Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Page 48

Fréttatíminn - 11.11.2011, Page 48
N okkur ríki í Evrópu hafa nú þegar við- urkennt að vægðar- laus grimmd felst í því að ala villt dýr við þröngan kost og hafa brugðist við með því að banna loðdýrarækt alfarið. Þessi ríki eru Bretland, Austurríki, Búlgaría, Króatía og Norður-Írland, ásamt fjórum af sambands- ríkjum Þýskalands. Svisslendingar hafa sett svo strangar reglugerðir um loð- dýrarækt að þar hef- ur iðnin alveg lagst af. Sama þróun er á Ítalíu og í Nýja Sjálandi. Þetta er ekki lengur spurning um hvort rétt- lætanlegt sé að rækta villt dýr eins og minka og refi í búrum. Það er óaf- sakanleg, grimmdarleg meðhöndl- un á dýrum. Í nýlegri umræðu fjölmiðla um fyrirhugaða minkarækt danskra loð- dýraræktenda hér á landi var ekki minnst einu orði á siðferðilegt rétt- mæti loðdýraræktar, ekki einu orði á velferð dýra, heldur einungis höfð eftir röksemdafærsla loðdýrabænda og lof þeirra á hinum mikla auði sem þessi fyrirhuguðu loðdýrabú munu færa þjóðinni. Miðað við þá vakn- ingu um dýravelferð sem orðið hef- ur í heiminum í kjölfar aukins verk- smiðjubúskapar spyr maður sig: Af hverju var umfjöllunin svona einsleit hér á landi? Geta hagsmunaaðilar stýrt umræðunni gagnrýnislaust? Eða lifir þjóðin enn í þeirri krútt- legu, en því miður forsendulausu, trú að íslensk dýr hafi það best í heimi? Þróunin í Evrópu er að banna loðdýrarækt. Á sama tíma reynir Invest in Iceland að fá stærstu loð- dýraræktendur heims til að færa iðngrein sína til Íslands, þar sem ræktunin er ódýrari enda reglu- gerðir um velferð dýranna slakari. Þeirra á meðal eru hollenskir loð- dýrabændur enda eiga þeir undir högg að sækja í heimalandi sínu þar sem fulltrúadeild hollenska þingsins er búin að samþykkja lagasetningu sem bannar minkarækt. Sú laga- setning bíður nú samþykkis öld- ungadeildarinnar. Hvert viljum við stefna í þessum málum? Viljum við að Ísland verði eyjan í norðri sem sér um loðdýra- rækt fyrir þau Evrópuríki sem hafa bannað hana? Að hverju gerir það okkur? Viljum við sniðganga siðferði og samkennd fyrir pening? Viljum við stækka iðngreinina þar til hún verður stórt brot af þjóðarfram- leiðslu? Eða viljum við fylgja þeirri siðferðilegu þróun sem á sér stað annarsstaðar í Evrópu og leggja af loðdýrarækt? Við verðum að vakna og móta okkur stefnu í því er varðar velferð dýra. Vissir þú að ...: • Danmörk er með 40 prósent af heimsframleiðslu minkafelda. Næst á eftir koma Kína, Holland, Pólland, Bandaríkin, Kan- ada og Finnland. • ... þrátt fyrir að Danir framleiði mest af loðfeldum í heiminum hafa þeir viðurkennt að alvarleg velferðar- vandamál fylgja slíkri ræktun og að danir lögðu bann við refabúum árið 2009 sem er enn í aðlögunar- ferli? • ... danska sjónvarpsstöðin TV2 kom upp um hræðilega meðferð loðdýra í Danmörku í þætti sín- um Operation X? • ... danska loðdýrasambandið eyddi fleiri tugum milljóna króna í að ráðast á TV2 og Operation X með blaða- og sjónvarpsauglýs- ingum auk þess að kæra þau fyrir blaðamannafélaginu. Danska loð- dýrasambandið tapaði því máli? • ... samkvæmt skoðanakönnun markaðsrannsóknarfyrirtæk- isins Megafon frá 2009 vildi 41 prósent Dana banna loðdýrarækt meðan 36 prósent voru fylgjandi iðnaðnum? • ... til er síða þar í landi sem sýn- ir afstöðu stjórnmálamanna til dýravelferðamála, www.dyre- valg.dk? • ... tveir flokkar í Svíþjóð styðja allsherjarbann við loðdýrarækt? • ... Írar og Ísraelar hafa lagt fram lagafrumvarp um bann við loð- dýrarækt? • ... minkarnir eru sunddýr en á minkabúum hér og víðast hvar lifa þeir alla ævi í búri án aðgangs að sundvatni? • ... á Íslandi eru minkar drepnir með útblæstri frá bensínmótor sem uppfyllir ekki staðla Evrópu- sambandsins um aflífunaraðferð- ir loðdýra? • ... aflífun með útblæstri veldur æsingi og flogi. Síðan tekur við langdregin dauðastund þar sem það tekur langan tíma að kæfa sunddýr því þau geta haldið lengi niðri í sér andanum og þola tölu- vert magn af koltvísýringi og litla súrefnismettun í blóði? • ... loðdýrarækt eykur hættuna á að minkar sleppi út í náttúruna? • ... á Íslandi eru 22 minkabú? • ... þegar aðstæður eru orðnar nógu vistvænar fyrir dýrin er ræktunin hætt að borga sig. Eina lausnin virðist því vera að banna þessa ómannúðlegu ræktun loð- dýra? Íris Ólafsdóttir rafmagnsverkfræðingur og stjórnarmaður í Velbú - félaga- samtökum fólks sem er um- hugað um velferð búfjár. Óafsakanleg, grimmdarleg meðhöndlun á dýrum Loðdýrarækt úthýst Hryllingur við rússneskt loðdýrabú. Ljósmynd/Photobucket.com 1. Veldu tegund og lengd - 90 ÚtFÆRSluR í boði 2. Veldu áklÆði og lit / tau eða leðuR. YFiR 2000 miSmunandi áklÆði og litiR í boði 3. Veldu aRma - 90 tegundiR í boði 4. Veldu FÆtuR - tRé, jáRn, chRome o.Fl. 90tegundirsófa! þér Veldu LYON B BOSTONVERONA PARÍS PISA ASPEN RÍN MILANO OSLO BASEL ASPEN DELUXE ROMA ASPEN BOSTON DELUXE BONN PARÍS PARÍS ASPEN Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð. Patti verslun ehf. er húsgagnaverslun með 20 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins. Engin takmörk á stærð, yfir 90 mismunandi úrfærslur og yfir 2000 tegundir af áklæðum. Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað 20ára REYNS LA gæðií gegn Góð Be tr i S to fa n H Ú S G Ö G N • Arðsemi Landsvirkjunar: Óraunhæfar eða nauðsynlegar kröfur? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar • Samkeppnishæfni í grænu hagkerfi Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs • Vindorka – raunhæfur kostur á Íslandi? Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs • Ný stefna Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs • Spurningar og umræður Árið 2010 markaði Landsvirkjun nýja stefnu sem leggur áherslu á að hámarka arðsemi fyrirtækisins. Á fundinum verða dregin fram áhrif nýrrar stefnu á rekstur fyrirtækisins. HAUSTFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2011 www.landsvirkjun.is Finndu okkur á Facebook Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar Allir velkomnir Skráning á: www.landsvirkjun.is/skraning Fundurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu, þriðjudaginn 15. nóvember, kl. 14-16. Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins. Að klífa fjallið Hvernig getur Landsvirkjun orðið leiðandi fyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa? Helgin 11.-13. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.