Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 46
Í vikunni var því slegið upp að ríkissaksókn- ari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vilji herða eftir- lit með símahlerunum lögreglunnar. Þetta eru allnokkur tíðindi, sérstaklega þar sem þessu eftirliti hefur alls ekki verið sinnt um langa hríð. Ekki er annað að skilja ríkissak- sóknari ætli nú ekki aðeins að fara að sinna þessari lögboðnu skyldu sinni, heldur bæta um betur og fá heimild til að hafa eftirlitið markvissara en gert er ráð fyrir í lögunum, sem embættið hefur hingað til ekki farið eftir. Sú hlið er lesendum Frétta- tímans vel kunnug. Fyrir rétt- um átta mánuðum birtist frétta- skýring í blaðinu þar sem kom einmitt fram að enginn hefur eftirlit með því að lögreglu- stjórar sinni þeirri skyldu að upplýsa einstaklinga að lok- inni rannsókn, um að þeir hafi verið beittir símahlerunum eða fylgst með þeim á annan hátt, til dæmis með eftirfararbúnaði. Valtýr Sigurðsson, þá- verandi ríkissaksóknari, sagði í samtali við blaðið að embættið sinnti ekki þessu eftirliti vegna skorts á fjármagni og mannskap. Sagði hann að innanríkisráðuneytinu hefði ítrekað verið greint frá þeirri stöðu. Afgerandi orð Valtýs í Fréttatímanum voru mjög merkileg því í byrjun þessa ár voru að- eins rúm tvö ár liðin frá því ný lög gengu í gildi þar sem ríkissaksóknara var falið eftir- litshlutverk með símahlerunum lögreglunnar og öðrum rannsóknaraðgerðum sem skerða friðhelgi fólks. Verkefnið fékk embættið vegna þess að réttarfarsnefnd, sem endur- skoðaði lögin um meðferð sakamála, taldi „verulegan misbrest“ hafa orðið á því að lög- reglustjórar sinntu þeirri skyldu að upplýsa einstaklinga, að lokinni rannsókn, um að þeir hefðu verið beittir símahlerunum. Aðkoma ríkissaksóknara átti að „tryggja að tilkynn- ingarskyldan verði virt í framtíðinni“ eins og það var orðað í athugasemdum réttarfars- nefndarinnar. Sú reyndist hreint ekki raunin. Ástæðan fyrir því að Fréttatíminn hóf á þessum tíma skoðun á eftirliti með óhefð- bundnum rannsóknaraðgerðum lögreglunn- ar, voru hugmyndir Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um það sem hann kallaði rýmkaðar rannsóknarheimildir en gekk áður undir nafninu forvirkar rannsóknarheimildir. Okkur á Fréttatímanum þótti tilhlýðilegt að spyrja áður en lengra yrði haldið: Hvernig umgengst lögreglan þær heimildir sem hún hafði þá þegar? Heldur lítið varð um svör. Eftirlitið með framkvæmdi þeirra reyndist vera núll. Ýmsir hafa um árabil gagnrýnt lausatök stjórnvalda á þessum málaflokki. Þar á með- al sá sem hér skrifar. Breytingar réttarfars- nefndar á lögum um meðferð sakamála staðfesti að sú gagnrýni var réttmæt. Laga- breytingin varð hins vegar ekki til þess að ástandið lagaðist hætishót. Áfram máttu þeir sem voru hleraðir, eða fylgst með á annan hátt sem skerti friðhelgi þeirra, búa við rétt- aróvissu því lögboðnu eftirliti með rannsókn- araðferðunum var ekki sinnt. Það er mikið fagnaðarefni að nú eigi loks að koma skikki á þessi mál. En það er umhugs- unarefni af hverju loks nú er komin hreyfing á málið? Í því samhengi er bráðnauðsynlegt að hafa í huga að þeir sem hafa oftast verið hleraðir á þessu ári eru af allt öðru sauðahúsi en þeir sem hafa verið hleraðir hingað