Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 80
 Plötudómar Steinn úr djúpinu  Steinn Kárason Þetta gamla góða Íslensk músíkútgáfa er rík af plötum sem falla í „Mér-fannst-eins-og- ég-þyrfti-að-gefa-þetta- út”-deildina. Skínandi dæmi um þetta er fyrsta plata umhverfishag- fræðingsins Steins Kárasonar. Á umslaginu beygir höfundurinn sig íbygginn niður á strönd, berfættur á annarri með kassagítar og sverð sér við hlið: Þetta er umslag sem beinlínis kallar á hlustandann. Steinn semur öll lögin og flesta textana og hefur fengið söngvara eins og Pál Rósinkranz og Guðmund F. Benediktsson með til að tryggja gæðin. Stíllinn ber þess vitni að Steinn er mest í þessu „gamla góða“. Platan er fjölbreytt, Ríó-, Ragga- og Geirmundar-legt popp í bland við hippalegt þungarokk og ófeimið íslenskt stuðrokk. Þetta er hressileg plata en 40 árum of sein í rekkana. -dr. Gunni Stop that Noise  Hellvar Róið á sömu mið Heiða, Elvar og félagar róa hér á sömu mið og í jómfrúartúrnum Bat Out Of Hellvar frá árinu 2007. Einfalt, draum- kennt og melódískt gítarrokk á ensku með dassi af pönki hér og þar, grípandi á köflum en full rólegt og ein- sleitt á öðrum. Hæst rís diskurinn í lögunum I Should Be Cool, Too Late, Liar og Women and Cream og hefðu tvö til þrjú slík lög til viðbótar klárlega híft verkið upp um þó nokkur rokkstig. Þó er fagmannlega unnið úr öllum hugmyndum, hljóðfæraleikur er þéttur og fínn og á heildina litið getur sveitin gengið sátt frá borði. Að ósekju hefði mátt sleppa því að krota yfir titilinn framan á umslaginu, stílhreint og fallegt sem það hefði nú verið án þess. Gestur Baldursson Þögul Nóttin  Felix Bergsson Alúð, natni og mýkt Jón Ólafssson, Magnús Þór Sigmundsson, Hróð- mar Ingi Sigurbjörnsson og fleiri höfundar semja hér lög við ljóð Páls Ólafssonar. Hörður Torfason reimar á sig tangóskóna við ljóðið Án þín og Sveinbjörn Grétarsson pakkar Vor- ljóði í léttar Greifa-um- búðir. Fagmannlega er staðið að útsetningum, hljóðfæraleik, röddun og söng og er þessi diskur rós í hnappagat Felix og allra sem að verkinu komu. Lífsbarátta 19. aldar, ástin og óður til náttúrunnar einkennir ljóð Páls og passar lágstemmd tónlistin yrkisefninu fullkomlega. Flutningur Felix og söngkvennanna Jóhönnu Vigdísar Arnardóttir og Valgerðar Guðnadóttur er til mikillar fyrir- myndar og farið er með viðfangsefnið af stakri virðingu, alúð, natni og mýkt. Bravó Felix, bravó! -Gestur Baldursson Kvenmaður prýðir forsíðu Þriðja tölublað kynskiptingatímaritsins Candy kom út á dögunum og var þetta í fyrsta skipti sem kvenmaður prýddi forsíðuna. Leikkonan og tískudrósin Chloe Sevigny varð fyrir valinu og birtist hún í gervi hins umdeilda ljósmynd- ara Terry Richar- dson – sem tók myndirn- ar. Tímaritið fjallar aðallega um tísku klæð- og kynskiptinga og prýddi leikarinn James Franco forsíðu fyrsta tölublaðsins, sem dragdrottn- ing. Blaðið hefur náð einstaklega miklu vinsældum á stuttum tíma og verður spennandi að fylgjast með því framtíðinni. -kp S teingrímur bjó hérna í næsta húsi svo að segja þannig að hann kom yfirleitt eftir vinnu. Maður hitti hann oft hérna og hann var einn af okkar skemmti- legustu kúnnum,“ segir Kormák- ur Geirharðsson á Ölstofunni. „Svo var hann kórstjóri í kór sem söng lagið Bríó og hann var kall- aður Bríó í góðra vina hópi. Bríó er svona hugtak yfir þá sem