Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 38
Minniháttar kvilli horfinn „Það skiptir í raun engu máli hvaðan barnið er, en það ein- faldar málin mikið séu þau bæði þaðan. Okkur langar að halda tengslunum við landið og líka finnst okkur mikilvægt að þau eigi sama uppruna og þannig meira sameiginlegt. Við teljum það mikinn kost,“ segir hún. „Svo erum við ánægð með ferlið úti og hér heima og viljum ekki breyta því. Við höfum líka tekið Kína inn á heim- ilið. Kína er landið sem er í fjölskyldunni og okkur þykir virkilega vænt um Kína og erum stolt af landi Eysteins Orra og þjóð.“ Ingibjörg og Valdimar vilja ekki segja hvað varð til þess að Eysteinn Orri lenti á lista yfir börn með sérþarfir. „Við merktum við þó nokkur atriði yfir minniháttar sérþarfir og ákváðum að halda því fyrir okkur hverjar þær voru. Kvillinn hrjáir hann ekki í dag og mun ekki hrjá hann. Við erum svo heppin að hann er algjörlega fullkominn og að hér heima hefði hann aldrei flokkast sem barn með sérþarfir,“ segir Ingibjörg. „Foreldrar vita aldrei hvernig barni reiðir af eftir að það fæðist eða hvort eitt- hvað óvænt sé að. Sumt kemur strax fram. Annað seinna. Eins er með ættleidd börn, maður veit aldrei. Ég hafði því ekki áhyggjur af því að hann gæti haft aðra kvilla eða þarfir en nefndir voru í læknaskýrslum og hika ekki eina mínútu að fara sömu leið við ættleiðingu næsta barns.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Eysteinn Orri nýkominn til foreldra sinna í Kína í október í fyrra. Mynd/einkasafn Fyrir utan munaðarleysingjaheimilið í borginni Jinan, þar sem Eysteinn var frá sex mánaða til tveggja og hálfs árs aldurs. Mynd/einkasafn Um ættleiðingar • Um 1.700 börn allt upp í fjórtán ára aldur eru á kínverskum ætt- leiðingarlistum skráð með sérþarfir. Sum þeirra eru fjölfötluð en önnur með minniháttar sérþarfir. • Kolumbía leyfir eins og Kína ætt- leiðingar á börnum með sérþarfir. Ein íslensk umsókn bíður, en engin börn með sérþarfir hafa verið ætt- leidd þaðan og reynslan því engin. • Árið 2009 voru 14 börn ættleidd til landsins og 18 í fyrra. Nú þegar hafa 14 fjölskyldur ættleitt og fjórar sem eru við það að fara út. Ein fór í gær, 10. nóvember, til Kína. Þau fá barnið í hendurnar á mánudaginn. • Íslendingar geta ættleitt frá Kína, Indlandi, Kólumbíu, Makedóníu, Pól- landi, Tékkland og Tógó. • Einhleypir geta ættleitt börn með sérþarfir frá Kína, en einhleypir geta ættleitt frá öllum samstarfslöndum Íslenskrar ættleiðingar ef undan er skilin Makedónía. • Frá upphafi hafa samtals 153 börn verið ættleidd frá Kína. • Árið 2005 voru um 35 börn ættleidd til landsins en árið 2006 aðeins átta. Síðustu þrjú ár hafa hins vegar vel á annan tug verið ættleidd hvert ár. Árið 2009 voru þau fjórtán og átján í fyrra. • Í ár er búið að ganga frá fjórtán ættleiðingum og von er á fjórum börnum í viðbót á árinu. VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kanarí í vetur Síðustu sætin! GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 5 71 46 1 1/ 11 Verð frá 124.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Las Camelias - 21 nótt 29. nóv. - 20. des. Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. * Verð án Vildarpunkta: 134.900 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð 72.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Flugsæti Flug fram og til baka *Verð án Vildarpunkta 82.900 kr. Innifalið: flug og flugvallarskattar 29. nóvember Beint flug með Icelandair Aðeins hjá VITA Úrval gististaða í boði. 38 viðtal Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.