Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 16
Urðarapótek er í viðskiptum hjá okkur Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Guðrún Pálsdóttir stofnaði Urðarapótek og keppir við þá stóru á markaðnum með áherslu á góð kjör og betri þjónustu. Við þekkjum slíkar aðstæður mjög vel. Þess vegna er Urðarapótek í viðskiptum hjá okkur. F í t o n / S Í A Eiga ekki séns næstu árin „Starfsferill lögreglumanna er stig- skiptur,“ segir Sigríður Hrefna. „Eftir tvö ár í starfi er hægt að sækja um á næsta stigi, sem er rannsóknar- lögreglumaður eða varðstjóri. Síðan er staðan sú að konur þurfa að hafa reynslu af varðstjórastarfi til þess að eiga möguleika á að verða aðalvarð- stjóri. Hins vegar eru engar aðal- varðstjórastöður á lausu, og hafa ekki verið um langt skeið,“ segir hún. Ekki er útlit fyrir að þeir karlar sem nú gegna aðalvarðstjórastöðum séu að hætta í bráð. „Hins vegar hefur kona nú um nokkurt skeið verið staðgengill aðal- varðstjóra. Hún var valin úr hópi kvenvarðstjóra. En hún á ekki einu sinni möguleika, frekar en aðrir, þar sem engar stöður eru á lausu,“ segir hún. „Það sem konur geta gert er að byggja sig upp í stöðu varðstjóra og rannsóknarlögreglu og gera sig gildandi þar, svo þær komi til greina þegar stöður losna.“ Fjölgun kvenna í stjórnunarstöður innan lögreglunn- ar sé hægfara þróun. Konum fækkar í löggunni Konum hefur fækkað hlutfallslega meira en körlum innan lögreglunnar frá hruni og segir í fjárlögum 2012 að um afturför sé að ræða; konum hefur fækkað um átta prósent og körlum um fimm prósent. Almennar lögreglukonur sem Fréttatíminn ræddi við nefndu að vaktavinnan sé konum með lítil börn erfið. Það henti þeim illa að sinna lögreglustörfun- um á meðan börnin eru ung. Engin þeirra vildi staðfesta að andrúms- loftið innan lögreglunnar væri þeim erfiðara en körlum og engin vildi koma fram undir nafni. Sigríður Hrefna nefnir að með skipulagsbreytingunum sem gerðar voru innan lögreglunnar árið 2009, „sem höfðu það að markmiði að stuðla að öflugri löggæslu,“ hafi lög- reglan í leiðinni tekið upp nýtt vakta- kerfi. Þá hafi vöktum verið fjölgað þegar þörfin á löggæslu sé meiri, eins og um helgar, á kostnað vakta í miðri viku. Þá hafi efri stjórnendum fækkað og millistjórnendum fjölgað sem dregur enn úr möguleika kvennanna á stöðuhækkun. „Við erum mjög jafnréttissinnuð innan lögreglunnar og vitum að við þurfum sjónarmið beggja kynja til þess að ná árangri í löggæslustörfum,“ segir hún. „Lögreglan í dag endurspeglar þetta ekki og er ekki samræmi við það. Hægt og bítandi hefur þó varð- stjórum fjölgað. Við þurfum oft að hvetja konur til að sækja um. Í vor auglýstum við fjórtán stöður lög- reglumanna. Af 31 umsækjanda voru konur sex. Auglýstar voru fimm varðstjórastöður, þar sem einnig sóttu 31 um en aðeins fjórar konur. Um stöðu rannsóknarlögreglu sóttu aðeins tvær konur. Þær sækja því ekki ennþá um þessar stöður í jafn miklu mæli hlutfallslega karlar.“ Karlarnir hæfari og reynslumeiri Sigríður segir að gripið verði til frek- ari hvatningar svo konur innan lög- reglunnar sem sæki um stjórnunar- stöður fjölgi. „Þær vilja gera vel það sem þær gera og vilja ekki endilega axla stjórnunarábyrgð.“ Sigríður segir að þeim líði þó ekki eins og þær ruggi bátnum sæki þær um yfirmannsstöður. „Nei, ég held ekki og þeim hefur verið að vaxa ásmegin.“ Sigríður segist ekki merkja fordómar gagnvart kon- um í stjórnunarstöðum innan lögreglunnar almennt. „Ég hef verið hér í sjö ár. Það finnst mér ekki. Við höfum verið að ráða inn núna bæði varð- stjóra, lögreglukonur og rannsóknarlög- reglumenn. Þar horfum við fyrst og fremst á ein- staklinginn og hæfni hans. Séu karl og kona nákvæm- lega jafnhæf, ber okkur að horfa til jafnréttislaga. Við höf- um bara ekki þurft að horfa til þess til dæmis í því ráðningar- ferli sem núna er í gangi.