Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Qupperneq 79

Fréttatíminn - 03.05.2013, Qupperneq 79
F erskar kryddjurtir er auðvelt að rækta, á svölunum er hægt að vera með þær í pottum, inn á milli gróðurs í beðum í garð- inum eða saman í kryddgarði. Auður I. Ottesen, garðyrkju- fræðingur og ritstjóri Sumar- hússins og garðsins, notar krydd úr eigin ræktun allt árið. Ferskar kryddjurtir yfir sumartímann sem hún ræktar í eldhúsglugganum, í pottum og upphækkuðu beði þar sem fjölærar kryddjurtir vaxa til endanna en einærar í miðju. Í mars sáir Auður fyrir fyrstu kryddjurtunum, rós- marín, og síðan koll af kolli fram í apríllok. „Ég er að rækta um 20 tegundir krydd- jurta. Basiliku nota ég í pestó en hana rækta ég í eldhús- glugganum, hún þolir ekki svalt íslenskt sumar. Tegundir sem þurfa ekki mikið pláss set ég saman í 20-30 lítra potta og hef við anddyrið þannig að ég geti skotist út til að ná mér í krydd í matinn,“ segir hún og bendir á að í einum pottinum hafi hún sett saman blóðberg, sléttblaða og hrukkótta stein- selju og sítrónumelisu. „Salvía, kóríander, Oregano og dill eru líka fínar í samplöntun. Ég kýs að vera með rósmarín og majóran í sérpottum og pipar- myntuna, sem skríður líkt og skriðsóley, er ég með í beði og skessujurtin sem er frekjan í kryddjurtahópnum fær sér- stakt pláss og næringarríkan jarðveg. Vetraforðann ræktar hún svo í upphækkuðum rækt- unarkassa sem smíðaður var fyrir hana í vinnuhæð. „Það er algert æði að geta staðið upp- réttur þegar maður er að fást við plönturnar. Kassinn er 90 sm hár og breiddin á beðinu 60 sm. Dýptin á moldinni er 30 sm en hún hvílir á grind sem smíðuð er inn í kassann og jarðvegsdúkur hindrar að moldin skolist burt. Ég hef ræktað í þessum kassa í mörg ár með góðum árangri í bland, lauk og krydd,“ segir Auður sem sannarlega er með græna fingur. Helgin 3.-5. maí 2013 garðar og grill 7  Kryddjurtir Auðveld ræKtun Eigið krydd allt árið Auður I. Ottesen, garð- yrkju- fræð- ingur og ritstjóri Sumar- hússins og garðsins, notar krydd úr eigin ræktun allt árið. Auður I. Ottesen, ritstjóri Sumarhússins og garðsins, ræktar allt sitt krydd sjálf. Blóðberg, rósmarín, stítrónu melisa og hrokkin og sléttblaða steinselja eru allt kryddjurtir sem þrífast vel í pottum á svölunum eða veröndinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.