til. Áður voru þetta svo til undantekningarlaust meintir fíkniefnasalar. Nú er legið á línunni hjá fjársýslumönnum sem sérstakur saksókn- ari hefur til rannsóknar. Fáir gáfu sig fram til að verja réttaröryggi meintra dópsala en nú eru breyttir tímar og fleiri tilbúnir að stíga fram og gæta hags- muna þeirra sem eru hleraðir. Þeir sem ákafast berjast fyrir rýmkuðum rannsóknarheimildum lögreglunnar geta dregið sinn lærdóm af þessu. Sagan hefur sýnt okkur aftur og aftur að frjálsleg með- höndlun heimilda stjórnvalda til að fylgjast með fólki smitast milli málaflokka eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Þessar heimildir eiga því ekki að vera rúmar heldur þröngar. Eftirlit með símhlerunum Legið á línunni hjá nýjum mönnum Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Í Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. H ugverkaiðnaður (tækni-, þjónustu- og iðngreinar) er sá vettvangur þar sem flestar þjóðir telja helsta vaxtarbrodd verða næsta áratuginn. Sér- staklega er iðnaðurinn mikilvægur fyrir Ísland enda hefur atvinnugreinin næst- um ótakmarkaða vaxtarmöguleika öfugt við aðrar útflutningsgreinar okkar sem byggja á takmörkuðum auðlindum. Þessi vaxtarsproti byggir hins vegar á hugviti fólks sem nær með frjórri hugsun, góðri hönnun, tækniþekkingu, afburða menntun og ímyndunarafli að skapa mikil verðmæti og bæta þannig arðsemi fyrirtækja, auka útflutningstekjur og fjölga vel launuðum störfum sem eru eftirsótt meðal ungs fólks. Tískuföt og tölvuleikir Gott dæmi um vaxtarmöguleika þessa geira er að finna hjá íslenskum útflytjendum tískufatnaðar. Árið 1999 voru verðmæti útflutnings í fatnaði (að mestu ullar- vörur) um 300 milljónir króna. Í dag eru verðmæti útflutnings fyrirtækja eins og KronKron, 66North, Cintamani, Farmers Market og fleiri um 3.1 milljarður króna eða tífalt meiri en fyrir rúmum tíu árum. Danir flytja út tískufatnað fyrir 527 milljarða króna á ári en um er að ræða fjórða stærsta útflutningsiðnað Dana. Ef við Íslendingar myndum vilja vera á pari við Dani miðað við höfðatölu, ættum við að flytja út tíu sinnum meira eða fyrir sem nemur 30 milljörðum króna. Þann- ig má ljóst vera að umtalsverð sóknarfæri eru til staðar. Annar vaxtarsproti er leikjaiðnaðurinn á Íslandi. Fyrir tíu árum var sá geiri varla starfandi hér á landi en í dag teljast til þess geira um tíu fyrirtæki á mismunandi vaxtarstigi. Þessi fyrirtæki velta um 8-9 milljörðum króna og skapa nærri 500 störf. Þær forsendur sem liggja að baki áframhaldandi efl- ingu þessara fyrirtækja er öryggi í rekstrarumhverfi, afnám gjaldeyrishafta, lágur vaxtakostnaður, gott að- gengi að mörkuðum, og nægilegt framboð af starfsfólki með iðn- og tæknimenntun. Áherslur stjórnvalda eiga að gera þessum fyrirtækjum kleift að vaxa hér á landi en í gegnum þau ætlum við að skapa sjálfbæran hagvöxt framtíðarinnar. Til þessara fyrir- tækja ætlum við að sækja störfin fyrir unga fólkið og verðmætin til útflutnings. Heimatilbúin vandamál Án stefnubreytingar í íslensku efnahagslífi munum við hins vegar eiga í erfiðleikum með að halda þessum fyrirtækjum hér á landi. Gjaldeyrishöft skapa vandræði í al- þjóðlegum rekstri og án hafta má búast við miklum sveiflum krónunnar sem skapar óöryggi í rekstri. Þá