Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.11.2011, Síða 22

Fréttatíminn - 11.11.2011, Síða 22
É g er fædd þann 14. nóvember árið 1979 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arna Björk Sveinsdóttir jógakennari. „For- eldrar mínir eru Edda Arnbjörnsdóttir kennari og Sveinn Auðunn Jónsson, heitinn, sem var símarafvirki, en hann lést þegar ég var nítján ára. Ég ólst upp hjá mömmu en fór alltaf reglulega til pabba og átti einstaklega gott samband við hann. Pabbi eignaðist síðar aðra dóttur með seinni konu sinni, en hún átti son fyrir sem pabbi gekk í föðurstað. Ég á því bróður og systur pabba megin, en er eina barn mömmu. Ef ég á að lýsa sjálfri mér myndi ég segja að ég sé sjálf- stæður einfari, óþolinmóð, með stórt hjarta og hafi mikla þörf fyrir frelsi.“ Móðurbróðir ber ábyrgð á jógaáhuganum En hvers vegna byrjaði hún í jóga? „Það var bróðir mömmu sem dró mig í einn jógatíma og eftir það var ekki aftur snúið. Móðurbróðir minn hefur iðkað innhverfa íhugun og jóga í nokkur ár og bjó meðal annars í klaustri í einhvern tíma. Þegar hann flutti aftur til Íslands byrj- aði hann að tala mig inn á að byrja í jóga en ég sagðist vera of „aktíf“ fyrir svoleidis!“ En maður skyldi aldrei segja aldrei? „Nei, ég sló til einn daginn – og hef verið á jógamottunni síðan,“ segir Arna Björk skelli- hlæjandi. „Það má í raun segja að jógað hafi fund- ið mig fremur en að ég hafi fundið jógað. Þegar ég byrjaði hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í Jógastöð- inni Yoga Shala, má segja að ég hafi nánast f lutt þar inn og gert stöðina ad mínu öðru heimili. Ég byrjaði strax á að mæta sex sinnum í viku og stundum tók ég tvo jógatíma í röð – sem ég mæli þó alls ekki með sem jógakennari! En það var þó aldrei inni í myndinni að ég ætlaði að gerast jógakennari.“ Fékk köllun En lífið bar hana til Indlands, þar sem Ingibjörg Stefánsdótt- ir var að læra jóga. Arna hafði gert samning við Ingibjörgu um að sjá um þrif og aðra hluti í Yoga Shala, með- an Ingibjörg var á Ind- landi. „Í staðinn æfði ég frítt. Ingibjörg var með gestakenn- ara sem kenndi tímana og sú kona átti von á barni, en var gengin mjög stutt með. Einn daginn hringdi hún og sagðist vera með svo mikla ógleði að hún sæi sér ekki fært að kenna í tímanum. Ég og gestakennarinn náðum ekki að finna annan kennara sem gat komið með svona stuttum fyrirvara, svo hún spurði mig hvort ég treysti mér ekki til að kenna þennan tíma. Ég hélt nú ekki! Það var sko NEI með upphrópun! Engu að síður bærði sú hugsun á sér innst inni hjá mér að ég ætti nú kannski bara að slá til – ég gat ekki hugsað mér að aflýsa tím- anum. Það endaði með því að ég tók að mér kennsluna og þá kom einhver alveg sérstök tilfinning upp innra með mér – tilfinning, sem kannski má alveg kalla að ég hafi fundið mína „köllun“. Þetta var ólýsanlegt. Þannig að Ingibjörg Stefánsdóttir og Yoga Shala eru sannkallaðir örlagavaldar í lífi mínu. Án Ingibjargar væri ég ekki að gera það sem ég er að gera núna. Hún gaf mér mörg frábær tækifæri og hjálpaði mér að taka mín fyrstu skref sem jógakennari.“ „I love India - but get me the hell out from here!