Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 64

Fréttatíminn - 11.11.2011, Side 64
Masseria del Fauno Sangiovese 2010 Puglia, Ítalía 12,5% 1.391 krónur Létt og ávaxtaríkt vín sem hentar vel með margaritu og öðrum einföldum einföldum pizzum þar sem álegg er ekki yfir­ gnæfandi eða ráðandi. Tannínríkt en mikil sýra og ávöxtur vega þar á móti. Ódýr og góður kostur með hvers­ dags pizz unni. Villa Puccini Vino Nobile di Montepulciano 2006 Ítalía 13,5% 2.196 krónur Ferskt með berjakeimi en þó ekki of létt. Þó nokkuð tannín og góð sýra. Ekta fínt með kjötpizzum og pepperoni­ pizzum með miklum osti. Steinliggur á megaviku. Banfi Chianti 2009 Toscana, Ítalía 12,5% 1.899 krónur Ferskt, milt og ljúft með eilítið krydduðum jarðartónum og berjum, fágað. Best með einfaldari pizzum eins og til dæmis með ferskri tómatsósu, fitulitlum ferskum mozarella og basil. 64 matur Helgin 11.­13. nóvember 2011  Rauðvín Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson Þrjú góð rauðvín með pizzunni Pizza fer býsna nálægt því að teljast hinn fullkomni matur með rauðvíni. Auðvitað fer það eftir álegginu hvaða vín skal velja en í grunninn er pizzan hvítt brauð, fersk tómatsósa og fituríkur ostur. Ágætt er að nota það til viðmiðunar við val á víni. Ítalir eru eðli málsins samkvæmt bestir í „pizzavínum“ og hér eru þrjú slík sem klikka ekki. ítalskir ostar 5. Taleggio Rjómabættur rauðkíttsostur frá Lombardí, sama héraði og Gorgonzola. Enda er þetta hérað mikið kúasvæði. Frábær til að bræða á lúxusborgara en er samt bestur með perubita og sterku bragðmiklu hun­ angi eins og skógarhunangi. Eins draga tómatar fram bragðið af Taleggio. O stur er ekki bara ostur á ítalíu. Þeir eru líkari trúarbrögðum en matvælafram-leiðslu. Þar heita ostarnir nöfnum eins og Mozzarella di Bufala Campana, Ricotta moliterna og Grana Padano svo eitthvað sé nefnt. Þeir hafa sjálfsagt aldrei heyrt talað um Skólaost frá Mjólkursamsölunni. Strangar reglur gilda líka um ostana og það má ekki hver sem er byrja að framleiða þá. Þú verður að vera í rétta hér- aðinu að gera réttu hlutina með réttu dýrunum á rétta fæðinu. Hágæða Parmigiano Reggiano verður til dæmis ekki seldur fyrr en Consorzio-inn er búinn að koma í heim- sókn. Það er að segja gamall karl, útlærður parmesanfræðingur til minnst 14 ára. Hann gengur á milli ostanna vopnaður hamri og einstaklega næmum eyrum sem hann notar til þess beinlínis að hlusta eftir gæð- unum. Búrið er ostaverslun í Nóatúni og þar er hvorki komið að tómum kof- anum hvað varðar hvers kyns osta né fróðleik um þá. Eirný Sigurðardóttir, eigandi búðarinnar, brást vel við beiðni um að fjalla um nokkra góða. 1. Gorgonzola Gráðostur, nefndur eftir samnefndum bæ í Lombardí á Norður-Ítalíu þar sem hann hefur verið framleiddur frá því í kringum 1700. Oft kallaður þreytti osturinn, því í gamla daga var hann lagaður þegar kýrnar komu þreyttar niður úr fjöllunum á haustin. Osturinn er upprunavottaður, sem þýðir að það má einungis framleiða ekta Gorgonzola­ost á þessum stað, en vegna eftirspurnar á heimsvísu fær eitt nágran­ nahérað líka að búa hann til. Ekta fínn einn og sér. Dásam­ legur bræddur út á nautasteik. Smá stykki brætt út í pela af rjóma, salt og pipar og prestó! Eðal pastasósa. 2. Pecorino Samheiti yfir ítalska kind­ aosta, en hvert hérað á Ítalíu framleiðir sinn eigin pecorino. Þekktastur af þeim er Pecorino Romano sem þýðir náttúrlega að hann sé frá Róm. Þeir koma í mismunandi þroska stigum. Il Stagianato þýðir að hann er að minnsta kosti 12 mánaða. Pecorino fr­ esca þýðir hins vegar að þar er ungur ostur á ferð. Ómissandi sem kikk í spagettí Carbonara. 3. Provolone Upprunalega frá Puglia á Ítalíu og sá besti er enn þaðan þótt hann sé nú framleid­ dur í öðrum héruðum líka. Klassískur hnoðaður ostur með þurra teygjanlega áferð. Hentar sérstaklega vel til matargerðar og bræðslu. Þegar hann er bræddur teygjast osta taumarnir út í hið óendanlega. Hentar líka vel sem antipasti fyrir mat. Bragðið af honum er með jafn mikilli sætu og seltu líkt og parmesan en hann er mun mýkri. 4. Parmiggiano Reggiano Er það sem í daglegu tali kal­ last parmesan. Er af mörgum óbreyttum ostaáhugaman­ ninum sá ítalskasti þótt Grana Padano, sem er elsti harði osturinn á ítalíu, sé hjá þeim sem þekkja til enn ítalskari. Parmiggiano kom fram um miðja 15. öld og er, eins og nafnið gefur til, frá Parma­ og Reggia­héruðunum. Nú vegna heimseftirspurnar má handfylli annarra héraða framleiða líka. Þetta er kúaostur búinn til úr mjólk frá kúm af ákveðnum stofnum sem eingöngu hafa verið fóðraðar á fersku grasi. Má ekki koma á markað fyrr en hann er 18 mánaða gamall.      www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á Tækifærisveislur Sush i Mexí kósk t Ítalsk t Smur brauðGala Aust urlen skt Spæn skt Brau ðtert ur Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.