þurfa fyrirtækin aðgengi að fjármagni á góðum vaxtakjör- um og því er vaxtastig íslenskrar krónu þeim þungt. Opnun erlendra markaða og afnám tollmúra er mikil- vægt. En mestu skiptir þó öryggi í rekstrarumhverfi til lengri tíma. Áætlanir verða að geta byggt á traustum forsendum til framtíðar. Mikilvægasta atvinnumálið á Ísland er þannig að skapa umhverfi fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði svo þau geti eflst á Íslandi. Vandamál okkar eru heimatilbú- in og án breytinga eigum við á hættu á að missa okkur bestu fyrirtæki úr landi. Við stöndum á nokkrum tímamótum. Ef við viljum halda núverandi lífskjörum er um tvær leiðir að velja. Annars vegar að keppa við láglaunasvæði í frumframleiðslu og hefðbundnum lágtækniiðnaði eða fylgja fordæmi þeirra þjóða sem mestum árangri hafa náð með áherslu á stöðug starfs- skilyrði, stöðuga mynt og aukinni áherslu á hátækni- iðnað, menntun og rannsóknir. Ísland á að vera hluti af alþjóðlegu, opnu og heilbrigðu viðskiptaumhverfi sem tryggir gott rekstrarumhverfi fyrir okkar verðmætustu fyrirtæki. Þess vegna hafa jafnaðarmenn barist fyrir umsókn að ESB sem gefur þessum fyrirtækjum raun- verulega möguleika til framtíðar. Hugverkaiðnaðurinn Missum við bestu fyrirtækin úr landi? Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar- innar Veitingahús SuZushii Stjörnutorgi Cafe Paris Íslenska Hamborgarafabrikkan Veitingastaðurinn Fiskimarkaðurinn ehf Karma Keflavík ehf Grófinni 8 Kringlunni 4-12 Austurstræti 14 Aðalstræti 12 4 ummæli 4 ummæli 22 ummæli 8 ummæli 8 ummæli 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 45 Topplistinn Fært til bókar Skaðleg karlmennska? Egill Einarsson íþróttafræðingur er ekki allra – og raunar er alls ekki víst að menn átti sig á hver Egill er nema auknefni hans fylgi, það er Gillz, Gillzenegger, Störe, Stóri G, Big G, Þykki og G-Man. Karl- mennskuhugmyndir hans eru líklegar til að stuðla að skaðlegri karlmennsku og vinna gegn þróun í jafnréttisátt segir í niðurstöðu nýrrar rannsóknar á bókinni Mannasiðir Gillz sem nefnist Skaðleg karl- mennska? Höfundarnir, Ásta Jóhanns- dóttir mannfræðingur og doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, meistara- nemi í kynjafræðum við Háskóla Íslands og kennari, segja einkenni karlmennsku- hugmynda Egils vera mikla áherslu á útlit og umhirðu líkamans, sem hingað til hefur talist kvenleg í hefðbundnum skilningi. Til að vega á móti því kvenlega er ofuráhersla lögð á fjölda kynferðis- legra sigra, stjórnun líkama og tilfinninga og undirskipun annarra samfélagshópa, segir meðal annars í frásögn Smugunnar um málið. „Innan karlmennsku orðræðu Egils rúmast ekki virðing, ást, umhyggja og samskipti á jafningjagrundvelli,“ segir þar en í rannsókninni var reynt að fanga þá karlmennskuhugmynd sem Egill Ein- arsson heldur á loft og skoða hana í ljósi fræðilegra kenninga um karlmennsku og valdatengsl í samfélaginu. „Ég hef,“ segir Kristín Anna, „heldur ekki fengið svar við því hvað er svona fyndið við þennan brandara. Hann er 10 ára gamall og Egill segir hann aftur og aftur: femínistar eru loðnar, feitir karlar eru ekki alvöru karlar, karlar sem sýna tilfinningar eru kellingar.“ 46 viðhorf Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.