Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 24

Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 24
E r nokkuð karlmannlegra en ræktarlegt skegg? Nei, ég hélt ekki! Alskegg er eitthvað sem á að fylgja vetrinum eins og rjúkandi kjötsúpa. Ef þú ert ekki taðskegglingur og með sæmilega rót ætt- irðu að vera byrjaður á því að láta kjammana þykkna. En ekki er sama hvernig að þessu er staðið. Ekki vera gaurinn sem rakar sig alveg eftir kjálkalínunni svo dæmi sé nefnt. Finna þarf góða línu milli háls og höku. Yfirleitt er best að gera snyrtileg skil undir línunni sem myndast rétt fyrir neðan undirhökuna (já, þú ert með undirhöku, ekki reyna blekkja sjálfan þig með það). Og það er líka hinn ávinningurinn af því að safna skeggi; undir- hakan minnkar og jafnvel hverfur ef þú ferð alla leið í jólasveininn. Þegar þeirri sídd er náð þarf svo hvorki að hafa áhyggjur af línunni góðu né undirhökunni. Loðið Ekkert má vaxa saman við skeggið. Gott skegg stendur stakt og stolt. Nema hárið tengist náttúrlega alskegginu með börtunum. Hér er sem sagt einkum verið að vísa til lóarinnar, hárræsknanna, sem myndast á aftanverðum hálsinum en það svæði þarf að snyrta vikulega. Ekki má heldur að tengja bringubrúskinn né augnhárin skegginu. Þrátt fyrir þetta skal varast að gera of skarpar og kassalaga línur. Þetta á að flæða snyrtilega en – „lúsí gúsí“, svo við tölum mannamál. Efri vörin Að vetrarlagi er alskeggið hið klassíska. En, þegar svo ber undir, og menn hafa rótina í ævintýrin eiga þeir náttúrlega að sýna mis- munandi skeggtísku virðingu og ræktar- semi. Svo margar virðulegar skeggútgáfur og vel heppnaðaðar eru til að mönnum endist varla veturinn til að prófa þær allar. Yfirvarar- skegg er ekki bara fyrir „Mottumars“ ef einhver skyldi halda það. Sá sem stendur í þeirri meiningu að yfirvararskegg sé hallærislegt ætti að velta því fyrir sér hvort hann sé í rétta félagsskapunum? Svölustu menn allra tíma hafa skartað yfirvararskeggi. Nægir þar að nefna Burt Reynolds, Tom Selleck og Sam „ef þú þekkir hann ekki skaltu bara taka upp rakhnífinn strax“ Elliot. En, eins og með allt skegg þarf að leggja góðan grunn. Ekki bara byrja á því safna yfirvararskeggi. Þetta er það sem komið hefur óorði á efri vörina; menn gangandi um með rytjulegt strýið á efri vör en nauðrakaðir að öðru leyti og takandi loftbyssur frá mjöðminni. Nei, hér gildir að byrja á að safna alskeggi. Þegar það er orðið þykkt má bregða hnífnum á kjamma en skilja hökuna og efri vörina eftir. En það þarf að aðskilja þetta tvennt. Því annars sitja menn uppi með rútubílstjórakleinuhring. Sem er ekki flokkur. Í þessu ferli ber að varast eitt alveg sérstaklega og það er „Foo man chu“-skeggið en það er þegar yfir- vararskeggið nær of langt niður á hökuna. Rétt áður en flott yfirvararskegg næst fram, með hæfilegri og jafnri sídd hára, má svo húrra sér í það sem ég kalla „Skerfarann“. Þá er að taka hökuskeggið en skilja eftir yfir efri vörinni og lítið svæði undir þeirri neðri. Með skerfarann undir nefinu er fullkomlega óhætt að taka eina og eina loftbyssu. Snyrting Það þarf að halda skegginu við og best er að halda til rakara einu sinni í viku. Sé þess ekki kostur er um að gera að fjárfesta í góðum skegg- snyrti. Til eru margar týpur svo vanda þarf valið. Við viljum engar rúningsklippur heldur einfaldan en kraftmikinn snyrti. Mismunandi áhöld fylgja mismunandi græjum. Sumum týpum fylgir fjöldi aukahluta til að halda síddinni réttri en öðrum aðeins einn. Ekki þarf að búast við að eyða undir tíu þúsund kalli í góðan skeggsnyrti. Nett skæri eru líka nauðsynleg þegar kemur að því að snyrta súpusigtið sem og eitt og eitt hár sem eiga það til að vaxa hraðar hin. Talandi um súpusigtið þá er mikilvægast að það sé vel snyrt. Ekki láta yfir- vararskeggið lufsast rytjulega yfir munninn. Öllu þessu þarf vitaskuld að halda þessu hreinu. Algengt er að undan skeggi klæi svolítið svona rétt eins og góðri lopapeysu. Þá þarf bara að skola með volgu vatni og nudda og raspa vel með fingrunum. Flestir nota svo sjampóið í skeggið til að halda því vellyktandi. Þó þola það ekki allir. Þeir hörð- ustu nota ekki hreinsiefni og skrúbba bara með vatninu. Millileið væri verið sú að fá sér gamla góða barnasjampóið. Ekki Þær eru nokkar skeggtýpur sem venjulegir menn ættu hreinlega að varast. Ekki vera með geithafursskegg nema þú sért í rokkhljómsveit og þurfir að halda uppi ákveðinni tegund af „kúli“ því hárið er farið að þynnast. Sama gildir um að láta vaxa bara undir neðri vörinni. Áðurnefnt „Foo man chu“ er líka nokkuð sem flestir bera ekki. Rútubílstjórakleinuhring ættu bara rútubíl- stjórar og stöku íslenskukennari að leyfa sér. Ekki kantskera of skarpt því ef skeggið er kassalaga eru menn komnir í vandræði. Það er þó með þessar reglur eins og aðrar að þeir sem eru nógu miklir spaðar til þess að halda svalheitunum sama á hverju gengur geta leyft sér nokkurn veginn hvað sem er. En það á við um fæsta. Aumur er skegglaus maður Fátt ef nokkuð er eins karlmannlegt og ræktarlegt skegg. En fráleitt væri að ætla að sama sé hvernig að því er staðið að koma sér upp slíku. Haraldur Jónasson fer yfir nokkur grundvallaratriði en hann lumar á nokkrum ásum í erminni þegar leyndardómar og undirstöðuatriði er varða skeggtísku eru annars vegar. Teikningar/Hari Hökuskegg Rútubílstjórakleinuhringur Yfirvaraskegg Kótelettur Gamli Kenny Foo Man Chu Össurinn Skerfarinn Skeggsnyrtirinn má aldrei vera langt undan sem og yfirvaraskeggskærin. Fyrir þá sem eru með viðkvæma húð getur verið gott að grípa í gamla góða barnasjampóið. Réttu verkfærin Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Jólavörurnar komnar 15% afsláttur föstudag & laugardag Íslensk rúmföt Jólasveinadúkar Jólasvuntur Jólatrésdúkar 24 skegg Helgin 11.-13. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.