“ Karl- menn hafi verið reynslumeiri og því hæfari. Spurð hvort henni finnist að hygla eigi konum til að jafna stöðu kynjanna fyrr svarar hún neitandi. „Sem kona myndi ég aldrei fara í stöðu þar sem ég fengi ívilnun á grundvelli kyns og einhver mér hæfari sæti hjá. Með því gæti ég ekki lifað,“ segir hún. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Lögregluyfirvöld Leynd yfir inntökuprófum sérsveitarinnar Engin kona hefur stað- ist próf sérsveitarinnar • Ríkislögreglustjóri gaf út jafn- réttis- og framkvæmdaáætlun fyrir lögregluna í febrúar 2009 og skipaði henni sérstaka jafnréttisnefnd. Hún hefur sam- kvæmt heimildum Fréttatímans ekki verið virk en hittist í byrjun ársins, þar sem nýr formaður hennar var kynntur. Nefndin hefur fyrst og fremst skoðað hvernig auka megi sveigjanleika í starfi þeirra sem vinna innan lögreglulyfirvalda - konum og körlum til hægðarauka. Nefndin hafi ekki skoðað hvers vegna konurnar hafa ekki komist í sérsveitina eða hvers vegna fleiri konur hlutfallslega hafi hætt störfum frá hruni en karlar. • Sólberg S. Bjarnason aðstoðar- yfirlögregluþjónn er jafnréttis- fulltrúi lögreglunnar. Hann er í fæðingarorlofi. Ekki fengust upplýsingar um hver eða hvort einhver gegndi stöð- unni á meðan. Konur hafa enn ekki staðist prófið í sér- sveitina. Embætti ríkislögreglustjóra gefur ekki upp hvaða próf og viðmið gilda svo lögreglumenn geti orðið sérsveit- armenn. En þrekkröfurnar sem lögreglumenn þurfa að standast eru þær að hlaupa þrjá kílómetra undir 12 mínútum, gera 30 armbeygjur, 60 kviðbeygjur, 30 hné- beygjuhopp og 10 upphífingar á slá; allt í einum rykk. Samkvæmtt umfjöllun Fréttatímans um sérsveitina hafa „nokkrar konur“ reynt að komast í sérsveitina en engin staðist inntökuprófin, eins og Jón Bjartmarz sagði þá. Spurður nánar um inntökuprófin svarar hann nú. „Önnur inntökupróf fara fram í framhaldi umsóknar og „þrektesta“ í formi sérstakra prófæfinga sem eru staðl- aður en hins vegar eru þær trúnaðarmál og ekki gefnar upp. Þær fara bæði fram á undirbúningsferli nýliðanám- skeiða og á þeim. Standist menn ekki þær kröfur ljúka menn ekki nýliðanámskeiði og komast því ekki í sérsveitina,“ segir Jón í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttatímans. Við frekari fyrirspurn svarar hann að um sé að ræða æfingar og próf varðandi það hvernig menn starfi undir álagi, þol, þor, lofthræðslu, innilokunarkennd „og svo framvegis.“ Það kom lögreglukonum sem Fréttatíminn hafði samband við á óvart að „nokkrar konur“ hefðu spreytt sig á inntökuprófi í sér- sveitina og nefndu fleiri en ein að þær teldu aðeins tvær hafa reynt fyrir sér. Önnur þeirra vildi ekkert tjá sig um mál- ið. Löngu liðið, sagði hún. Fréttatíminn spurði Sig- ríði Hrefnu Jónsdóttur, starfsmannastjóri lög- reglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu, hvort henni fyndist að aflétta þyrfti leyndinni. „Ég myndi nú kannski halda að það þyrfti að vera eins í lögreglu og á öðrum vett- vangi. Hvernig er það á öðrum vettvangi? Hverjar eru kröfurnar í öðrum starfs- greinum? Ég geri einfaldlega þær kröfur að hér starfi alltaf hæfasta fólkið sem völ er á. Sama hvert kynið er,“ segir hún. „Við eigum ekki að sætta okkur við múra eða glerþök sem standast ekki þær sjálfsögðu jafn- réttiskröfur að konur og karlar séu jöfn og metin til jafns.“ - gag 16 fréttaskýring Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.