“ Arna hefur lært ótalmargt á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því hún fór að starfa sem jógakennari. Til dæm- is fer hún með reglulegu millibili til Ind- lands til að læra hjá kennara sínum R. Sharath Jois. „Eftir rúmt ár í jóganu flutti ég til Svíþjóð- ar og var að kenna þar en er núna alveg bú- sett í Danmörku. Fyrst þegar ég flutti til Kaup- mannahafnar leigði ég lítinn sal niðri í bæ og safnaði Íslendingum saman þangað. Eftir nokkra mánuði var mér svo boðið að kenna hjá ashtangastudio en ég vildi fara til Mysore á Ind- landi og læra hjá R. Sharath Jois. Ég vildi vera þar sem ræturnar eru og læra þetta á hefðbundinn hátt. Ég hef aldrei haft áhuga á að fara til dæmis til Bali í svona tvö hundruð klukkutíma kennsluprógramm, heldur vil ég dvelja í Indlandi í nokkra mánuði í senn og læra hjá kennara mínum þar. Lífið á Indlandi er ástar/haturs- samband. Ég man þegar einn kennaranna sagði við mig, þegar hann var að lýsa Indlandi: „I love India – but get me the hell out from here!“ Það getur reynt mikið á að vera á Indlandi en samt finnst mér hvergi betra að vera. Menningin, fólkið, byggingarnar, sagan og upplifunin er svo mikil að það er ekki hægt að lýsa því. Ég bý alltaf hjá sömu indversku fjölskyldunni minni. Þetta er Gupta fjölskyldan. Þar er ég með herbergi inni á þeirra heimili og tek þátt í hinu daglega lífi.“ Vann með stúlkum úr mansali „Í annarri ferð minni til Indlands, sem var í fyrra, fór ég að vinna fyrir Odanadi-samtökin í kvennaathvarfi fyrir stelpur sem höfðu verið seldar mansali eða þurft að selja sig í vændi. Ég var með átta stelpur í mínum hópi frá aldrinum sextán ára upp í tuttugu og tveggja ára. Ég kenndi þeim að lesa og skrifa ensku auk þess sem við gerðum líka smá jógaæfingar. Þetta var mikil lífs- reynsla og lít ég upp til þessara stelpna. Það var ótrúlegt að sjá þær á hverjum degi, brosandi og glaðar með lífið þrátt fyrir allar hörmungarnar sem þær hafa þurft að fara í gegnum. Þær eru gangandi kraftaverk. Núna í ár var ég svo að vinna fyrir Odanadi með að skipuleggja sérstakan jógadag, sem kallast „yoga stop traffic“. Við erum nokkuð stór hópur á Indlandi sem vinnum alltaf í athvarfinu þegar við komum í jógakennsluna okkar. Við erum allan ársins hring að safna peningum svo stelp- urnar geti sótt sér læknisþjónustu, sótt skóla og slíkt, sem þykir sjálfsagt í hinum vestræna heimi. Draumur- inn er að opna einhvers konar útibú hér í Danmörku til þess að safna peningum fyrir athvarfið.“ Þú ert fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur fengið viðurkenningu til að kenna Ashtanga jóga – fólk hefur hingað til þurft að stunda það og kenna í mörg ár eða áratugi til að fá slíka viðurkenningu. Hvers vegna held- urðu að þú hafir verið valin til að kenna? Arna Björk hik- ar örlítið áður en hún svarar. „Án þess að ég vilji gera mikið úr því, þá er það rétt að ég er fyrsti Íslendingurinn til að hlotnast þessi heiður. Það er mjög misjafnt hversu skjótt fólki er sýndur slíkur slíkur heiður. Sumir þurfa nokkur ár, aðrir styttri tíma. Ég hef ekki hugmynd um af hverju Sharath ákvað að veita mér blessun sína en ég vona að það sé vegna þess að hann sjái hæfileika í mér og hafi trú á að ég geti komið boðskapnum um ashtanga yoga til skila til fólks. Ég mun gera mitt allra besta til þess að sjá til þess að ashtanga yoga hefðin komist rétt til skila. Þess vegna er það mér mikilvægast að geta farið til Indlands á hverju ári í nokkra mánuði til þess að læra.“ Frídagar á fullu og nýju tungli Lífsmáti Örnu Bjarkar í Danmörku er frábrugðinn því sem hún á að venjast hér heima: „Lífið í Kaupmannahöfn er yndislegt, afslappað og ég er að gera akkúrat það sem mig langar að gera, sem er er að kenna jóga. Ég vakna um klukkan fjögur á morgn- ana eða hálf fimm og geri æfingarnar mínar áður en ég fer að kenna. Stundum kenni ég á morgnana og stund- um síðdegis. Líf mitt snýst mjög mikið um jógað og það sem því fylgir. Ég er mjög dugleg að sækja „workshop“ með kennurum sem koma til Danmerkur eða fer til nágrannalandanna, sæki fyrirlestra og fleira, því það er svo margt í boði hérna.