Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Page 26

Fréttatíminn - 03.05.2013, Page 26
SILKISKORIÐ ÁLEGG FRÁ GOÐA – gott á brauðið, í salatið eða bara eitt og sér! SKINKA KJÚKLINGAÁLEGG REYKT SPÆGIPYLSA HUNANGSSKINKA E N N E M M / S IA • N M 57 28 6 legt og jákvætt og gengið mjög vel. Ef maður er tilbúinn að eiga góð samskipti við fólk er ekkert stórmál að starfa í pólitík. Þegar maður sýnir fólki virðingu og ræðir saman af einlægni þá gerast hlutirnir. Kjörtímabil Besta flokksins er það rólegasta sem jafnvel lang- minnugt fólk man eftir í borgar- pólitíkinni síðustu 20 ár eða þar um bil. „Það hafa verið deildar meiningar um marga hluti og það er viss mismunur á milli flokk- anna sem kemur fram í mörgum málum en það hefur verið ríkur vilji – ekki bara hjá okkur heldur öllum flokkum – til að vinna saman. Það voru fleiri en við úti í bæ sem voru orðin þreytt á þessu; það voru líka þau sem voru að vinna í pólitíkinni. Þau voru tilbúin að gefa því séns að vinna öðruvísi.“ Búum til pláss Og hefur það tekist? „Já, ég upplifi það þannig, sér- staklega þegar maður ber saman borgina og upplifunina þar miðað við hvernig síðasta þing hefur þróast. Mér finnst að spennan hafi aukist á Alþingi frekar en hitt og vinnubrögðin orðin einstreng- ingslegri og þess vegna segi ég að það er eitt af stóru verkefnunum hjá Bjartri framtíð að breyta því og ef það tekst ekki þá að minnsta kosti að búa til pláss sem við fyll- um upp í þar sem fólk neitar sér um þessi vinnubrögð. Það er oft erfitt því stundum sárnar manni og maður verður reiður út af ein- hverju en þá þarf að vera meðvit- aður um að hleypa því ekki út og vinna í því að halda áfram að leita á lausnum. Ég segi mjög oft að það hefur verið mjög góður undirbúningur undir þetta starf að hafa unnið í hljómsveit vegna þess að í hljóm- sveit er ekki hægt annað en að vinna saman. Þegar lagið er byrjað þá er ekki hægt að rífast um hvað gerist næst, menn verða að virða bæði skoðanir og styrkleika annarra, annars er ekki möguleiki að klára lagið. Og þannig er það ekki bara í hljómsveitum, þannig vinnur fólk í fyrirtækjum og út um allt í þjóðfélaginu.“ Samstarf við Freyju Haralds og mannréttindi Fyrir hvað stendur þú í pólitík? „Björt framtíð skilgreinir sig sem miðjuframboð og við lítum á okkur sem frjálslyndan flokk. Það er sterkt í mér að fólk eigi að hafa tækifæri til að vera eins og það er og það eigi að vera opinn aðgang- ur að því fyrir fólk að gera sitt. Klassískasta dæmið um það er að mér finnst ekki að stjórnvöld eigi að vera með sérstök lög um hvað fólk skírir börnin sín. Fólk má vera asnalegt ef það langar til þess. Mér er sem sagt meinilla við að berjast við vandamál áður en þau gerast. Hins vegar finnst mér alveg skýrt að það fylgir því mikil ábyrgð að vera hluti af samfélagi þar sem maður fær að gera sitt. Því að vera fullorðinn fylgir ábyrgð á því sem maður gerir sjálfur og líka á öðru fólki. Ég fæ ekki grænar bólur yfir hugtökum eins og frjálshyggja eða jafnaðarmaður og get alveg kvittað jafnt upp á þau en ég skilgreini mig ekki þannig. Því meira sem ég hugsa um það, og eftir því sem ég kem meira að ákvarðanatöku sem hefur áhrif á líf fólks, því sterkari verður mann- réttindahugsunin í mér. Mann- réttindi eru eiginlega það helgasta fyrir mér, rétturinn til að lifa góðu lífi og blómstra og leyfa öðrum það sama og aðstoða þá sem eiga erfitt. Það sem stendur eiginlega upp úr eftir þessa kosningabaráttu er að hafa fengið að kynnast og vinna með Freyju Haraldsdóttur. Hún hefur sprengt svo marga fordóma sem maður vissi ekki að maður væri með, þegar hún hefur útskýrt að hún álíti ekki að hún sé fötluð heldur sé það samfélagið sem fatli hana með því að loka á hana. Þetta gerum við ósjálfrátt í alls konar hlutum, til dæmis þegar við tölum við börn og gerum ráð fyrir að þau séu ekki jafnklár og fullorðnir eða þegar við tölum hægt við útlend- inga af því að við gerum ráð fyrir að þeir eigi erfitt með að skilja án þess að við spyrjum hvort þeir vilji það. Það verður alltaf sterkara í mér að nálgast hlutina út frá þessu mann- réttindasjónarmiði.“ Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is www.hjahrafnhildi.is S. 581 2141 Skoðið úrvalið á facebook! Þegar framboð Besta flokksins kom fram sögðust Jón Gnarr og félagar hans ekki vera stjórnmála- menn og það segja þau stundum enn. Er Óttarr búinn að sættast við tilhugsunina um að vera orðinn stjórnmálamaður? „Já, maður hefur lært á þetta og kannski líka vanist þessari tilhugs- un – en ég dett oft í það að segja: „Ég er ekki pólitíkus“ en það er augljóslega rangt þegar maður er kominn í pólitík þótt maður upplifi sig ekki sem pólitíkus. En ég hef reynt að vera meðvitaður um að halda mér utan við það og muna að þetta er dálítið óeðlilegur eða að minnsta kosti sérstakur vettvang- ur, sem er manni ekki eðlilegur, skulum við segja. Ekkert okkar í Besta flokknum hafði komið nálægt pólitík og þegar við fórum af stað voru það viðbrögð við ástandinu á sínum tíma. Þetta var einhver skyldukvöð og manni fannst að maður ætti að taka þátt. En við fórum náttúrlega í þetta með alla okkar fordóma sem ég held að séu þeir sömu og margir hafa gagnvart pólitíkinni. Það sem fólk fær að sjá af póli- tíkinni er mjög fráhrindandi. Við sjáum rifrildin og alltaf ágreining- inn en ekki þann hluta af störf- unum þar sem menn eru að vinna saman án ágreinings – það er ekki fréttnæmt. En það er einhver ákafi í störf- um pólitíkusa – þegar til þeirra sést opinberlega – sem virkar furðulega á margt fólk. Maður heyrir þetta mikið, sérstaklega hjá ungu fólki. Það skilur þetta ekki og maður heyrir það oft sagt að pólitíkusar hegði sér ekki eins og annað fólk. Einn hvatinn var í raun og veru sá að reyna að gera pólitísk störf „venjulegri“ í augum fólk skulum við segja því það var að mörgu leyti óvænt þegar maður kom inn í þennan heim hvað sam- skiptin voru venjuleg og hvað þetta var allt öðruvísi en ég ímyndaði sér. Ég var svolítið hræddur um hvernig okkur yrði tekið hjá því fólki sem er að reka kerfin sem þurfa að ganga sinn gang í borg- inni, eins og skólakerfið. Almennt hefur þetta verið mjög skemmti- Óttarr Proppé: „Það er alltaf hægt að vinna með fólki þegar maður reynir að vinna með því.“ Ljósmynd/Hari 26 viðtal Helgin 3.-5. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.