Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 58
 Evran er vissulega einstök en þó fráleitt fyrsti gjaldmiðillinn sem ríki deila með sér. Á ofanverðri nítjándu öld sameinuðust Danir, Norðmenn og Svíar í skandinav- íska myntbandalaginu og Frakkland, Sviss, Ítalía og Belgía í því latneska. Stutt er síðan sú almenna skipan komst á að ríki gefi út sinn eigin gjaldmiðil. Raunar má segja að heimsbyggðin öll hafi um skeið brúkað sama gjaldmiðilinn: Gull, sem virði allra gjaldmiðla var reiknað út frá. Silfur þar á undan. Það var ekki fyrr en með falli Bretton Woods gjaldmiðlakerfisins árið 1971 að gjaldmiðlum þjóðríkja var fleytt á opnum markaði. Nú er einnig kominn fram vísir að myntbandalögum í Asíu og rómönsku Ameríku. Á vissan hátt mynda Bandaríkin líka einskonar myntbandalag enda hafa ríki þess töluverða sjálfstjórn í ríkisfjármálum. Himinn og haf er á milli efnahagsaðstæðna í Kentucky og Kalí- forníu. Samt efast enginn um að dollarinn henti báðum. -eb Heimsgjaldmiðlar og myntbandalög 58 heimurinn Helgin 11.-13. nóvember 2011  Grikkland Ótti við keðjuverkun Þegar leit stóð yfir að heppilegu nafni fyrir nýjan sameiginlegan gjaldmiðil Evr- ópuríkja héldu Grikkir nafni drökmunnar (gr. drachma) mjög á loft en gríska drakman er elsti gjaldmiðill heims sem enn var í notkun. Heimildir um drökmuna ná aftur um tvö þúsund ár. Á endanum var ákveðið að kalla gjaldmiðilinn evru. Margir halda því fram að efnahags- vandræði Grikkja stafi einkum af upptöku evrunnar sem Grikkir klófestu með því að falsa efnahagsreikninginn. Án þess að það breyti efnisatriðum á nokkurn hátt má ætla að sú röksemd hefði svolítið annan hljóm ef hinn sameiginlegi gjald- miðlill héti drakma. -eb Drakma er elsti gjaldmiðillinn Greiðsluþrot gríska ríkisins (eða þess ít­ alska) hefði alvarleg­ ar afleiðingar fyrir fólkið í landinu ef ekkert yrði að gert. Enginn leiðarvísir er til en gera má ráð fyrir að bankar loki dyrum sínum í óhjá­ kvæmilegu áhlaupi og skortur verði í verslunum. Fyrir­ tæki fari á hausinn, verðbólga rjúki upp úr öllu valdi og lánamarkaðir lokist. Ríkir flýi með eigur sínar úr landi á meðan millistéttin leggi niður vinnu og sameinist mótmælendum á götum úti. Þá er stutt í að ráðamenn verði reknir úr landi og herinn jafnvel kallaður til að skakka leikinn. Þetta er þróun sem enginn vill sá hvar endar. Ástæða alþjóðlegrar örvæntingar yfir því að Grikkir (eða Ítalir) hætti að greiða af ofvöxnum skuldum sínum er þó ekki tilkomin af einskærri umhyggju fyrir afdrifum grísks (eða ítalsks) almennings. Heldur óttast menn keðjuverkun gjaldþrota fjármálastofnanna. Einkum á Ítalíu, Spáni og í Portúgal. Svo falli Frakkland, Bretland og sjálf Bandaríkin. En þessi ríki eru óhemju skuldsett. Samningurinn sem George Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, ætlaði að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hann hætti við og hrökklaðist frá völdum, kveður á um helmings eftirgjöf á skuldum Grikkja við erlend fjármála­ fyrirtæki. Grikkir fá svo 111 milljarða evra að láni til að lappa upp á efnahaginn. Gegn djúpristum niðurskurði rík­ isútgjalda. Angela Merkel og Nicolas Sarkosy sögðu málið snúast um veru landsins á evrusvæðinu. En hvernig færu Grikkir yfir höfuð að því að yfirgefa evruna? Einfaldast væri að innleiða nýja drökmu og ákveða skipti­ gengi við evruna. Flytja svo innistæður og skuldir yfir um leið og nýjum seðlum og mynt væri dreift. Til að koma í veg fyrir gengishrun þyrfti svo að setja ansi sver gjaldeyrishöft. Óvíst er að erlendir lánadrottnar sætti sig við slíkan hreppa­ flutning en í svipinn sýnist sem gríska ríkið geti í raun ráðið örlögum þeirra – því engin veð eru fyrir ríkisskuldum. Og því að engu að ganga. Kostnaðurinn við gjaldmiðils­ skiptin yrði vissulega gríðarlegur fyrir grískan almenning en um leið yrði hagkerfið samkeppnishæfara. Dómínóáhrif greiðslu- þrots Grikkja  Fjármálakrísan Hlykkjast um evrusvæðið heimurinn dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu­ maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is Gallinn í gangverki evrunnar Líkur eru á að Evrópusambandið skiptist upp í innri kjarna evruríkja með auknum fjármála- legum samruna og svo í ytra lag þeirra aðildarríkja sem áfram munu brúka eigin gjaldmiðil. Allar götur frá því að gullfóturinn