Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 70

Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 70
Við ætlum okkur að búa fram- vegis í þessu fallega landi. „Ég hef alltaf verið smá músíknörd þannig ég held að ég hafi ómeðvitað verið að undir- búa þetta síðan ég var í fjölbrautaskóla,“ segir Gunnlaugur Jónsson knattspyrnuþjálfari. Gunnlaugur er umsjónarmaður nýrrar þátta- raðar sem hefur göngu sína á Rás 2 á morgun, laugardag. Þættirnir kallast Árið er... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er fjallað um íslenska tónlist frá 1983 og fram til dagsins í dag og er eitt ár tekið fyrir í hverjum þætti. Í þáttunum er meðal annars dustað rykið af gömlum upptökum Rásar 2 sem hafa ekki heyrst frá því að þær voru frumfluttar. „Upphaflega var pælingin að tímabilið yrði frá Hljómum og til dagsins í dag en svo þótti við hæfi að byrja niðurtalninguna 1983, á árinu sem Rás 2 fór í loftið,“ segir Gunn- laugur. Gunnlaugur gerði eftirminnilega þætti um hljómsveitina Ný dönsk árið 2008 og í kjölfarið þróaði hann hugmyndina um Árið er... „Síðasta haust fóru hlutirnir að gerast og ég hef verið að vinna að þessu síðan í desember,“ segir Gunn- laugur sem kveðst eiga velgerðarmenn á Rás 2, þá Ólaf Pál Gunnarsson og Ásgeir Eyþórsson, sem eigi miklar þakkir skildar fyrir að koma þáttunum á koppinn. Þeir tveir eru sveitungar þínir af Akranesi. Er þetta bara einhver klíkuskapur? „Nei, nei. Það finnst kannski einhverjum Skagaklíkan vera orðin aðeins of umfangsmikil þarna á Rás 2 en það skiptir ekki máli hvaðan góðar hugmyndir koma,“ segir Gunnlaugur léttur í bragði. Gunnlaugur kveðst ekki vera einn þeirra tónlistar- nörda sem eigi þús- undir platna. „Þetta snýr meira að upp- lýsingasöfnun hjá mér. Ég á til dæmis úrklippubækur frá 1991.“ Við gerð þáttanna hefur Gunnlaugur notið aðstoðar Ás- geirs Eyþórssonar, Jónatans Garðarssonar og Sigríðar Thorlacius. „Skothelt teymi,“ segir hann. Hvað er svo besta árið í tónlistarsögu þessa tíma? „Við erum núna að vinna að þættinum um 1994. Ég myndi segja að 92 sé þéttasta árið til þessa, það var ansi mikið sem gerðist þá. Þá fór Bubbi til Kúbu, Sód- óma var frumsýnd, KK kom sterkur inn, Sykurmolar hættu, Jet Black Joe mætti á svæðið, Kolrassa vann Músík- tilraunir og árið var mjög stormasamt hjá Sálinni. Það er skemmtilegasta árið hingað til.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  fjölmiðlar GunnlauGur jónsson Gerir útvarpsþætti um íslenska tónlist Á úrklippubækur frá 1991 Gunnlaugur Jónsson hefur legið yfir íslenskri tónlist undanfarið og fjallar um hana í þáttunum Árið er... sem hefja göngu sína á Rás 2 klukkan 16 á laugardag. ó hætt er að segja að hjónin Massimo og Katia séu samhent. Þau reka veit-ingahúsið Massimo og Katia á Laug- arásvegi þar sem þau framreiða ítalskan heimilismat fljótt og una sér vel saman við hlóðirnar. „Við höfum alltaf unnið á veitingahúsum eða á börum,“ segir Katia. „Og við rekum þennan stað af ástríðu og viljum að hér geti viðskiptavinir stigið inn í ítalska stemningu og þeir eiga alla okkar athygli.“ Katia segir þau hjónin elda allan mat saman enda líki þeim það best. Þau tala litla ensku og íslensku en börnin þeirra þrjú sem eru tíu, sjö og fimm ára, Gabriel, Aurora og Ginevra, eru mömmu og pabba innan handar enda búin að fóta sig vel í samfélagi íslenskra krakka. Eftir að hjónin höfðu kynnt sér Ísland á netinu fór Massimo til landsins, leist vel á sig og fjölskyldan fylgdi í kjölfarið. „Við völdum Ísland vegna þess að fólkið hér er af- slappað og umhverfið einfalt og náttúrulegt. Við ætlum okkur að búa framvegis í þessu fallega landi en förum reglulega til Ítalíu að heimsækja ættingja okkar þar.