Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 6
A ukin gagnrýni beinist að því hve lengi fyrirtæki sem yfirtekin voru af bönkum eru í höndum þeirra. Forráðamenn fyrirtækja sem við þau keppa tala um óheilbrigða og erfiða samkeppni. Bent hefur verið á fyrirtæki á bygginga- vörumarkaði og húsgagnasölu en þetta á ekki síst við í bílagreininni. Stærstu fyrir- tækin þar komust í hendur banka sem síðan hafa haldið þeim gangandi. Milljarðar króna hafa verið afskrifaðir. Gríðarlegur samdráttur hefur verið í sölu nýrra bíla frá því í upphafi árs 2008 og sér ekki fyrir enda þess. Forráðamenn þeirra fyrirtækja í bílagreininni sem staðið hafa af sér brimskaflana sætta sig illa við skekkt- an samkeppnismarkað, þeir segja sam- keppnisyfirvöld ekki sýna málinu áhuga og forráðamenn banka ekki hafa áhyggjur af ráðdeildarsömum fyrirtækjum greinarinn- ar sem búi við mismunun. „Þetta kemur niður á fyrirtækjum sem hafa verið vel rekin,“ segir Úlfar Hinriks- son, framkvæmdastjóri Suzuki-bíla, en hann segir einkum þrjú bílaumboð hafa þurft að glíma við samkeppnisfyritæki sem verið hafa í höndum bankanna. Auk Suzuki-bíla á hann við Bernhard efh., um- boðsaðila Honda, og Bílabúð Benna. Gylfi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bernhard, tekur undir þetta. „Við erum mjög ósátt, eins og fyrirtæki í öðrum greinum, að þurfa að keppa við bankana. Þetta er gríðarlega óheilbrigð samkeppni,“ segir hann. „Við vit- um að búið er að afskrifa milljarða hjá fyrir- tækjum eins og Toyota, Heklu og Ingvari Helgasyni en bankarnir halda þeim gang- andi. Nýjasta dæmið er síðan Brimborg þar sem afskrifaðir voru fjórir milljarðar króna gegn því að menn kæmu með 200 milljónir króna inn í það. Hvaða reiknimeistarar sáu um þetta?“ spyr Gylfi. „Maður veit ekki hvernig fjármögnun þessara fyrirtækja hefur verið,“ segir Úlfar. „Þau virðast hafa ótrúlega mikla peninga á milli handanna miðað við að þetta eru eigin- lega gjaldþrota fyrirtæki. Þau hafa staðið í mikilli samkeppni við aðra í auglýsingum og verðlagningu á ýmsum sviðum. Okkur hefur fundist skrítið að þau fyrirtæki geti staðið í dýrum auglýsingaherferðum en skilað um leið milljarðatapi sem velt hefur verið yfir á herðar almennings. Við höfum þurft að borga allar okkar auglýsingaher- ferðir sjálf,“ segir Úlfar. „Auðvitað eiga fyrirtæki í þessari stöðu bara að fara á hausinn,“ bætir hann við, „fara í gjaldþrot og svo eignast nýir eig- endur þau. Það er miklu hreinlegra. Það verður haldið áfram að selja bíla – eða bygg- ingarvörur – á Íslandi og fólkið sem vann hjá fyrirtækjunum fær vinnu hjá nýjum aðilum.“ Gylfi segir gerð hafi verið athugasemd við Samkeppniseftirlitið vegna sölu tiltekins bíls hjá Ingvari Helgasyni í fyrra sem talinn var seldur langt undir raunvirði. „Það kom aldrei neitt út úr því. Það gengur illa að fá rétta umfjöllun um þetta ástand,“ segir hann. Fram kom hjá Úlfari að þau bílaum- boð sem héldu velli eftir hrunið 2008 hafi mátt þola „brunaútsölur“ stóru bílasölufyr- irtækjanna sem bankarnir yfirtóku. Hann segir Suzuki-bíla hafa staðið vel fyrir hrun hvað eigið fé varðar og félagið hafi ekki staðið í fjárfestingum og haldið eignum inni í rekstrinum, „en maður er ósáttur að þurfa að keppa við þetta.