg verða að
tryggja að skólar geti sinnt verk-
efninu,“ segir Þorbjörg.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
borgarfulltrúi
segir álag á
kennara of mikið
og að veita þurfi
þeim meiri
stuðning til að
sinna nemendum
í skóla án að-
greiningar.
Skóli án aðgreiningar byggir
á viðurkenningu og þátttöku
allra nemenda. Námsskráin er
merkingarbær fyrir alla nem-
endur og námsumhverfið ein-
kennist af margbreytileika. Allir
nemendur njóta virðingar og ná
besta mögulega árangri. Skóla-
starf án aðgreiningar er ferli í
sífelldri þróun, allt skólastarfið
er heildstætt og samþætt og
stuðningur er veittur eftir
þörfum hvers og eins.
Það er mjög
skiljanlegt
að foreldrar
vilji að börn
sín fari í
umhverfi
þar sem
félagsþroski
er svipaður
meðal nem-
endanna.
14 viðtal Helgin 3.-5. maí 2013