Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 54
Margir leggja talsvert á sig til að ná í jólamatinn, hænuna hvítu sem ein er upp til fjalla, yli húsa fjær. Jólin koma með rjúpunni á mörgum heimilum. Stofninn er hins vegar ekki upp á marga fiska enda úthlutaði rjúpnaráðherra ekki nema ör- fáum dögum til veiða þetta haustið. Það er því engin vissa fyrir afla þótt menn reyni. Rjúpuna má ekki selja svo eina leiðin, fyrir þá sem þrá rjúpnabragð um jól, er að halda til fjalla. Það gerðu veiðimenn stórfjölskyldunn- ar, synir mínir, tengdasonur og mágur, sami hópur og hélt til gæsa fyrr í haust. Fjórir í stað fimm þá, einn átti ekki heim- angengt. Mágurinn vanur, hinir ekki, en allir fullir tilhlökkunar. Ég bað þá að hafa fjölskyldur stórættarinnar í huga þegar kæmi að skiptingu fengsins, eins og þekkt er í veiðimannasamfélögum þar sem allir njóta þess sem aflast. Því var lofað, með því fororði þó að vel bæri í veiði og líka með þau tilmæli í huga að hófs yrði gætt og hver veiðimaður setti markið við sex fugla. Svandís vill að varlega sé farið með veikburða stofninn. Óvinir rjúpunnar eru margir, ekki aðeins maðurinn. Í blaða- grein fuglasérfræðings á dögunum kom fram að örlög rjúpna eru að þær eru allar étnar. Veiðihópurinn fylgdist vel með veður- spám fyrir síðustu helgi enda var ferðinni heitið nánast eins langt og komist verður norður í land. Þar snjóaði. Útbúnaðinn varð að miða við það. Veiðitíminn var á laugardag og sunnudag. Föstudagurinn var því nýttur til að koma sér á áfangastað. Í sparnaðarskyni var farið á einum jeppa. Fjórir menn þurfa hins vegar talsverðan útbúnað til þriggja daga og tveggja nátta. Mat þarf og drykkjarföng, viðlegubúnað, vopn og skotfæri og klæðnað fyrir vetrar- hraglanda. Bíllinn var því hlaðinn. Það var engu logið um veturinn fyrir norðan. Strákarnir óðu snjóinn í klof. Allan laugardaginn brutust þeir um í torfærunni á tveimur jafnfljótum, aðeins til að sannreyna það að umhverfisráð- herra fór ekki með fleipur. Rjúpnastofninn er í lægð. Þrjá fugla sáu þeir. Tveir voru svo langt í burtu að ekki þýddi að skjóta. Afrakstur dagsins var því ein rjúpa. Engu minna lögðu þeir á sig á sunnudaginn en allt kom fyrir ekki. Rjúpurnar tvær höfðu forðað sér. Hópurinn kom því í bæinn með eina rjúpu. Það má segja að það sé betra en ekki neitt, hálf bringa á mann í hópnum en sýnt er að aðrir leggir stórættarinar verða að ná sér í eitthvað annað en rjúpu á jólaborðið. Jafnvel veiðimannasamfélag skilur að einni rjúpu verður vart skipt í meira en fjóra hluta. Hugulsamur faðir og tengdafaðir ungu mannanna hughreysti þá við heimkomu. Verra gæti þetta verið. Hefðu þeir til dæmis ekki fengið þessa einu rjúpu væri ekki hægt að reikna út kílóverðið á jóla- steikinni. Nú lægi það hins vegar fyrir, að gefnum ákveðnum forsendum. Miðað við lengd ferðalagsins mætti áætla að elds- neytiskostnaður vegna jeppans fram og til baka væri um 40 þúsund krónur. Matur og drykkjarföng fyrir fjóra karlmenn á besta aldri í þrjá daga og tvær nætur legði sig á um það bil 39 þúsund krónur og skotfæri, fatnaður og annað tilfallandi á 21 þúsund krónur. Kostnaður vegna gistingar var ekki talinn með vegna þess að þeir nutu gestrisni fjölskyldufólks nyrðra. Túrinn lagði sig því á 100 þúsund kall, eða þar um bil. Með því að fletta fræðaskrám Nátt- úrufræðistofnunar Íslands má komast að því að hver rjúpa vegur um 500 grömm. Karrinn er að vísu að meðaltali um 50 grömmum þyngri en hænan en það er bitamunur en ekki fjár. Heildarafli hópsins nam því hálfu kílói. Bein og innyfli vega sitt þótt beinin nýtist að sjálfsögðu í jólasósuna. Gróft vigtað má því segja að um 100 grömm nýtist af fuglinum, það er Kílóverðið á rjúpnaketi Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL S bringurnar og eitthvað smálegt annað. Með einföldum reikningi fæst verðið á kjötinu; 100 grömm fyrir 100 þúsund krónur sem þýðir að kílóið kostar milljónkall. Það kemur sér að rjúpan smakk- ast vel. Hitt nefndi ég ekki að í víðlesnu norsku dagblaðið var nýlega viðtal við veiðimann sem skaut kráku. Hann lét vel af bragðinu sem og nafngreindur meistarakokkur sem matreiddi krákuna á sama hátt og rjúpu. Annar kokkur var hins vegar ekki jafn hrifinn. Þar í landi þvælist krákan fyrir mörgum, er meðal annars stórtækur eggjaþjóf- ur. Því borga sum norsk sveitarfé- lög 15 norskar krónur fyrir hverja veidda kráku. Krákan á sér íslenskan ættingja, hrafninn. Ég sagði strákunum ekki af krákuveiðunum af tveimur ástæðum. Hin fyrri er að ég hall- ast heldur að áliti norska kokksins sem taldi krákuna ekki sérstakt lostæti, þótt ég viti ekki hvernig hrafn smakkast – en hin er sú að hrafninn er á válista íslenskra fugla. Það er því engin ástæða til að hveta til hrafnadráps, jafn- vel þótt fjórir menn í veiðihópi fái aðeins eina rjúpu. Nóg er víst samt. Náttúrufræði- stofnun segir að hrafnastofninn hér telji um 2 þúsund varppör og 9 þúsund geldfugla. Þessi fallegi fugl sé hins vegar ofsóttur og á hverju ári eru drepnir um 6 þús- und hrafnar. Varla hafa þeir verið étnir. Rjúpan eina verður því að duga – þótt grammið kosti þúsundkall. Te ik ni ng /H ar i HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfis- vænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um efnisinnihald hágæða hjólbarða. DUggUvogi 10 RvK AUSTURvegi 52 SeLFoSS piTSTop.iS www HJALLAHRAUNi 4 HFJRAUÐHeLLU 11 HFJ568 2020 SÍMi HeiLSáRS- og veTRARDeKK UMHveRFiSvæNNi KoSTUR FyRiR FÓLKSBÍLA og JeppA viÐ eigUM FLeSTAR STæRÐiR DeKKJA á HAgSTæÐU veRÐi. HAFÐU SAMBAND TiL AÐ Fá veRÐ Í DeKK FyRiR BÍLiNN ÞiNN. 175/65 R14 45.900 kr. 195/65 R15 55.900 kr. 185/65 R14 49.900 kr. 205/55 R16 63.900 kr. 185/70 R14 49.900 kr. 245/75 R16 99.800 kr. 185/65 R15 51.900 kr. 225/45 R17 73.900 kr. DæMi UM FRáBæR TiLBoÐ á iNTeRSTATe HeiLSáRS- og veTRARDeKKJUM veRÐiN eRU FyRiR FJögUR DeKK áSAMT UMFeLgUN Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bækl- ingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. 54 viðhorf Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.