“ Eðli málsins samkvæmt er ítölsk matar- gerð sérgrein hjónanna og þau eru sérstak- lega stolt af handgerða orechiette pastanu sínu sem á rætur að rekja til Suður-Ítalíu. Massimo og Katia leggja áherslu á fljót- lega eldamennsku enda segir Katia flesta viðskiptavini kjósa að taka matinn með sér þannig að í raun er um skyndibita að ræða þótt þau slái ekki af kröfunum í eldhúsinu. Katia segir að í grunninn séu viðskipta- vinir veitingahúsa alls staðar eins en vill þó meina að þeir íslensku séu dálítið kröfuharð- ari en hún kynntist heima á Ítalíu. „Þeir Íslendingar sem við höfum kynnst eru mjög almennilegir og hjálpsamir og í gegnum skóla barnanna okkar höfum við kynnst mjög svo hjálplegri fjölskyldu,“ segir Katia sem vill hafa veitingastaðinn þeirra sem fjölskylduvænstan enda skondrast börnin þeirra þar um af og til og Gabriel litli tekur að sér að túlka þegar svo ber undir. Fjölskylda Massimo og Kötiu stendur því undir hugmyndum okkar um samhenta ítalska fjölskyldu sem sameinast ekki síst yfir matargerð. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  massimo oG katia fundu öryGGi á íslandi Pastagerð samlyndra hjóna Ítölsku hjónin Massimo og Katia enduðu á Íslandi eftir að þau ákváðu að yfirgefa heimalandið. Þau fundu Ísland á netinu og létu slag standa. Þau reka veitingastað sem ber nöfn þeirra við hlið hins fornfræga Lauga-Áss og una hag sínum vel og hafa þegar skotið rótum á Íslandi. Massimo og Katia fundu Ísland á internetinu og ákváðu að setjast hér að til frambúðar og lifa á ítalskri matargerð. Ljósmynd/Hari Fréttakonan Lára Ómarsdóttir ætlar að taka sér leyfi frá störfum á fréttastofu RÚV í sumar og taka upp átta ferðaþætti og kynna land- anum áhugaverða staði á Íslandi. Karl faðir hennar, Ómar Ragnars- son, verður með í för og eys úr viskubrunni sínum. „Vinnutitillinn er Ferðastiklur en þetta verða samt allt öðruvísi þættir en Stiklur,“ segir Lára og hlær og vísar til vinsælla þátta Ómars sem nutu mikilla vinsælda á árum áður. „Við ætlum að fara á skemmti- lega staði á landinu sem eru ekki allir í alfaraleið eins og til dæmis Gullfoss og Geysir. Held- ur staði sem gleymast oft á ferðum fólks um landið.“ Lára fékk hugmyndina að þátt- unum fyrir tveimur árum eða svo. „Ég hef farið í svona ferðir með börnin mín sem við höfum kallað mömmuferðir og þá vinkla ég inn sögunni af stöðunum, þjóðsögum. Tröllum, álfum og Íslendingasög- um.“ Lára segist full tilhlökkunnar eftir því að vinna með föður sínum en hún hefur aldrei gert það áður. „Hann ætlar stundum að koma fljúgandi eða vera með mér í bílnum allt eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Hann hefur samt ekki komið á suma staðina sem við förum á og ég hef ekki komið á aðra þannig að sumstaðar verð ég að segja honum sögur og hann mér á öðrum. Og svo ætlum við að hitta alls konar skemmtilegt fólk.“ -þþ  lára ómarsdóttir á faraldsfæti Stiklar um landið með pabba Ferðaþættir Láru Óm- arsdóttir verða sýndir í Sjónvarpinu í vetur en sumrinu ætlar hún að eyða í upp- tökur. ... þannig að sumstaðar verð ég að segja hon- um sögur og hann mér á öðrum 70 dægurmál Helgin 3.-5. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.