Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 8
. nóv.
SINGAPORE OPEN
.. nóv.
FORSETABIKARINN
.. nóv.
THE WORLD CUP
OF GOLF
.. des.
CHEVRON WORLD
CHALLENGE
www.skjargolf.is / 595-6000
ÆTLAR ÞÚ
AÐ MISSA AF
ÞESSU?
Opinn dagur í Listaháskólanum
á laugardag
Opinn dagur verður í Listaháskóla Íslands á morgun, laugardaginn 12. nóvember,
í húsnæði skólans við Laugarnesveg 91 milli klukkan ellefu og fjögur. Frá hönn-
unar- og arkitektúrdeild verða sýnd veggspjöld, bókahönnun og leturhönnun úr
grafískri hönnun. Fatahönnunarnemar sýna fatnað, tískuteikningar og upptökur
af tískusýningum. Nemendur í vöruhönnun sýna teikningar, þrívíð módel og frum-
gerðir og arkitektúrnemar kynna rannsóknarverkefni. KRADS arkitektar verða með
opna vinnustofu sem þeir hafa þróað í samstarfi við LEGO. Nemendur úr mynd-
listardeild verða með leiðsögn um húsið og vinnustofur þar sem skoða má vinnu
nemenda. Lifandi tónlist verður í boði tónlistardeildar en nemendur flytja tónverk
eftir Mendelssohn, Schubert, Moszkowski, Mozart og fleiri. Nemendur á leikara-
braut og samtímadansbraut verða með kynningardagskrá á klukkutíma fresti og
Nemendaleikhúsið gefur innsýn í vinnu við uppfærsluna Jarðskjálfti í London sem
frumsýnd verður í desember. Nemendur og kennarar í listkennsludeild taka á móti
gestum og kynna meistaranám í listkennslu. - jh
Tölur SérSTakur dagur í dag
Kennitala barna
sem fæðast í dag
byrjar á 111111
Ellefti dagur
ellefta mán-
aðar ellefta
árs aldarinnar
ber með
sér óvenju
skemmtilega
talnarunu.
Hagstofan
heldur þó ró
sinni og slær
ekki í pönnsur
en það gera
væntanlega
þeir 907 Ís-
lendingar sem
eiga afmæli í
dag.
H ver dagur er sérstakur en dagurinn í dag ekki síst, 11. nóvember á því herrans ári 2011, eða: 11. dagur 11. mánaðar 11 árs
aldarinnar. Þetta þýðir meðal annars að börn sem
fæðast í dag fá skemmtilega byrjun á kennitölu sinni,
sem er 111111.
Fyrstu tólf ár hverrar aldar bjóða upp á þessa sér-
stöðu afmælisdaga og kennitalna, það er 010101,
020202 og svo framvegis þar til í desember á næsta
ári þegar talnarunan verður 121212. Aðeins dagur-
inn í dag býður þó upp á einlita runu. Bíða verður í
öld þar slíkt endurtekur sig.
Miðað við tölur um fæðingar 11. nóvember undan-
farinna ára má búast við því að 10-15 börn fæðist í
dag og búi það sem eftir lifir við svo hreina talna-
runu í kennitölu sinni. Á vef Hagstofu Íslands sést
að 13 börn fæddust þennan dag árin 2005 og 2006, 9
árið 2007, 11 árið 2008 og 16 árið 2009 – en þá varð
sprenging í fæðingum hér á landi. Sumir héldu því
fram að hinn mikli fjöldi barna sem fæddist það ár
tengdist beint efnahagshruninu sem varð hér á landi
árið áður.
Þrátt fyrir svo sérstæða talnarunu er ekkert sér-
stakt tilstand á vegna dagsins á Hagstofunni, þeirri
stofnun hins opinbera sem helst vélar með tölur.
Guðjón Hauksson í mannfjölda- og manntalsdeild
stofnunarinnar sagðist ekki vita til þess að baka ætti
pönnukökur hjá stofnuninni í tilefni dagsins. Vænt-
anlega verður það hins vegar gert á heimilum þeirra
907 Íslendinga sem eiga afmæli í dag.
Sé litið öld aftur í tímann þá er 11.11. 1911 helst
minnst vegna óvenjulegra umbreytinga í veðri í mið-
ríkjum Bandaríkjanna. Methiti var í mörgum borg-
um síðdegis miðað við árstíma. Sem dæmi má nefna
að í Springfield í Missouri var 27 stiga hiti síðdegis
en snögg breyting varð á með metkulda en um mið-
nætti var komið 11 stiga frost í borginni.
Ólíklegt er að slíkt endurtaki sig nú þótt hita-
sveiflur geti verið miklar á þessum árstíma, jafnvel
hér á landi, eins og sýndi sig aðfararnótt síðastliðins
þriðjudags þegar Veðurstofan fræddi okkur um að
hiti nyrðra næði allt að 18 stigum. Það þætti ágætur
hiti íslenskrar júlínætur.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Barn sem fæðist í dag fær skemmtilega byrjun á kennitölu sinni, sem er 111111.
Ljósmynd Hari
Helgin 11.-13. nóvember 2011