Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 86
Hermt eftir Jakobi Frímanni Í næstu viku kemur út bókin Með sumt á hreinu þar sem Jakob Frímann Magnússon lítur um öxl. Haldið verður heljarinnar teiti í Bókabúð Máls og menningar á föstu- daginn eftir viku til að fagna útgáfunni. Blásið verður til eftirhermukeppni til heiðurs kappanum og verður ekki leitað langt yfir skammt við að sækja einn keppanda en verslunarstjóri búðarinnar, Kristján Freyr Halldórsson, er þekktur fyrir að ná Kobba Magg ansi vel. Væntanlegir keppendur, þeir sem ætla sér sigur, munu sjálfsagt biðja fyrir því að Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður mæti ekki til leiks því hann er óhugnanlega líkur Jakobi þegar hann tekur sig til. Að sjálfsögðu verður dómnefnd á staðnum og verðlaun veitt auk þess sem von er á fleiri fjörugum skemmtiatriðum frá vinum og vandamönnum Stuð- mannsins. Söguslóðir Málverksins Málverkið, bók Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar, kom út í vikunni. Bókin gerist í miðri síðari heimsstyrjöldinni og er sögusviðið búgarður í Toscana héraði á Ítalíu. Þangað hrekst ung íslensk stúlka og fær skjól hjá hefðarkonu af engilsaxneskum ættum. Persóna þeirra síðarnefndu er byggð á konu af holdi og blóði: Iris Origo, og búgarðurinn er einnig til í raun og veru. Hann heitir La Foce og er þar rekið gistiheimili. Áhugasamir lesendur geta sem sagt lagt land undir fót og heimsótt blóðugt sögusvið bókarinnar nema hvað nú er þar rekin blómleg ferðaþjónusta. Vá, þeir bjóða í glas! Þeir víkingar og valkyrjur sem við útrás eru kennd áttu löngum sitt varnarþing í skemmtanalífinu á 101-hóteli og þar var Jón Ásgeir Jóhannesson og hirð hans jafnan frek til fjörsins. Nú virðast ákveðnar mannabreytingar hafa orðið í fremstu víglínu þar en um síðustu helgi bar mest á þeim Skúla Mogensen og Matthíasi Imsland sem fljúga hátt þessa dagana með mikil áform um landvinn- inga flugfélagsins WOW sem gæti orðið Iceland Express, félagi Pálma Haralds- sonar viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, skeinuhætt. Tvímenningarnir létu hressi- lega að sér kveða og buðu dömum á 101 óspart í glas og létu oft upphrópunina; „Vááááá!“ fylgja með. Greinilega vísun í nafn nýja flugfélagsins. Jón Ásgeir og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, voru einnig á staðnum en létu lítið fyrir sér fara undir vígreifum hrópum flug- É g leik þrítugan kínverskan strák og fer-tuga fyllibyttu,“ segir Dóra Jóhanns-dóttir sem bregður sér í tvö ólík karl- mannshlutverk í sýningunni. „Við stökkvum bara á milli aldurs og kynja eins og fingri sé smellt. Það eru engin búningaskipti eða neitt sem hjálpa okkur þannig að þetta verður bara svolítið að gerast í hausnum á áhorfand- anum. Og það er nú ótrúlega mikill galdur sem getur gerst þar. Halldór Gylfason leikur eiginkonuna mína sem heldur fram hjá mér og upp úr því sprettur voða drama þannig að persónan mín leiðist út í drykkju,“ segir Dóra. „Já, ég leik þarna tvær kellingar. Flug- freyju og eina konu sem á rauðan kjól,“ segir Halldór. „Það er rétt að konan í rauða kjólnum er að halda framhjá. Hún féll í freistni og ég held fram hjá Dóru. Ótrúlegt en satt.“ segir Dóri og bætir við að það hafi verið lítið mál að bregða sér í kvenhlutverk. „Ég hef gert þetta margsinnis áður í ævintýrunum í barnatím- anum. Þetta var fyrir nokkrum árum þá var ég með innslög þar sem ég lék allar prins- essurnar, drottningarnar og öskubuskurnar hugsanlegar. Þannig að ég hef leikið konur áður.