Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Page 40

Fréttatíminn - 03.05.2013, Page 40
40 ferðir Helgin 3.-5. maí 2013  knæpur Þar sem ekkert breytist Kay ś Bar – Edinborg „Hvað varstu að borða?,“ spyr Fraser, eigandi Kay´s Bar, þegar ég bið hann um að mæla með góðum bjór snemma kvölds. Þegar ég segi honum að ég hafi nýlokið við Fish and Chips hristir hann höfuðið, skenkir botnfylli af ljósu öli í glas og réttir mér. „Þú finnur sennilega ekkert bragð, er það nokkuð? Fish and Chips fer alveg með bragðlaukana. Þetta er það eina sem dugar,“ segir hann og fyllir glas af dökkum, bragðmiklum bjór. Og Fraser veit hvað hann syngur enda staðið vaktina lengi á þessum rómaða hverfispöbb, smá spöl frá helstu ferðamanna­ slóðum skosku höfuðborgarinnar. Í hádeginu er boðið upp á hádegismat á Kay´s Bar (39 Jamaica Street) og Fraser segist mæla sérstaklega með Haggis í hádegismat og auðvitað er eng­ inn djúpsteiktur fiskur á matseðlinum. Die Rote Bar í Frankfurt Þessi kokteilbar við bakka Main hefur verið sagður „á mörkum þess að vera of svalur fyrir Frankfurt“. Það eru engar merking­ ar utan á húsinu og engin leið að ramba á þennan litla stað. Við dyrnar er þó merkt bjalla og ef henni er hringt birtist smóking­ klæddur og vatnsgreiddur barþjónn að vörmu spori. Hann vísar gestunum til sætis í litlum sal þar sem rauðir ljósaskermar dempa þau fáu ljós sem þar er að finna. Músikin heyrist varla og gestirnir hafa komið sér þægilega fyrir með hanastél. Hingað er fólk komið til að ræða málin en ekki dansa. Die Rote Bar (Main­ kai 7) hefur verið á sínum stað í nærri sjö áratugi og að sögn barþjónsins er bekkurinn ávallt þéttskipaður. Verðinu er þó stillt í hóf því „allir eigi að hafa efni á góðum kokteil við og við.“ Bo-Bi Bar – Kaupmannahöfn Gardínur heyra eiginlega sögunni til á börum Kaupmannahafn­ ar því nú vill fólk lifa fyrir opnum tjöldum. Á hinum agnarsmáa Bo­Bi Bar hefur hins vegar engu verið breytt síðan þessi fyrsti ameríski bar borgarinnar var opnaður fyrir nærri hundrað árum síðan. Veggirnir eru klæddir rauðu veggfóðri, á borð­ unum grænir dúkar og sætin bólstruð. Það er líka dregið er fyrir gluggana og því sjást gestirnir ekki frá götunni. Einhverjir þeirra hafa kannski eitthvað að fela en flestir eru bara fegnir að geta farið inn á svona klassískan og huggulegan bar þar sem ekkert breytist, heldur ekki verðið og fyrir suma er það líka kostur að vertinn hefur aldrei heyrt minnst á reykingabann. Kristján Sigurjónsson gefur út ferðavefinn Túristi.is og þar er hægt að lesa meira tengt ferðalögum til Frankfurt, Edinborgar og Kaupmannahafnar. Rauðar og klassískar krár Tíminn hefur staðið í stað á þessum þremur knæpum í Frankfurt, Kaupmannahöfn og Edinborg. Kristján Sigurjónsson kíkti á barinn. Fraser veit hvað hann syngur enda staðið vaktina lengi á hinum rómaða hverfispöbb, Kay´s Bar í Edinborg. Engu hefur verið breytt á Bo-Bi-Bar í Kaupmannahöfn í nær hundrað ár. Die Rote Bar hefur verið á sínum stað í Frankfurt í nær sjö áratugi. 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ – fyrst og fre mst ódýr! ca. 5 kg í kassa 798 kr.kg Verð áður 1098 kr. kg Grísakótilettur, frosnar í kassa 25% afsláttur Góð Kaup! Afreksfólk öræfanna Æviferill Fjalla-Eyvindar og Höllu Nýtt fræðslurit FÍ Fæst í öllum helstu bókabúðum og á skrifstofu FÍ SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! FerðaFélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is Í nýjasta fræðsluriti FÍ er um­ fjöllunar efnið æviferill þeirra Fjalla­ Eyvindar og Höllu. Það hlýtur að vekja aðdáun enn í dag, hvernig Eyvindur og Halla gátu bjargað sér uppi á öræfum á þeim árum þegar harðindi og hörmungar geisuðu um byggðir landsins og mörg hundruð manna fóru á vergang í byggð og dóu úr hungri. Fróðlegt er fyrir fjalla garpa nútímans að setja sig í spor Eyvindar og Höllu og keppa við þau á jafnréttisgrundvelli, hvað klæðnað og allan útbúnað snertir til dvalar á fjöllum. www.fi.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.