molnaði í sundur í upp- hafi áttunda áratugarins hafa Evrópu- ríki unnið að kerfisbund- inni peninga- legri sam- þættingu, sem varð semsé með innleiðingu evrunnar árið 1999. H vað sem öðru líður sýnir yfirstand­andi fjármálakrísa að efnahags­kerfi veraldarinnar er samofið í þéttriðnu neti. En umfjöllunin um hana er hins vegar ansi einæðisleg (e. monomanic). Fókus hamfarapressunnar æðir frá einum stað til annars. Á kostnað heildrænnar yfirsýnar. Í síðustu viku voru allra augu á Grikklandi sem rambað hefur á bjargbrún efnahagslegs hyldýpis. Þegar valdataum­ arnir runnu loksins úr höndum Papandreús fluttist athyglin yfir á Ítalíu. Vaxtakrafan á ítölsk verðbréf rauk skyndilega upp úr öllu valdi svo sjálfur Silvio Berlusconi lá óvígur eftir. Áður hefur krísuvagninn hlykkjast um bandarísku undirmálslánin, íslenska bankahrunið og hringað sig utan um feysk­ ar stoðir írsks fjármálalífs. Hnífurinn í kúnni Öfugt við hvað ætla mætti af umræðunni var evran engin skyndihugdetta. Inn­ leiðing hennar undir aldamótin var enda­ hnykkurinn á langvarandi undirbúningi. Hægfara þróun innri markaðarins þrýsti smám saman á um peningalegan samruna. Fjöldi gjaldmiðla á sama markaði skapar nefnilega viðskiptahindrun. Mikið fé tapast til að mynda í viðskiptum yfir mæri gjald­ miðla. Sameiginlegur gjaldmiðill marg­ faldar hins vegar viðskipti milli landanna. En jafnvel þó svo að hagkerfi evruríkjanna standi að jafnaði sterkar en margra sam­ keppnissvæða, svo sem Bandaríkjanna, Bretlands og Japans er samt sem áður fremur spurt um afdrif evru en dollars, pundsins og jens. Frjámálakrísan hefur enda opinberað galla í gangverki evrunnar sem raunar var þekktur frá upphafi. Fyrir utan skilyrðin í stöðugleikasátt­ málanum svokallaða, sem skuldbindur evruríkin til að gæta nokkurs aðhalds í ríkisfjármálum, er fjármálastjórn áfram að mestu í höndum aðildaríkjanna sjálfra á meðan peningamálum er nú stýrt af seðla­ banka Evrópu í Frankfurt. Þessi sundur­ skil á milli fjármálastjórnunar og pen­ ingamálastjórnunar framkallar alvarleg samstillingarvandamál sem nú blasa við. Evrusvæðið skortir augljóslega tæki til að geta tekist á við vandamálin í Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Portúgal og á Spáni. Sem eru jú sjálfstæð og fullvalda ríki. Það er hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Tveggja laga samband Allar götur frá því að gullfóturinn molnaði í sundur í upphafi áttunda áratugarins hafa Evrópuríki unnið að kerfisbundinni peningalegri samþættingu, sem varð semsé með innleiðingu evrunnar árið 1999. En nú eru evruríkin í örvæntingar­ fullri leit að meðali sem dugir til að fleyta þeim í gegnum kreppuna. Tvennt liggur nokkuð ljóst fyrir. Fyrirkomulag og stjórn­ un evrunnar verður ekki eins og áður. Takast þarf á við samstillingarvandann þegar um hægist. Jafnljóst er að evruríkin sautján munu ekki heldur hverfa aftur fyrir aldamót og taka upp gömlu gjald­ miðlanna á nýjan leik. Það væri óhemju dýrt og áhættusamt. Og í raun engin lausn. Fjöldi sjálfstæðra gjaldmiðla á sam­ ræmdum markaði hefur alveg sama galla nú og áður. Umræðan um það hvort aðildarríkin þurfi öll að undirgangast nákvæmlega sama regluverk eða hvort þau megi velja af hlaðborði stefnumála hefur fylgt Evrópu­ samrunanum frá upphafi. Þrátt fyrir allra handa undanþágur, sérlausnir og svæðis­ bundnar kenjar hefur Evrópusambandið ennþá, að nafninu til, reynt að halda í kröfuna um einsleitt bandalag. Nú má hins vegar gera ráð fyrir að Evrópusam­ bandið þróist yfir í að verða tveggja laga (e. two tier integration). Krafan um aukna samstillingu í fjármálum evruríkjanna mun vafalítið herða á samrunaþróuninni á evrusvæðinu. Að sama skapi er ljóst að sumum þeirra sem standa utan evrusvæð­ isins mun ekki þykja það fýsilegur kostur í bráð. Evran veitir vissulega veigamikið skjól en um leið takmarkar hún möguleika ríkisstjórna á að bregðast við áföllum. Aðildarríki Evrópusambandsins munu því þurfa að velja hvorum megin hryggjar þau verði: Í innri eða ytri kjarna Evrópusam­ starfsins. Sjálfur Silvio Berlusconi lá óvígur eftir að vaxtarkrafa á ítölsk verð- bréf rauk upp úr öllu valdi. HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Velkomin á Bifröst www.bifrost.is Nýir tímar í fallegu umhverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.