Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 43
miðborgin 43 Helgin 11.-13. nóvember 2011 Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Soffía Sæmundsdóttir Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næstu uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Opnun kl. 15 laugardag 12. nóvember Allir velkomnir Vefuppboð 16 – myndlist 12. - 28. nóvember Listaverk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar eru á uppboðinu. Þorvaldur Skúlason Veruleikans hugarsvið Vefuppboð 14 – erlendir listamenn Lýkur 14. nóvember Vefuppboð 15 – bækur 12.11. - 3.12. 2011 Rúmlega 200 bækur verða boðnar upp, m.a. frumútgáfa af God rest you merry Gentlemen eftir Hemingway. John Lennon Fjöldi gesta í miðborg Reykjavíkur hefur aldrei verið meiri en á yfirstandandi ári. Áður en hið rómaða vetrarkynningarátak Inspired by Iceland var kynnt til sögunnar lá fyrir að fjöldi erlendra gesta sem hingað kemur með skemmtiferðaskipum mun aukast um 33% á næsta ári frá yfirstand- andi ári. Umtalsverð aukning verður einnig á flugfarþegum og ekki síst í ljósi þess að til viðbótar við þau 15 flugfélög sem hingað hafa flutt farþega á þessu ári hafa tvö lággjaldaflugfélög boðað komu sína á ört vaxandi farþegamarkað; íslenska flug- félagið WOW og hið margfræga lággjalda- flugfélag Easy Jet. Virðisaukaskattskyld velta rekstraraðila á 101 svæðinu var yfir 150 milljarðar á síðastliðnu ári samkvæmt upplýsingum Ríkisskattstjóra. Við það bætist rekstur sem ekki er virðisaukaskattskyldur, svo sem velta leikhúsanna, tónleikahúsa, safna og fleira, auk þeirra fasteignagjalda og útsvara sem svæðið leggur í sameiginlega sjóði og heggur þá nærri að heildarvelta miðborgarinnar nái 300 milljörðum á ári. Vaxandi kröfur um ráðstöfunarrétt og hlutdeild í þeirri miklu og vaxandi veltu hafa nú verið fram settar af rekstrarað- ilum sem krefjast aukinnar sýnilegrar löggæslu og eftirlits með glæpagengjum, auk þess sem kröfur um almenn þrif og viðhald gerast háværari. Vonir standa til að niðurskurður borgarinnar á þeim vett- vangi verði lagfærður á komandi ári. Miðborgin hefur í raun aldrei verið fegurri og heillegri en einmitt nú, einkum eftir að byggingarframkvæmdum á hinu víðfræga glæsihúsi Hörpu lauk, sem og uppbyggingu á Laugavegi 4 - 6 og á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Vinsældir miðborgarinnar sýndu sig berlega í því mannhafi sem dvaldi á götum úti síðastlið- ið sumar meðal annars á göngugötusvæði Laugavegar og Skólavörðustígs, Pósthús- strætis við Austurvöll og í Austurstræti sem nú skartar bæði nýju hóteli og hinum geysivinsæla veitingastað Laundromat. Jólahald er nú í undirbúningi og er óhætt að fullyrða að í þeim efnum mun ýmislegt nýtt gleðja augað. Í kjölfar útnefningar CNN á síðasta ári, sem valdi Reykjavík Jólaborg ársins, var settur af stað vinnuhópur sem unnið hefur hörðum höndum að því að borgin geti risið undir slíku sæmdarheiti. Afrakstur þeirra vinnu verður þeim mun ljósari sem líður á nóvember og verður að mestu afhjúpaður laugardaginn 25. nóvember næstkomandi. Aðventan hefst degi síðar. Þá mun Jólabærinn, sem verið hefur á Hljómalindarreit, færast á Ingólfstorg með tilheyrandi viðburðahaldi en viðburðir verða um alla miðborg í aðdraganda jóla með sérstakri áherslu á sýnileika jólavætta og valinna jólasveina. Ný svæði hafa í vaxandi mæli sótt í sig veðrið og gert sig gildandi í miðborginni. Er hér átt við hið gullfallega svæði við gömlu höfnina og Granda en mikil gróska er þar í rekstri bæði veitingahúsa, verslana og menn- ingarstofnana af ýmsu tagi. Því má með sanni segja í ljósi alls þessa: Miðborgin okkar – eflist stöðugt , dafnar og rokkar! Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar Miðborgin okkar 11.11.11=33%Êafsl‡ttur Af völdum vörum aðeins í dag Ê ÊKápur og úlpur áður 24990 nú 16740 Mikið úrval kjólar og skokkar áður 16990 nú 11380 L’fstykkjabœdin.is S:551-4473 33% afsl‡ttur af ’ r—ttahšldurunum vins¾lu fr‡ Abecita. Einnig til ’ svšrtu laugavegi 82 � VESTURGATA 4, 101 REYKJAVêK 5622707
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.