Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 28
Eftir tólf ár í Danmörku fannst mér tími til kominn að snúa aftur til Noregs sem ég lít á sem mitt annað heimaland í dag. Enda orðinn norskur ríkisborgari fyrir löngu.“ Og þú ert enn í byggingabrans- anum? „Já. Í dag rek ég, ásamt öðrum, byggingafyrirtækið Nordanmenn AS. Við höfum unnið í Noregi með góðum árangri.“ Nakinn á sviði Hérna í Noregi er nóg að gera fyrir vandvirka reynslumikla alvöru iðnaðamenn en við komum aftur af tónlistarferli Halldórs sem hvarf um tíma af sviðinu sem popp- stjarna. Eftir Tempó heyrði maður lítið af Dóra í tónlistargeiranum þar til hann allt í einu dúkkaði upp í Þremur á palli? „Mikið rétt. En ég var reyndar oft í því að leysa menn af í hinum og þessum hljómsveitum. Ég kom til dæmis oft inn fyrir Vilhjálm Vilhjálmsson, með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem og hljómsveit Ólafs Gauks þegar Vil- hjálmur var að fljúga. Einnig hopp- aði ég oft inn í gleðibandið Hauka fyrir Villa stórsöngvara. Blessuð sé minning þess einstaka manns og söngvara. Ég var þannig við- loðandi rokkið, poppið og allt hitt töluvert lengi eftir Tempó. Eitt það allra skemmtilegasta sem ég gerði í tónlistinni var þó að spila í „Þrjú á palli“. Bæði var að Edda og Tróels eru alveg einstaklega skemmtilegir og góðir félagar og svo það að vinna með Jónasi Árnasyni sem var eins og að ganga í háskóla. Einstakur karakter karlinn. Svo er mikill kraftur í þessari írsku tónlist sem við fluttum. Þjóðlagatónlistin og sjómannalögin eiga sérstaklega vel við mig.“ En ég get ekki sleppt þér við tón- listina án þess að minnast á Halldór Kristinsson óperusöngvara. Ég veit að þú fórst með stór hlutverk í nokkr- um óperettum? Og svo ert þú fyrsti karlmaður sem komst fram nakinn á sviði á Íslandi.Nú hlær Dóri hátt. „Jú. Það var í poppóperunni Hárinu. Þetta var einstaklega skemmtilegt tímabil líka. Þannig var að móðurbróðir minn, Theodór Halldórsson formaður Leikfélags Kópavogs, hafði séð mig leika og syngja. Hann bað mig að leika eitt aðalhlutverkið í Hárinu sem sett var upp af leikfélagi Kópavogs með Brynju Benediktsdóttur sem leik- stjóra. Hárið var mjög umdeilt enda var þetta í fyrsta skipti sem íslensk- ir leikarar komu kviknaktir fram á sviði. Mörgum ofbauð þetta og fordæmdu verkið. En íslenska upp- færslan á Hárinu fékk mjög góða dóma hjá öllum gagnrýnendum. Bæði íslenskum og erlendum. Það urðu, að mig minnir, 90 sýningar á þessu verki sem er til marks um hversu vinsælt þetta var.“ Og svo lékstu aðalhlutverkið í Oklahoma í Þjóðleikúsinu? „Það er líka rétt og kom til vegna Hársins. Dania Krupska, amerísk- ur leikstjóri sem stýrði Oklohoma, sá uppfærsluna á Hárinu. Það varð til þess að hún valdi Dóra karlinn í aðalhlutverkið. Þessi sýning heppn- aðist mjög vel líka og ég fékk góða dóma fyrir leikinn. Ólafur Jónsson heitinn, sá frægi listgagnrýnandi Vísis, skrifaði um mig: „Loksins er kominn efnilegur leikari fram í Þjóðleikhúsinu.“ Ég var ekkert óánægður með þetta.“ Með Ingólfi í Útsýn Svo komstu við í Pólífonkórnum líka. Segðu okkur aðeins af því og kynnum þínum af Ingólfi Guðbrands- syni? „Þetta byrjaði nú þannig að ég var fyrsti karlmaðurinn sem var ... það að vinna með Jónasi Árnasyni sem var eins og að ganga í háskóla. Einstakur karakter karlinn. MATSEÐILL LEIKHÚS- Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Fo r r é t t u r Aða l r é t t i r Laxatvenna – reyktur og grafinn lax Bleikja & humar með hollandaise sósu E f t i r r é t t u r Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr. Jack Daniel’s súkkulaðikaka Djúpsteiktur ís og súkkulaði- hjúpuð jarðarber Brasserað fennell, kartöflu- stappa og ostrusveppir eða... Grillað Lambafille Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu F A B R I K A N HVÍTAR keRTAlukTiR fRá 825 kR. JólATRé fRá 195 kR. ilmkeRTi 3 sAmAn á 990 kR. VAsAR fRá 765 kR. lAGeR sAlAn HúsGöGn oG smáVARA fRá Tekk-compAny HAbiTAT o.fl. 50 80 70% 70% 50% 70% Til Kauptúni 3 (við hliðina á Habitat) opið virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-17 Hyas intu r kryd d jur tir jolas tjor nur 70% poTTAR f. blóm eðA kRyddJuRTiR fRá 570 kR. 28 viðtal Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.