Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 32
– Lifið heil www.lyfja.is Styrkur fyrir ónæmiskerfið Fyrir þig í Lyfju ís le ns ka /s ia .is /L YF 5 69 55 2 10 /1 1 H rós í formi jákvæðra upp-hrópana og athygli er trú-lega algengasta formið af jákvæðri styrkingu eða umbun. Það er mikilvægt og máttugt til að móta atferli eða vinnuferli, en við þurfum að hrósa svikalaust. Máttur hróssins minnkar hins vegar til muna ef við ofnotum það. Þess vegna er sjálfsagt að fara spar- lega með hrósið, hugsa það til enda og draga svo úr því þegar árangr- inum er náð- ella verður það eins og hverjar aðrar klisjur og upphrópanir sem barn tekur ekkert mark á eða reiknar með að fá fyrirhafnarlaust. Eins getur ofnotkun á hrósi stefnt barni í að verða hreinlega háð já- kvæðum viðbrögðum, eða „gangi fyrir hrósi“ eins og sagt er. Heiðarleg endurgjöf mikilvæg „Stundum er eins og þau ætlist til þess að fá lófatak bara fyrir það eitt að anda,“ stundi ung tveggja barna móðir einhverju sinni. Hún var búin að fá algjörlega nóg af ungviði sem höfðust ekki út með ruslið nema að vera margbeðin um það og létu svo skýrlega vita af því hversu stórkost- leg þau hefðu verið fyrir afrekið. Hún hefur verið komin á sama stað og höfundur spaugsögunnar góðu um líkindi Jesú Krists og ungmenna á Vesturlöndum. Jú, þau flytja ekki að heiman fyrr en eftir þrítugt og ef þau gera eitthvað heima hjá sér er það kraftaverk. Þess vegna má velta fyrir sér hvernig við getum notað einlæga og heiðarlega endurgjöf í staðinn fyrir það sem við köllum hrós. Það krefst þess að við skoðum og ígrundum áður en við hrósum umhugsunar- laust. „Já, þetta er frábært, elskan,“ segja fullorðnir og líta ekki upp frá tölvunni, blaðinu eða sjónvarpinu þegar barn kemur og sýnir teikn- inguna sína. Viðbrögð af þessu tagi eru ekki hrós heldur merkingar- laus orðavaðall sem grefur undan mætti hróssins og barnið fær ekk- ert að vita um það sem var frábært í myndinni. Þarna þurfum við ann- aðhvort að biðja barnið að bíða, ef enginn tími er fyrir ígrundun, eða þá að líta upp, skoða hvað er verið að sýna okkur og jafnvel spyrja hvað sé á myndinni. „Þetta er skemmtilegt litaval hjá þér,“ er góð endurgjöf ef slíkt er tilfellið. „Ég sé að þú mættir leggja meiri vinnu í myndina, eða hvað finnst þér?“ er líka heiðarleg endurgjöf því að óþarfi er að klappa fyrir öllu. Fimm ára stúlka kom einhverju sinni til mín og vildi endilega gefa mér mynd. Ég svaraði glaðlega að í dag væri dagurinn þegar ég tæki bara á móti gjöfum ef þær væru bros eða knús. Þetta eru öndvegis við- brögð þegar fjöldi barna vill gefa kennaranum sínum daglega gjöf. Stúlkan skildi þetta mætavel, brosti út að eyrum og knúsaði mig. Síðan fór hún með teikninguna sína beina leið í rusladallinn og fleygði henni, en áfram var sama brosið á andlit- inu. Loks fór hún að vinna að nýrri mynd og lagði miklu meiri alúð í hana en þá fyrri. Samningar ... Eitthvert mikilvægasta uppeldis- tæki fjölskyldu er án efa samninga- tækni. Einhliða valdboð er ekki það sem börn þurfa á að halda og þaðan af síður eiga þau að skipa öðrum fyrir verkum. Þá er það gamla og góða millileiðin, þar sem allir sjá sér hag í að halda gerða samninga. Umbunin er þá umsamin og eftir- sóknarverð laun fyrir barnið þeg- ar það gerir eins og óskað er eftir; verðlaun, mútur eða sanngjarnir samningar eftir því hvernig fyrir- bærið er orðað. „Einn biti fyrir afa og einn fyr- ir ömmu,“ og flugvél í formi mat- skeiðar kemur fljúgandi. Hér á í hlut mjög skemmtilegur samn- ingur þar sem barnið borðar og sá sem matar skemmtir á móti. Síðan flækist samningaferlið og gefur um leið fleiri tækifæri. „Kláraðu síðasta kartöflubitann og þá færðu eftirmat- inn,“ er hefðbundin múta í samn- ingaferli sunnudagsins, verðlaun þegar tilteknu verki er lokið. „Við förum í sund þegar við erum búin að vinna saman í herberginu þínu og allt er komið upp í hillurnar,“ er samningur með mútu eða verð- launum í endann og stóreykur hann líkurnar á að barnið æfi sig í réttri hegðun. „Ég næ í nammipokann um leið og þú þagnar!“ er skýrlega samningstilboð og eitthvað verð- mætt í boði fyrir alla, friður fyrir hinn fullorðna og nammipoki fyrir barnið. ... og verðlaun Allt önnur gerð af samningi get- ur byggst á að stöðva atferli, ekki hvetja til þess. Ég veit af fjölda heim- ila þar sem börn eru send inn í her- bergi til að jafna sig og þá er kjarni samningsins að mega koma fram til fjölskyldunnar að nýju þegar þau eru tilbúin. Þessi samningur getur verið öndvegis aðferð á einkaheimili þar sem börn eiga eigin griðastað til Umbun og refsing Mikilvægi samningatækninnar, máttur hróssins og beiting verðlauna við uppeldi barna er meðal þess sem Margrét Pála Ólafsdóttir fjallar um í nýútkominni bók, en Margrét veit hvað hún syngur eftir áratuga langa reynslu af starfi með börnum. Margrét Pála „Já, þetta er frábært, elskan,“ segja fullorðnir og líta ekki upp frá tölvunni, blaðinu eða sjónvarpinu þegar barn kemur og sýnir teikn- inguna sína. Viðbrögð af þessu tagi eru ekki hrós heldur merkingarlaus orðavaðall sem grefur undan mætti hróssins. Ljósmynd/Hari Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is 32 uppeldi Helgin 11.-13. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.