Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 25
Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS F ít o n /S ÍA Ert þú að fara að taka skóna af hillunni? Viðhorf Hvernig má halda líkama og sál í góðu standi? Hvað hentar hverjum og einum best sem áhugamál? Hvað gerist þegar maður hittir ekki vinnufélagana á hverjum degi? Réttindi Hvaða réttindi fylgja eftirlaunum? Hvaða tilboð og afslættir standa til boða? Heilsa Hvernig á að haga mataræði? Hvað er heilbrigður lífsstíll? Hverjar eru orsakir helstu kvilla? VR býður upp á námskeið fyrir þá sem eru hættir að vinna til að aðstoða við nýjar áskoranir í línu. Umsjónarmaður er Ásgeir Jónsson, stofnandi Takmarkalauss lífs, ásamt gestafyrirlesurum. Námskeiðið er þrír dagar, 27.–29. maí, frá 13:00–16:00 í Húsi verslunarinnar. Skráning er í þjónustuveri VR 510 1700 eða í tölvupósti vr@vr.is. Félagsmenn á landsbyggðinni geta tekið þátt á arfundum. Tekið verður á ýmsum málefnum: VR félögum að kostnaðarlausu Takmarkaður öldi þátttakenda Námskeið fyrir þá sem hafa náð, eða eru að nálgast eftirlaunaaldur Umboðsmaður Alþingis er ekki að standa sig Lögin Burt með kvótann og Umboðsmaður Alþingis er ekki að standa þig sem þú gafst út með hljómsveitinni Rass; segja þau einhverja sögu um þínar pólitísku áherslur? „Ég er búinn að vera í hljóm- sveitum í yfir 20 ár og hef komið að allskonar músík. Margt af því er áleitin músík og hávær en almennt hefur hún ekki verið pólitísk nema óbeint en í þessari hliðarhljóm- sveit, Rass, vildum við leika okkur með þetta einfaldasta pönk. Við vorum mjög hrifnir af Ramones sem spiluðu bara tveggja mínútna lög um ekki neitt. Við æfðum ekki og sömdum lögin á sviðinu en við vorum að leika okkur með harðari pólitísk skilaboð og þótt maður hafi ekki átt von á því varð þessi hljóm- sveit frekar vinsæl þannig að við tókum upp plötu og sömdum lögin í stúdíói yfir helgi. Þetta var 2005 og á þeim tíma var einhvern veginn allt á sjálfstýringu í samfélaginu og allir hlutir metnir í krónum og aur- um þannig að okkur fannst ástæða til þess að benda á nokkur mál og platan endaði þannig að hvert lag fjallaði um mál á ákveðinn hátt. Já, þannig séð var þetta góðærisandóf og við vorum líka að endurspegla einhverja stemningu. Burt með kvótann var athugasemd um um- ræðuna á kvótakerfið, sem hefur dálítið skipst þannig að fólk er annað hvort mikið með eða mikið á móti. Það var engin dýpri merking á bak við þegar það var samið og okkur kom það á óvart þegar við spiluðum það í fyrsta skipti á Ísafirði að það var lesið miklu meira í það en við höfðum sett í það. Í raun var það meira um rifrildið en kerfið en það var líka um það að kvótakerfið er dæmi um ákvarðanir sem eru teknar annars staðar án þess að fólk fái að taka þátt í því. Umboðsmaður Alþingis er lag sem mér finnst alltaf undarlegt að hafa sungið þegar ég hitti Umboðsmann Alþingis en það er algjörlega barnalegasti brandari í heimi út frá þeim mis- skilningi að umboðsmaður hljóti að vera um- boðsmaður eins og í hljómsveit. Skilaboðin eru þau að Alþingi hafi slæma ímynd og njóti ekki þeirra vinsælda sem það vill njóta og það bendi til þess að umboðsmaðurinn sé ekki að standa sig í því af afla vinsælda eins og hann ætti að vera gera.“ Það eru þrjú ár síðan Óttarr hellti sér út í pólitíkina með Besta flokknum og tók þátt í kosningabaráttu sem minnti meira á gjörning en venjulega kosningabaráttu. Barátta Bjartrar framtíðar var hins vegar öllu hefðbundnari og í stórum dráttum eins og hjá hinum flokkunum. Óttarr segist upplifa þessar tvær baráttur á mjög mismunandi hátt. „Barátta Besta flokksins var bæði á sér- stökum forsendum og á mjög sérstökum tíma og það var ekki að marka það. En stóra skrefið fyrir þann sem hefur ekki verið inni í pólitík og pólitísku starfi er að stíga fram. Mjög mörgum finnst næstum því að það sé skömm að pólitík og maður er dálítið að gefa færi á sér með því að stíga fram og viðurkenna að maður vilji taka þátt. En það er ekki næstum því eins erfitt og maður ímyndar sér; það er aðallega óttinn inni í manni sjálfum við það að stíga út og viðurkenna að maður vilji taka þátt. En í raun og veru er þetta afskaplega skemmtilegt fyrir mig sem hef mjög gaman af að tala við fólk, kynna mér mál og læra nýja hluti. Pólitík er eins og langt skíðaferðalag Ég sagði við einhvern sem spurði mig út í þetta að þetta væri eins og langt skíðaferðalag. Maður dettur inn í nýtt umhverfi, allt annað er sett til hliðar og maður eyðir miklum tíma með ákveðnu fólki og sambandið verður mjög náið. Þetta er mjög skemmtilegt. En af því að þetta tekur mikinn tíma og maður er að hitta mikið af fólki, fara á fundi og veit aldrei hverju maður á von þennan daginn þá er þetta mjög lifandi tími en um leið er lokað á allt annað og maður hittir fjölskylduna lítið.“ Framhald á næstu opnu Óttarr Proppé ætlar að halda áfram í hljómsveitum eftir að hann sest á Alþingi. Hann segir að það hafi sömu áhrif og að fara út að hlaupa að fara á góða hljómsveitaræfingu. Það sé líka gott að hitta reglulega rokkara sem ekki hafa áhuga á stjórnmálum. Þeir hjálpi honum að víkka út sjón- deildarhringinn. Ljósmynd/Hari viðtal 25 Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.