Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 32

Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 32
Laugavegi 80 S: 561 1330 www.s igurboginn . is afsláttur af öllum síðbuxum 15% helgartilboð NÝJAR VÖRUR FRÁ HOUSEDOCTOR Gerum hús að heimili TEKK COMPANY og HABITAT Kauptúni | Sími 564 4400 www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is Opið mán.–lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13-18 K atrín Sylvía Símonardóttir er einstæð móðir sem lét drauminn rætast eftir að hún missti vinnuna í bankahruninu. Hún hafði lengi leitað að hinum fullkomna sundfatnaði fyrir konur með línur, sundfatnaði sem leyfði henni að upplifa sig kynþokka- fulla, auk þess að vera þægileg. Þegar leitin bar engan árangur ákvað hún að taka málin í eigin hendur og búa sundfötin til sjálf. Í vikunni kom fyrsta sending í hús hjá fyrirtæki Katrínar Sylvíu, Kasy. „Það eru þrjú ár síðan ég ákvað að stökkva út í djúpu laugina og fara út í þennan bransa,“ segir Katr- ín. Sundlínan hennar samanstendur af fimm flíkum sem hægt er að breyta eftir því hvaða aðstæðum konan er í. „Þegar ég fer á sólarströnd langar mig að geta farið frá því að vera mjög fáklædd í sólbaði í að vera meira hulin þegar ég leik við barnið mitt. Með þessari hönnun þarf ég ekki að skipta um föt heldur breyti bara flíkinni,“ segir hún. Sölusýning í Miami Eftir að Katrín var komin með hugmyndina í koll- inn ákvað hún að skrá sig í viðskiptasmiðju Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem meðal annars er ætluð frumkvöðlum með viðskiptahug- myndir. Í framhaldinu fékk hún lán hjá Svanna, lána- tryggingasjóði kvenna, til að koma framleiðslunni af stað og fyrir markaðsetningu. Á síðasta ári fór að draga til tíðinda þegar Kasy komst á topp 10 í frum- kvöðlakeppni Innovit, Gullegginu. Katrín er síðan ein þeirra sem í ár fengu styrk til atvinnumála kvenna frá velferðarráðuneytinu. Hún fékk 1,25 milljón króna til að markaðssetja Kasy sundfatnaðinn erlendis. „Ég er að fara á sölusýningu í Miami í sumar þannig að nú er allt að gerast,“ segir Katrín. „Ég stefni á bandaríska markaðinn þar sem hann er mjög stór og yfir 68% kvenna þar eru yfir kjörþyngd,“ segir hún. Vörumerkið Kasy var formlega sett á laggirnar á síðasta ári. Til að byrja með verða sundfötin bara til í svörtu en Katrín vonast til að strax á næsta ári verði hægt að fjölga litunum. Fötin fást í stærðum 12-26, miðað við bresk númer og segist hún alltaf hafa stefnt á stærri stærðir. „Mér fannst bara vanta sundföt fyrir konur með línur sem vilja vera sætar og sexí. Síðan er líka sterkara að koma nýr inn á markað sem er lítið sinnt,,“ segir hún. Vinkonurnar voru tilraunadýr Allt framleiðsluferlið er búið að taka tvö ár og bæði Katrín og vinkonur hennar hafa prófað sundfatnaðinn á meðan hann var í þróun. „Já, þær hafa verið tilrauna- dýrin mín og komið með hugmyndir að því sem mætti betur fara,“ segir hún. Katrín hefur sjálf verið dugleg að synda í Kasy-sundfötunum. „Sumir hafa horft hissa á mig í sundlaugunum þegar ég er að smella við sundfötin eða taka af. Þeir sem þora að spyrja hvað í ósköpunum ég sé að gera eru almennt mjög hrifnir og spyrja hvar ég hafi fengið sundfötin,“ segir Katrín glettin. Hún er þegar búin að semja við tískuvöruversl- unina Belladonnu og undirfataverslunina HB búðina um að selja sundfatnað Kasy. Þá verður hægt að panta þau á vefsíðunni kasy.is. „Ég er afskaplega ánægð. Á þessum langa þróunartíma hef ég oft hugs- að um að hætta og ég er orðin frekar þreytt á því að borða núðlusúpu,“ segir hún hlæjandi. „Það er samt ástríðan sem hefur haldið mér gangandi og trúin á vöruna. Ég hvet alla sem hafa hugmyndir til að láta drauma sína rætast. Þetta er erfitt og hlutirnir gerast hægar en maður heldur. En þetta er sannarlega þess virði,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Mér fannst bara vanta sundföt fyrir kon- ur með línur sem vilja vera sætar og sexí. Hannaði sjálf draumasundfötin Íslensk sundföt fyrir konur með línur eru komar á markaðinn. Sundfötin eru afrakstur frumkvöðlavinnu Katrínar Sylvíu Símonardóttur sem var orðin þreytt á að leita endalaust að sundfötum sem hún væri ánægð með. Hún fer með sundfatalínuna á sölusýningu í Banda- ríkjunum í sumar og setur markið hátt. Sundfatalínan samanstendur af fimm flíkum sem hægt er að blanda saman á ólíka vegu, brjóstahaldara, sundbuxum, kjól, toppi og pilsi. Ljósmynd/Kasy.is Katrín Sylvía Símonardóttir er konan á bak við Kasy-sundfatalínuna. Fyrsta sending kom í hús fyrr í þessari viku. Ljósmynd/Hari 32 viðtal Helgin 3.-5. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.