Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 14
Þ etta snýst um að sanna sig, halda áfram að krafsa og vera þolinmóð,“ segir Sigríður Hrefna Jónsdótt- ir, starfsmannastjóri lögreglustjór- ans á höfuðborgarsvæðinu, þegar hún metur stöðu kvenna innan lög- reglunnar. Mun færri konur sinna löggæslustörfum hér á landi en í nágrannalöndunum og afar fáar eru í stöðum yfirmanna. Konum í lög- reglunni hefur einnig fækkað hlut- fallslega meira en körlum frá hruni. „Það eru takmörkuð tækifæri af því að stöður yfir- manna eru fáar. Engar stöður hafa verið aug- lýstar lengi. Ekki er í augsýn að þær verði lausar á næstu mánuðum eða allra næstu árum,“ segir hún. Spurð hvort lögreglukonur séu sáttar við stöðuna svarar hún. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Þær vilja auðvitað sjá fleiri en tvær konur í hópi tuttugu þriggja lögreglufulltrúa. En þessar stöður eru ekki auglýstar nema þær séu lausar, sem þær eru ekki og þar fjölgar ekki,“ segir hún. Betri staða á Norðurlöndum Færri konur starfa hér á landi innan lögreglunnar en sjá má í Skandi- navíu og Finnlandi. Þar var hlut- fall kvenna 15 til 20 prósent strax árið 1996 en hér á landi eru konur 11 prósent lögregl- unnar á landsvísu eins og staðan er í dag. „Það er verðugt markmið að stefna að því að konur verði að minnsta kosti 15 prósent af heildar- fjölda lögreglumanna hér á landi eftir 5 til 7 ár,“ stendur í fjárlögum 2012. Fréttatíminn óskaði eftir nánari útlistun hjá innanríkisráðu- neytinu á því hvernig eigi að ná þeim markmiðum. Spurt var hver ber ábyrgð á því að verkefninu sé fylgt eftir? Hvernig ráðuneytið vilji að markmiðið sé uppfyllt? Einnig hvort ráðherra telji vert að breyta því að í æðstu stöðum séu aðeins tvær konur en 80 karlar og að af 23 yfirlögregluþjónum er engin kona. Svar ráðuneytisins er eftirfarandi: „Lögregluskólinn vinnur einkum að þessu verkefni í sínu starfi en konum hefur fjölgað verulega í út- skriftarárgangi hans frá stofnun og eftir að inntökuprófum þar var breytt. Það mætti e.t.v. [ef til vill] leita nánari upplýsinga þar. Lögregluembættin eru einnig með- vituð um að fjölga þurfi konum inn- an lögreglunnar.“ Hins vegar, segir, sé rétt að þrátt fyrir fjölgun kvenna innan lögreglunnar hafi það ekki skilað sér í æðstu stöður. Ráðuneyt- ið vildi ekki svara spurningunum nánar, þegar þess var óskað. Ráðuneytið vísar í að frá árinu 2000 hafa konur að jafnaði verið 21 prósent útskriftarnema úr Lög- regluskóla ríkisins. En af hverju skilar það sér ekki í æðri stöður innan lögregluyfirvalda? Þar hefur þróunin ekki verið konum í hag. Sé rýnt í tölur frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu sést að engin kona hefur sinnt starfi yfirlögregluþjóns, aðstoðaryfirlögregluþjóns eða aðal- varðstjóra síðustu ár. Þeim hefur þó aðeins fjölgað í stöðu varðstjóra. Ein kona en fjörutíu karlar voru í því starfi árið 2007, tvær 2008 á móti 37 körlum. Fjórar árið 2009 og 2010 og fimm í ár á móti 53 körlum. Konur eiga lítið í karla innan löggunnar Lögreglukonum hefur fækkað hlutfallslega meira en körlum frá hruni, þær sækja síður um yfirmannsstöður og gegna fáum slíkum. Konur innan lögreglunnar vilja lítið tjá sig um stöðuna, sem er mun verri hér á landi en á Norðurlöndunum. Íslensk yfir- völd vilja að staða íslenskra kvenna innan lögreglunnar verði eins hér eftir fimm til sjö ár og var á öðrum Norðurlöndunum fyrir fimmtán árum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir rýnir í stöðuna. • Á vef lögreglunnar má lesa um að lögreglukonur hafi opnað nýjan vef í lok árs 2003 undir vef- slóðinni logreglukonur.is. Enginn vefur er undir því nafni í dag. • Fyrir tíu árum komu lög- reglukonur á Norðurlöndum og Eystrarsaltsríkjunum saman í Ríga í Lettlandi og stofnuðu samtökin NBNP (e. Nordic-Baltic Network of Policewomen). Sam- tökunum er ætlað að efla stöðu kvenna innan lögreglu, bæði á faglegum og jafnréttislegum grunni og hittust lögreglukonur síðast fyrir tæpum hálfum mán- uði. Þar greindu þær íslensku frá fáum tækifærum íslenskra kvenna innan lögreglunnar. • Konur innan lögreglunnar hafa aldrei lagt fram kvörtun til Jafn- réttisstofu vegna ráðninga innan lögreglunnar. Framhald á næstu opnu Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Góðir posar á hagstæðum kjörum Þjónusta allan sólarhringinn Viðskiptavinir á landsbyggðinni fá senda posa sér að kostnaðarlausu Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina á www.borgun.is eða í síma 560 1600. Alltaf nóg að gera fyrir jólin! 14 fréttaskýring Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.