Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 30
Væri fljót að klára peninginn Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðakona Þegar hrunið varð greip mig, eins og fleiri Ís- lendinga, smá æði þannig að auk þess að kaupa 30 kakódollur og matarlit fyrir afmæli barnanna minna næstu árin þar til þau flyttu að heiman, fór ég á nokkur málverkauppboð. Ég sá fyrir mér að það væri skárra að binda þær fáu krónur sem maður átti í einhverju áþreifanlegu frekar en að láta þær hverfa út í eilífðina. Verkin sem ég keypti þá urðu að vísu ekki fleiri en eitt en það var stemning að vera á uppboðunum því margir voru greinilega í sömu hugleiðingum. Mér kemur því Kristín Gunnlaugsdóttir fyrst í hug ef ég ætti að velja mér verk í dag með tvær milljónir í vasanum. Verk sem hún gerði af þjak- aðri konu með lafandi brjóst og stútfulla Bónus- poka minntu mig óþægilega á sjálfa mig og þær myndir sem hún sýndi í tengslum við þá sýn- ingu, inní rós, voru þannig að þær sitja í manni, ögrandi og hugrekkið í þeim áþreifanlegt. Ég átta mig ekki alveg á hversu langt ég kemst með tvær milljónir í málverkakaupum í dag en ef ég ætlaði svo að bæta við stóru olíumálverki eftir Karl Kvaran, sem væri mest freistandi, þá verður peningurinn eflaust fljótt búinn. En það væri ekki leiðinlegt að geta bætt við verkum eftir Höllu Gunnarsdóttur og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Eltist ekki við verk á uppsprengdu verði Ármann Reynisson rithöfundur „Ég myndi kaupa verk eftir Snorra Ásmundsson, Huldu Vilhjálmsdóttur og Helga Þórsson. Ég er líka mjög spenntur fyrir verkum þremenningana í Mons-hópnum og væri með þá ofarlega á blaði. Ég myndi líka reyna að tryggja mér verk eftir Elínu Ástu, Sigtrygg Berg Sigmarsson, Erlu Þórarins- dóttur og Bjarna Sigbjörnsson. Síðan má líka nefna Steinunni Þórarinsdóttur. Hún er nú kannski dýr- ust af þeim öllum en hún er dálítið flott.“ Ármann segist myndu kaupa minni myndir og drýgja þannig peninginn. „Ég hef aldrei keypt listaverk sem eru eitthvað ofursprengd í verði, heldur bara það sem ég hef haft smekk fyrir. En yfirleitt hafa verkin nú snarhækkað í verði eftir að ég er búinn að kaupa. Ef ég ætti að kaupa listaverk inn á heimilið mitt og ætti ekki nein verk þá myndi ég byrja á þessu fólki. Ég hef líka alltaf haft skúlptúra með málverkunum og ég myndi vera stoltur af heimilinu mínu ef það skart- aði listaverkum eftir þetta fólk. Ég held ég fengi alveg verk frá þeim fyrir tvær milljónir enda eltist ég ekki við málara sem eru uppsprengdir í verði og fólk er að eltast við en eru ekk- ert betri,“ segir Ármann sem segist alltaf reyna að fara nýjar leiðir í líf- inu til þess að halda áfram að þroskast og hefur nú að mestu snúið sér að ungu listafólki. Hrísgrjón, gull og málverk Hannes Sigurðsson listfræðingur „Ég veit ekki hvort ég hef efni á því þótt ég hafi tvær milljónir til að leika mér með en mig langar í Gunnlaug Scheving. Virkilega gott eintak af Gunnlaugi fer ábyggilega á fjórar, fimm milljónir minnst þannig að ég veit ekki hvort ég er til í að taka lán aukalega upp á restina. Talandi um fjárfestingar þá gerðist það fyrir átta árum eða svo að milljarðamæringar vildu ekki bara fjárfesta í hlutabréfum og vildu fjár- festa sem víðast, til dæmis í auðlindum. Einn fjárfestingakosturinn hjá þeim hefur verið á lista- verkamarkaðnum,“ segir Hannes og bendir á að erlendis séu fyrirtæki sem sérhæfi sig í að kaupa listaverk fyrir auðmenn. Starfsfólk þess setji saman söfn fyrir viðskiptavinina og fari á uppboð í þeirra umboði. Kaupendurnir sjái verk- in aldrei, heldur sé þeim komið fyrir í geymslum enda liggi enginn áhugi á myndlist að baki kaup- unum. „Þetta er bara hrein fjárfesting. Verkin eru keypt og eigendurnir vita hvað þetta er og síðan er þetta sett aftur á markað þegar hentar eins og hver önnur hlutabréf.