“ Jörundur Ragnarsson, kærasti Dóru, leikur svo gamlan mann og unga þjónustustúlku þannig að parið sá nýjar hliðar hvort á öðru á æfingunum. „Mér fannst það bara fara Jör- undi mjög vel að vera ung þjónustustúlka,“ segir Dóra enda ýmsu vön þar sem hún og Jörundur hafa áður prufað kynjaskipti af þessu tagi. „Við fórum á kynskiptinámskeið þegar við vorum í Leiklistarskólanum þann- ig að við höfum gengið í gegnum svona ferli áður. Þá fékk Jörundur einmitt lánuð fötin mín til þess að koma sér í karakter vegna þess að allir strákarnir voru að leika konur og við stelpurnar að prufa að leika karla. Og það var eiginlega bara pirrandi hvað fötin mín litu vel út á honum. Þetta var ofboðs- lega skemmtilegt. Við erum líka oft í sömu fötunum,“segir Dóra og hlær. „Við eigum allavegana eina úlpu sem við samnýtum og ég er mjög oft í hettupeysunum hans en hann er eðlilega minna í mínum fötum.“ „Þetta er rosaflott og ógeðslega sniðugt leikrit; fimm litlar sögur sem fléttast saman, gerast allar í sama húsinu og tengjast á sér- stakan hátt,“ segir Dóri um verkið sem er eft- ir Roland Schimmelpfenning, eitt þekktasta samtímaleikskáld Þjóðverja og var það valið besta leikritið í Þýskalandi árið 2010. „Mér finnst þetta mjög flott skrifað verk og það er búið að vera ótrúlega gaman að fást við það. Þetta er mjög fallegt, átakanlegt og á köflum fyndið verk,“ segir Dóra. toti@frettatiminn.is Konan Dóri heldur fram hjá karlinum Dóru Borgarleikhúsið frumsýnir á föstudagskvöld leikritið Gyllta drekann þar sem fimm leikarar bregða sér í sautján hlutverk óháð kyni og aldri. Framsetningunni er ekki síst ætlað að vekja upp vangaveltur um hvað fólki af ólíku kyni og aldri leyfist og hvað ekki og hvað gerist þegar stað- alímyndir eru brotnar upp. Dóra Jóhannsdóttir leikur til dæmis fertugan karl sem missir fótanna þegar eiginkona hans, leikin af Halldóri Gylfasyni, byrjar að halda fram hjá honum. Halldór og Dóra skipta um kyn í Gyllta drekanum. Dóri leikur konu í rauðum kjól sem heldur framjá eiginmanni sínum sem Dóra leikur og sá hallar sér þá að flöskunni.  Útrás Vörur tulipop Tulipop í New York Í vikunni bættust hinar þekktu Pylones-verslanir í New York í hóp þeirra sem selja vörur ís- lenska hönnunarfyrirtækisins Tuli- pop. Fyrirtækið er stofnað utan um Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur – höfundana á bak við ævintýraheim Tulipop. Krúttleg- ar fígúrur og litríkir heimar eru sköpunarverk Signýjar, sem Tasc- hen-forlagið útnefndi nýverið sem einn áhugaverðasta teiknara heims. Pylones er þekkt franskt vörumerki sem hefur náð miklum árangri um heim allan og er þekkt fyrir fallega hannaðar, litríkar og skemmtilegar vörur. Pylones-verslanirnar í New York, sem eru fjórar talsins, selja vörur frá Pylones í Frakklandi til viðbótar við vörur frá völdum hönn- uðum. Verslanirnar eru mjög vel staðsettar; ein er í Rockefeller Cen- ter, önnur í SoHo, sú þriðja á Grand Central og sú fjórða á Upper West Side. Salan til Pylones kemur í fram- haldi af þátttöku Tulipop í stærstu gjafavörusýningu Bandaríkjanna, New York International Gift Fair í ágúst síðastliðnum. Að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Tulipop, er salan til Pylones mikil- vægt skref í sölu- og markaðssetn- ingu á vörum Tulipop utan Íslands. „Pöntun frá þekktri keðju á borð við Pylones felur í sér mikla viðurkenn- ingu á hönnun og hugmyndaheimi Tulipop og þeim vörum sem við erum að framleiða. Salan gefur vör- unum okkar ákveðinn gæðastimp- il og við erum bjartsýnar á að það muni opna margar dyr að hafa Pylo- nes í hópi söluaðila,“ segir Helga. -óhþ Signý Kolbeinsdóttir er hönnuður varanna. Vörur Tulipop eru litríkar.  Gyllti drekinn kynjaruGlinGur Í BorGarleikhÚsinu Mér fannst það bara fara Jörundi mjög vel að vera ung þjónustu- stúlka. HELGARBLAÐ Dreifing inni í Fréttatímanum er leið til að koma bæklingnum þínum í hendur viðskiptavina. Hikaðu ekki við að leita tilboða. Verðið kemur á óvart. Þarftu að dreifa bæklingi? auglysingar@frettatiminn.is Sími 531 3310 86 dægurmál Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.