Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 82

Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 82
82 dægurmál Helgin 11.-13. nóvember 2011  Tíska NærfatasýNiNg Victoria secret´s 300 milljóna króna brjóstahaldari Magnús Scheving gestadómari Búast má við því að Magnús scheving bjóði upp á handstöðu og heljarstökk í þættinum á morgun. Nordic Photos/Getty Images Í þróttaálfurinn og athafna-maðurinn Magnús Scheving verður gestadómari í öðrum undanúrslitaþætti Dans dans dans á RÚV á morgun. Magnús fetar þar í fótspor leikarans og leikstjórans Baltasars Kormáks sem var gesta- dómari í fyrsta þættinum. Magnús var á sínum yngri árum með betri þolfimiköppum í Evrópu og vann meðal annars til tveggja Evrópu- meistatatitla á því sviði árin 1994 og 1995. Búast má við Magnús taki nokkur spor í þættinum en Baltasar gerði sér lítið fyrir í síðasta þætti og dansaði tangó við dómarann og heimsmeistarann Karenu Björk Björgvinsdóttur. Auk þess mun Haffi Haff og Galaxies frumflytja nýtt lag í þættinum. Alls munu sex atriði keppa í þætt- inum á morgun um tvö laus sæti í úrslitum. Meðal dansa sem boðið verður upp á er klassískur ballett og nútímaballett, götudans, djass og rúmba. -óhþ Candic swanepoel, frá Suður- Afríku, er ein eftirsóttasta fyrirsæta heims og skal engan undra. Nordic Photos/Getty Images o furfyrirsætur gengu fram og aftur um sýn-ingarpallinn á árlegri undirfatasýningu tísku-fatarisans Victoria Secret’s í New York á mið- vikudaginn. Eins og sjá má á myndunum reyndist sjón sögu ríkari. Eins og venjulega var fatnaður sýningarinnar í önd- vegi en mesta athygli vakti 2,5 milljón dollara brjósta- haldari skreyttur Swarowski-demöntum sem hin íðil- fagra Miranda Kerr klæddist. Ástralska þokkadísin Miranda kerr bar 300 milljóna króna brjóstahaldarann af miklum þokka en mikill heiður þykir að klæðast ofurfatnaði hvers árs sem er nær undantekningalaust demantaskreyttur brjóstahaldari í ýmsum útfærslum. Nordic Photos/Getty Images Önnur Brasilíubomba, Izabel Goulart, tók sig sérlega vel út sem létt- klædd hefðarmær. Nordic Photos/Getty Images Hin brasilíska adriana Lima þykir vera með fegurstu ofurfyrirsætum heims og er fastagestur á þessari tískusýningu. Nordic Photos/Getty Images    •  •   •  •  •  •      

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.