“ Gylfi talar á svipuðum nótum, Bernhard ehf. hafi hvorki verið í útrás né í fjárfest- ingum, „en við erum með okkar skuldir líka en fáum enga leiðréttingu. Þetta er fimmtíu ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem veitir 40 manns vinnu en eins og ástandið hefur ver- ið á bílamarkaði er þetta engin afkoma, það er verið að éta upp eigið fé. En við glímum við ægivald bankanna. Allt of stórum mark- aðshluta er haldið gangandi af þeim.“ Saga baráttunnar gegn uppblæstri á ensku Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fékk í gær fyrsta eintak bókar á ensku um aldarlangt landgræðslustarf á Íslandi. Bókin heitir Healing the land og er gefin út til að mæta þörf fyrir upplýsingar um sigra sem unnist hafa við varðveislu landkosta og endur- reisn vistkerfa hér á landi. Höfundur bókarinnar er Roger Crofts. Við vinnslu bókarinnar var stuðst við þýðingu Róberts Mellk á Sáðmenn sandanna sem Friðrik Olgeirsson skráði. Skyndifriðun Skálholts Húsafriðunarnefnd ákvað á fundi sínum á þriðjudag að grípa til skyndifrið- unar Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfis, að því er fram kemur í bréfi nefndarinnar til Katrínar Jakobs- dóttur, mennta- og menningarmálaráð- herra. Ástæðan er bygging Þorláksbúðar rétt við kirkjuvegg Skálholtskirkju. Verði af endurbyggingu búðarinnar telur nefndin að hið fína samspil tveggja af vönduðustu byggingum 20. aldar, það er Skálholtskirkju og Skálholtsskóla, raskist. Húsafriðunarnefnd gerir ekki athugasemd við það að Þorláksbúð verði reist í Skálholti en telur að henni þurfi að finna annan stað þar sem áhrifin á núverandi ásýnd Skálholtsstaðar verði hóflegri. - jh Málshættir í fókus Ljósmyndasýningin Málshættir í fókus opnar í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi á morgun, laugardag. Það eru félagsmenn í Fókus- félagi áhugaljósmyndara sem sýna verk sín en félagið stendur reglulega fyrir ljósmyndasýningum. Að þessu sinni er þemað málshættir, en myndirnar á sýningunni eiga það sammerkt að túlka íslenska máls- hætti. Sýnendur eru tuttugu og níu en sýningin stendur til 8. janúar. Hún er opin virka daga frá klukkan 11 til 17 og frá klukkan 13 til 16 um helgar. Félagið var stofnað árið 1999 en það er opið öllum áhugamönnum um ljósmyndun, jafnt byrjendum sem lengra komnum. - jh  BílAumBoð GlímA við æGivAld BAnkAnnA „Gríðarlega óheil- brigð samkeppni“ Forráðamenn bílaumboða þeirra sem stóðu af sér hrunið gagnrýna meðferð banka á yfirteknum stórfyrirtækjum í greininni og niðurfellingu milljarða skulda þar. Eðlilegra hefði verið að fyrir- tækin hefðu farið í gjaldþrot og nýir eigendur komið að sölu viðkomandi bílategunda. Forráðamenn bílaumboða sem stóðu af sér brimskafla hrunsins segja samkeppnisstöðu á bílasölumarkaði óheilbrigða. Bankar haldi stórum umboðsfyrirtækjum gangandi í samkeppni við önnur þar sem stjórnendur sýndu ráðdeild. Ljósmynd Hari Þetta kemur niður á fyrir- tækjum sem hafa verið vel rekin. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is 1414 APP Notaðu nýja 1414 Appið í snjallsímanum eða spjaldtölvunni Nuddinudd! 1414 App fyrir iPhone og Android 6 fréttir Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.