Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 8
. nóv. SINGAPORE OPEN .. nóv. FORSETABIKARINN .. nóv. THE WORLD CUP OF GOLF .. des. CHEVRON WORLD CHALLENGE www.skjargolf.is / 595-6000 ÆTLAR ÞÚ AÐ MISSA AF ÞESSU? Opinn dagur í Listaháskólanum á laugardag Opinn dagur verður í Listaháskóla Íslands á morgun, laugardaginn 12. nóvember, í húsnæði skólans við Laugarnesveg 91 milli klukkan ellefu og fjögur. Frá hönn- unar- og arkitektúrdeild verða sýnd veggspjöld, bókahönnun og leturhönnun úr grafískri hönnun. Fatahönnunarnemar sýna fatnað, tískuteikningar og upptökur af tískusýningum. Nemendur í vöruhönnun sýna teikningar, þrívíð módel og frum- gerðir og arkitektúrnemar kynna rannsóknarverkefni. KRADS arkitektar verða með opna vinnustofu sem þeir hafa þróað í samstarfi við LEGO. Nemendur úr mynd- listardeild verða með leiðsögn um húsið og vinnustofur þar sem skoða má vinnu nemenda. Lifandi tónlist verður í boði tónlistardeildar en nemendur flytja tónverk eftir Mendelssohn, Schubert, Moszkowski, Mozart og fleiri. Nemendur á leikara- braut og samtímadansbraut verða með kynningardagskrá á klukkutíma fresti og Nemendaleikhúsið gefur innsýn í vinnu við uppfærsluna Jarðskjálfti í London sem frumsýnd verður í desember. Nemendur og kennarar í listkennsludeild taka á móti gestum og kynna meistaranám í listkennslu. - jh  Tölur SérSTakur dagur í dag Kennitala barna sem fæðast í dag byrjar á 111111 Ellefti dagur ellefta mán- aðar ellefta árs aldarinnar ber með sér óvenju skemmtilega talnarunu. Hagstofan heldur þó ró sinni og slær ekki í pönnsur en það gera væntanlega þeir 907 Ís- lendingar sem eiga afmæli í dag. H ver dagur er sérstakur en dagurinn í dag ekki síst, 11. nóvember á því herrans ári 2011, eða: 11. dagur 11. mánaðar 11 árs aldarinnar. Þetta þýðir meðal annars að börn sem fæðast í dag fá skemmtilega byrjun á kennitölu sinni, sem er 111111. Fyrstu tólf ár hverrar aldar bjóða upp á þessa sér- stöðu afmælisdaga og kennitalna, það er 010101, 020202 og svo framvegis þar til í desember á næsta ári þegar talnarunan verður 121212. Aðeins dagur- inn í dag býður þó upp á einlita runu. Bíða verður í öld þar slíkt endurtekur sig. Miðað við tölur um fæðingar 11. nóvember undan- farinna ára má búast við því að 10-15 börn fæðist í dag og búi það sem eftir lifir við svo hreina talna- runu í kennitölu sinni. Á vef Hagstofu Íslands sést að 13 börn fæddust þennan dag árin 2005 og 2006, 9 árið 2007, 11 árið 2008 og 16 árið 2009 – en þá varð sprenging í fæðingum hér á landi. Sumir héldu því fram að hinn mikli fjöldi barna sem fæddist það ár tengdist beint efnahagshruninu sem varð hér á landi árið áður. Þrátt fyrir svo sérstæða talnarunu er ekkert sér- stakt tilstand á vegna dagsins á Hagstofunni, þeirri stofnun hins opinbera sem helst vélar með tölur. Guðjón Hauksson í mannfjölda- og manntalsdeild stofnunarinnar sagðist ekki vita til þess að baka ætti pönnukökur hjá stofnuninni í tilefni dagsins. Vænt- anlega verður það hins vegar gert á heimilum þeirra 907 Íslendinga sem eiga afmæli í dag. Sé litið öld aftur í tímann þá er 11.11. 1911 helst minnst vegna óvenjulegra umbreytinga í veðri í mið- ríkjum Bandaríkjanna. Methiti var í mörgum borg- um síðdegis miðað við árstíma. Sem dæmi má nefna að í Springfield í Missouri var 27 stiga hiti síðdegis en snögg breyting varð á með metkulda en um mið- nætti var komið 11 stiga frost í borginni. Ólíklegt er að slíkt endurtaki sig nú þótt hita- sveiflur geti verið miklar á þessum árstíma, jafnvel hér á landi, eins og sýndi sig aðfararnótt síðastliðins þriðjudags þegar Veðurstofan fræddi okkur um að hiti nyrðra næði allt að 18 stigum. Það þætti ágætur hiti íslenskrar júlínætur. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Barn sem fæðist í dag fær skemmtilega byrjun á kennitölu sinni, sem er 111111. Ljósmynd Hari Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.