Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 34

Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 34
Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahet- tum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Nýtt! S uður-afríski rithöfundur-inn Deon Meyer fæddist í grennd við Höfðaborg fyrir 55 árum og hefur búið í borginni í ein tuttugu ár og hún er sögusvið Djöflatinds, fyrstu bókar hans sem kemur út á íslensku. Útkoma bókarinnar gaf honum kærkomið tilefni til þess að sækja Ísland heim. Hann hefur greinilega unnið heimavinnuna sína og veit ýmislegt um landið og um leið og hann steig á íslenska grund fékk hann eina staðreynd- ina beint í fangið. Hér er kalt. „Ætli ég komist miklu fjær heimahögunum en þetta,“ segir Deon og hlær. „En þetta er ótrú- legt og mér finnst frábært að vera kominn hingað. Þetta er alveg magnað.“ Deon taldi ekki eftir sér að fljúga heimsálfa á milli til þess að fylgja Djöflatindi úr hlaði enda vanur löngum ferðalögum. „Ég flaug til Parísar og var svo tvo daga í Kaupmannahöfn þar sem bók eftir mig var að koma út og heimferðin verður vissulega löng. En þegar maður býr í Suður-Afr- íku er maður vanur löngu flugi. Við erum langt frá öllu og allar ferðir eru langar. Þegar Deon er spurður að því hvort hann hafi vitað eitthvað um þessa köldu og fjarlægu eyju áður en gengið var frá útgáfu Djöfla- tinds hér þylur hann upp ýmsar staðreyndir um land og þjóð eins og hann sé í munnlegu prófi. „Ég veit að Spasskí og Fischer mættust hérna á áttunda áratugn- um og að Reagan og Gorbatsjov áttu hérna mikinn leiðtogafund. Síðan varð eitt eldfjallanna ykkar nýlega næstum búið að kyrrsetja mig í London lengur en ég kærði mig um,“ segir hann og hlær. „Ég hef líka auðvitað heyrt um efna- hagshrunið sem kom illa niður á mörgum Íslendingum sem töpuðu miklum peningum.“ Þessi hægláti maður leynir greinilega á sér þar sem í ljós kemur að hann hefur mikinn áhuga á að koma hingað aftur og þá til þess að spóla utan vega á mótorhjóli. Hreinsar hugann með hjálm á höfðinu „Ég hef alltaf haft ofboðslegan áhuga á akstri mótorhjóla utan vega og veit að þið eigið mjög góða drulluvegi fyrir þetta sport þannig að ég á örugglega eftir að koma hingað aftur einhvern dag- inn til þess að hjóla. Ég átti nú fleiri hjól þegar ég var yngri en þau eru bara tvö núna og ég stefni að því að selja annað þeirra. Ég hef bara ekki tíma lengur til að sinna þessu áhugamáli. Rétt áður en ég kom hingað fór ég í þriggja daga hjólatúr bara til þess að hreinsa hugann vegna þess að ég hef haft mjög mikið að gera undanfarið. En eitt hjól ætti að duga mér í framtíðinni.“ Heillaðist ungur af glæpum Þegar Deon byrjaði að skrifa lagði hann ekki upp með að verða glæpasagnahöfundur og sagðist í raun alls ekki hafa verið meðvit- aður um að hann væri kominn út á þá braut. „Ég skrifaði bara sögur og taldi þær nú ekki vera glæpa- sögur. Það var ekki fyrr en fyrsta bókin mín kom út í Suður-Afríku sem byrjað var að tala um mig sig glæpasagnahöfund. Ég var greini- lega of vitlaus til þess að fatta að ég væri að skrifa glæpasögur. Ég taldi mig bara vera að skrifa en hugsaði bara með mér: „Jæja, gott og vel,“ og hélt mínu striki. Ég hef alltaf verið hrifnastur af glæpasögum sem lesandi og lagð- ist á kaf í þær á unglingsárunum. Þegar ég byrjaði síðan að skrifa vildi það bara þannig til að ég fór að skrifa um glæpi,“ segir Deon og nefnir Bandaríkjamennina John D. MacDonald og þá sérstaklega Ed McBain sem helstu áhrifavaldana enda hafi hann sökkt sér í bækur þeirra sem ungur maður. Suður-Afríka er ekki hættuleg Deon segist finna fyrir því að Vesturlandabúar telji Suður- Afríku kraumandi suðupott og stórhættulegt land en segir þetta byggja á misskilningi. „Þið fáið allar slæmu fréttirnar frá Suður- Afríku. Vissulega er það stað- reynd að glæpatíðinin er meiri hjá okkur en í Evrópu enda erum við ekki fyrsta heims ríki en Suður- Suður-afríski glæpasagnahöfundurinn Deon Meyer hefur slegið í gegn utan heimalandsins á undanförnum árum. Sögur hans hafa verið gefnar út víða og um mánaðamótin kom bókin Djöflatindur út á íslensku. Þar eltist rannsóknarlög- reglumaðurinn og alkóhólistinn Benny Grissel við morðingja í Höfðaborg en sá hefur skorið upp herör gegn barnaníðingum í borginni og sálgar þeim af einurð og festu. Deon segir flesta glæpi í heimalandi sínu sorglega, tengda áfengi og heimilisofbeldi og skorti þann sjarma sem glæpasögur þurfi að hafa þannig að hann sækir sögur sínar frekar í kollinn á sjálfum sér en umhverfið. Ég gæti ekki drepið barnaníðing 34 viðtal Helgin 3.-5. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.