njóta lífsins lystisemda og láta áhyggjur hversdagsins ekki trufla það. Þetta heitir að vera bríó,“ segir Kormákur og grípur til líkingamáls til frekari útskýringa: „Þetta er maðurinn sem uppgötvar það klukkan sjö á Ölstofunni að hann er ennþá með Bónus-pokana með matnum sem konan er búin að bíða eftir í meira en klukkutíma til að geta byrjað að elda. En af því að honum líður bara svo vel og er eitthvað svo bríó þá skiptir það ekki máli. Þannig að það passar ágætlega að bjórinn sé til minningar um frábæran mann og það sem hann stóð fyrir. Hann lét ekki hlutina trufla sig mikið. Og fólk má gera meira af þvi vegna þess að það er gott að vera bríó.“ Bríó-bjórinn hefur hingað til að- eins verið fáanlegur á Ölstofunni en þegar Ölgerðin opnaði Borg ákváðu Ölstofumenn að finna hina fullkomnu bjórtegund. Kormákur segir að ófáir bjórkútar hafi komið frá Borg niður á Ölstofu þar sem sjóað bjórfólk smakkaði, dæmdi og gaf einkunnir. „Mannskapurinn var fljótur að fara yfir í þennan þýska pils og svo var unnið með hann og útkoman var Bríó. Ætli þetta hafi ekki verið svona átta eða níu mán- aða þróunarvinna. Ein meðganga eða svo,“ segir Kormákur. Þótt Bríó sé Ölstofubjórinn þarf að biðja um hann sérstaklega á barnum þar sem þeir sem panta sér bjór fá hefðbundnari mjöð af kran- anum. „Bríóinn er framreiddur í sér glösum sem Borg vill að bjórinn frá þeim sé borinn fram í. Þetta eru svokölluð Thule-glös, með víðum belg og mjórri að ofan.“ Kormákur segir þó að Bríó sé alls ekki einung- is bjór fyrir reynda svelgi og hann leggist vel í flesta. „Það er til dæmis töluvert af konum sem finnst þessi bjór betri en allur annar bjór sem er á boðstólum hérna. Þótt hann sé kannski með meira humlabragði en þessi lagerbjór sem er yfirleitt drukkinn þá er eitthvað við hann sem gerir það af verkum að það er ekki of dóminerandi. Enda er hann hættulegur að því leyti að hann er allt of góður. Ef það er eitthvað hægt að lasta hann þá er það sú staðreynd að það er eiginlega ekki hægt að fá sér bara einn.“ -þþ  KormáKur og SKjöldur BjóriNN Bríó KomiNN í átVr Hættulega góður Bjórinn Bríó varð til í sam- vinnu Ölstofu Kormáks og Skjaldar og Brugghússins Borgar sem Ölgerðin rekur. Bríó var fyrsti bjórinn frá Borg og hefur hingað til aðeins verið fáanlegur á Ölstofunni en hróður hans barst svo víða að hann er kominn í verslanir ÁTVR og Fríhöfnina. Bjórinn er nefndur eftir Steingrími Eyfjörð Guðmundssyni , góðum félaga og viðskiptavini Kormáks og Skjaldar, sem lést langt fyrir aldur fram en Kormákur segir að hann hafi verið mjög „bríó “. Kormákur og Skjöldur vildu fá Bríó á flöskum en það þótti ekki borga sig. Bjórinn kemur hins vegar aðeins í 33 cl dósum enda á að drekka hann góðan að sögn Kormáks. Alls ekki flatan. Hannar barnafatalínu V ictoria Beckham, fyrrum kryddpía og eiginkona David Beckhams, eignaðist sitt fjórða barn í júlí en hún hefur haft í nægu að snúast í fæðing- arorlofinu. Í vikunni tilkynnti hún að ný fatalína frá sér sé væntanleg helguð smá- börnum. Í viðtali við tímaritið WWD segir hún að dóttir sín Harper hafi veitt henni mikinn innblástur og er ætlunin að þetta verði frumleg en fáguð föt. Línan kemur í búðir í vor komandi undir nafninu VB en verður þó til sýnis á sýningarpöllum strax í byrjun næsta árs. -kp 80 dægurmál Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.