“ Til að ná endum saman þarf Arna Björk að vinna auka- vinnu meðfram jógakennslunni. „Þannig að ef ég hef einhvern lausan tíma fyrir utan jógað, þá finn ég mér aukavinnu! Síðasta aukavinna mín var á hráfæðiskaffi- húsi þar sem ég lærði mjög mikið og kynntist mörgu skemmtilegu fólki. Ég er hef verið grænmetisæta síð- an ég var 12 ára; fyrst hætti ég að borða kjöt, svo fisk og loks mjólkurvörur. Lífstíll minn er frekar einfaldur, jógað hefur algjöran forgang og margir myndu kannski segja að ég ætti vart líf utan þess. En ég lít ekki á það sem vinnu að kenna jóga, þetta er það sem ég elska að gera og það eru mikil forréttindi. Ég nýt mín til fulls og mér finnst ég bara vera rétt að byrja. Ég á eftir að læra svo mikið, bæði í sambandi við jógað og lífið sjálft. Í ashtanga jóga eru ákveðnir dagar sem við köllum „frí- daga”. Þetta eru laugardagar og á fullu og nýju tungli og svo taka konur sér frí fyrsta einn til þrjá dagana meðan þær hafa blæðingar.“ Allt getur gerst og allt getur breyst... Það er nú ekki hægt að kveðja Örnu öðruvísi en óska henni til hamingju með nýja starfið hjá Konunglega óperuhúsinu! „Já takk, það er rosalega flott og mikið tækifæri að fá að kenna jóga þar. Hins vegar er ég bara rétt að byrja en ég ætla að gera mitt besta, taka lítil skref í einu og byggja upp gott jógaumhverfi þar. Allir þeir sem starfa við Konunglegu óperuna mega koma í tímana og ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir muni njóta góðs af því. Það getur verið svo misjafnt hvað hver og einn upplifir þegar hann byrjar að stunda jóga, því það vinnur á svo mörgum þáttum í andlegri og líkamlegri líðan, ef fólk sinnir því af alúð. Mjög spennandi verður að fylgjast með einstaklingunum innan óperunnar, sjá hvernig þeir þróast eftir því sem þeir byggja upp sterka iðkun.“ Við spurningunni um framtíðaráformin andvarpar hún. „Úff, þetta er stór spurning! Ég er mjög „upptekin“ af því að lifa í núinu. Hugsa ekki mikið um hvar ég verð eftir fimm eða tíu ár. Ég veit fyrir víst að allt getur gerst og allt getur breyst svo ég vil bara njóta þess til fulls að vera að læra og kenna. Láta gott af mér leiða og eiga þess kost að gera meira fyrir indversku stelpurnar mín- ar hjá Odanadi samtökunum, Draumurinn er að geta jafnvel búið í einhver ár á Indlandi... við sjáum hvað verður! Namaste!“ ...sem þýðir? „Ég hneigi mig fyrir þér – þetta er þakklætis- og virð- ingarorð.“ Það endaði með því að ég tók að mér kennsl- una og þá kom einhver alveg sér- stök til- finning upp innra með mér – til- finning, sem kannski má alveg kalla að ég hafi fundið mína „köllun“. Þetta var ólýsanlegt. Íslenskur jógakennari við Konung- legu óperuna í Kaupmannahöfn Það er ekki á hverjum degi að íslenskum jógakennara býðst að kenna jóga við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn. En sá heiður hlotnaðist nýverið Örnu Björk Sveinsdóttur, sem er tæplega 33 ára. Hjá henni mega allir sem starfa við Konunglegu óperuna æfa en sjálf fór Arna Björk ekki að stunda jóga fyrr en fyrir nokkrum árum. Frami hennar hefur verið skjótur – þar fann hún sína köllun. Anna Kristine hafði samband við Örnu Björk í Kaupmannahöfn og fékk að forvitnast um hagi og líf þessarar ungu konu. Arna og Pallavi „Hún er heyrnalaus og ég byrjaði að kenna henni táknmál ásamt annarri stelpu. Við kunnum samt hvorugar táknmál þannig að við vorum í rauninni að læra jafnóðum. Anna Kristine ritstjorn@ frettatiminn.is 22 viðtal Helgin 11.-13. nóvember 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.