“ Hannes segir að fólk virðist mest fjárfesta í stóru nöfnunum. Verðgildi á upprennandi lista- mönnum sé lítið. „Þeir sem hafa peningana vilja kaupa sinn Van Gogh eða Rembrant ef þeir væru til sölu. Og ef þetta er nútíma- list þá eru það bara stærstu nöfnin og þá er spurningin bara hver er stærstur. Er það Matthew Barney eða Ólafur Elíasson eða einhver ennþá stærri. Nú er ég mjög hrifinn af Gunnlaugi Scheving og nefni hann en ef ég væri bara að fjárfesta þá myndi ég samt sem áður hugsanlega nefna hann. Annað hvort rosalega góð- an Kjarval eða mann eins og Gunnlaug sem framleiddi miklu minna, meira rarítet og situr djúpt í sögunni og er með svona gullfót í listasög- unni.“ Hannes bendir á að þegar fólk kemst í verk stórra meistara þá telji það sig vera með öruggari tryggingu en ja fn - vel ríkis- skulda- bréf. Þótt allt fari á versta veg fer Rembrant úr milljarði niður í ein- hverja Enron-skild- inga. Þannig að eflaust eru menn að kaupa hrísgrjón, Rembranta og gull jöfnum hönd- um núna.“ Sígild myndlist er fjárfesting á gullfæti MP banki og i8 gallerí gerðu nýlega samkomulag sín á milli um lán til kaupa á samtímalistaverkum með það fyrir augum að auka vitund og þekkingu á samtímalist og kynna hana sem fjár- festingarkost. Fréttatíminn fékk þrjá listunnendur til þess að bregða á leik og nefna það mynd- listarfólk sem þeir vildu helst kaupa verk eftir að því gefnu að þeir hefðu tvær milljónir króna til þess að nota í málverkakaup. Val álitsgjafanna er þó ekki bundið við umbjóðendur i8. Júlía Margrét áttaði sig strax á því í hruninu 2008 að myndlist væri eina vitræna fjárfestingin eftir að hún hafði birgt sig upp af helstu lífs- nauðsynjum. Ljósmynd/Gísli Egill Hrafns- son. Ármann Reynisson er annálaður fagurkeri og skreytir heimili sitt ætíð fjölda málverka og skúlptúra. Hann er nýbúinn að breyta til á veggjum heim- ilisins og þar er einmitt að finna verk eftir það listafólk sem hann nefnir hér til sögunnar. Hannes Sigurðsson, forstöðumað- ur Listasafns- ins á Akureyri, myndi setja allan pening- inn og gott betur í Gunn- laug Scheving. Hann segist telja að ef fólk vilji fjárfesta í íslenskri myndlist núna þá muni það leita í eitthvað hefðbundið og eldri málara. Ljósmynd Völ- undur Jónsson. Einstæð móðir, eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Í heimi flöktandi krónu, súrrealísks fasteignamarkaðar og verðlausra hlutabréfa, dularfullra vafninga og skelfilegra afleiðinga afleiða virðist fátt halda verðgildi sinu eða hækka í verði annað en olía og matvæli. Hvorugt er þó hentugt fyrir fjárfesta til þess að ávaxta sitt pund þar sem matur hefur tilhneigingu til að skemmast og það er meiriháttar mál að geyma olíu. Listin er hins vegar í eðli sínu þannig að hún hefur sig yfir vísitölur og önnur álíka leiðindi sem stjórna daglegu lífi fólks. Hún er því jafnan ákjósanlegur fjár- festingarkostur og bankar hafa verið vilj- ugir til þess að lána til listaverkakaupa. Hákarlinn tekinn inn, eftir Gunnlaug Scheving. 30 myndlist Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.