Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 67
Helgin 11.-13. nóvember 2011 barnaföt 67
Mömmusetur í Hafnarfirði
Fræðslusetur, kaffihús og verslun fyrir mömmur
N ýlega opnaði Mömmusetur að Strandgötu 32, gegnt Firðinum verslunarmiðstöð. Eigandinn, Haf-
dís Sverrisdóttir segir húsið sögufrægt en
þar hafi verið ýmiss starfsemi, Alþýðu-
brauðgerðin á síðustu öld, sauna og ljós-
myndastúdíó, svo eitthvað sé nefnt.
Starfsemi Mömmuseturs snýst um vel-
líðan og að skapa umframorku í daglegu lífi
og er einkum reynt að höfða til nýbakaðra
mæðra og þungaðra kvenna. „Ýmislegt er
í boði svo sem jóga, ungbarnaleikfimi og
krakkadans. Við erum með BuggyFit en
það er útileikfimi fyrir foreldra með barna-
vagna eða kerru.“
Aðspurð hvort að Mömmusetur sé ein-
göngu fyrir mömmur segir Hafdís að allar
ömmur séu mömmur og auðvitað velkomn-
ar: „Hingað koma mörg pör bæði með krílin
á námskeið og á kaffihúsið. En Mömmuset-
ur er fyrir alla þótt svo að áherslan í starf-
inu sé á mæður og ungbörn.
Hafdís er iðjuþjálfi og vinnuvistfræðingur
og stýrir miklu af fræðslunni sjálf en hún
hefur sérhæft sig á sviði hreyfiþroska ung-
barna. Hún hannaði einnig á námstíma
sínum í iðjuþjálfun skriðbuxur fyrir börn,
en hún segir nútíma gólfefni gera börnun-
um erfitt fyrir að ná tökum á skriði sem er
undirstöðuatriði samhæfingar hreyfinga að
læra að skríða. Buxurnar selur hún í einu
horni rýmisins en þar hefur hún komið upp
verslunarhorni.
Að degi til er Mömmusetur með opið
kaffihús og verslun frá klukkan 11 til 15,
þá má koma við, fá sér gott kaffi og hress-
ingu, lesa blað eða bara njóta þess að vera í
fallegu umhverfi.
Svo eru námskeiðin ýmist á morgnana
eða kvöldin. Þessa dagana er STIMULAS-
TIK sem er mjög vinsælt en það er ung-
barnaleikfimi frá 4 vikna aldri. Aldursskipt-
um hópum er leiðbeint áfram í æfingum
sem örva snerti- og jafnvægisskyn, styrkja
höfuð og hnakka og auðvitað er þetta gert
á skemmtilega hátt sem börnunum líkar
vel við.
Í samstarfi við Hafdísi eru ýmsir fagaðil-
ar sem eru með fræðslu, námskeið og bjóða
upp á sína þjónustu til dæmis sjúkraþjálfari,
svefnráðgjafi, brjóstagjafaráðgjafi, hómó-
pati, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
En Mömmusetur miðlar upplýsingum og
má finna ýmsa bæklinga og fróðleik á upp-
lýsingavegg við inngang.
„Við viljum styðja konur til þess að finna
aukna vellíðan í daglegu lífi. Það er svo
margt í boði sem fólk veit ekki um en vill
kannski nýta sér. Það er mikilvægt að láta
sér líða vel bæði á meðgöngu og öðrum
tíma lífs síns. Oft er erfitt að finna tíma fyrir
sjálfan sig í amstri dagsins, tala nú ekki um
þær mömmur sem eru með nýfædd börn
sem eiga eldri systkini. Það getur verið
ofsalega gott að koma og hlaða batteríin
hér í Mömmusetri og flestar finna eitthvað
við sitt hæfi.“
Dagskráin í Mömmusetri er fjölbreytt
en fyrir jólin er ætlunin að gangast fyrir
piparkökubakstri fyrir börnin, námskeiði
í jólakortagerð en þá verður sérstakt vöru-
úrval í verslunarhorninu og auðvitað heitt
súkkulaði og jólaglögg á könnunni.
Kynning
Hafdís Sver-
risdóttir
eigandi Möm-
museturs
Fallegur jólafatnaður
Kringlan - Sm‡ralind
facebook.com/nameiticeland
Prjónapeysur og vesti frá 2990
Hárskraut frá 490
Bolir frá 990
Buxur frá 1990
Skyrtur frá 2490
Jólakjólar frá 2690
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
Opið virka daga 12:00 - 18:00
Laugardaga 12:00 - 16:00
www.tk.is
ERUM EINGÖNGU
Á LAUGAVEGI 178
G Ó Ð
VERÐ
MIKIÐ
ÚRVAL
-10%
AFSL.
MARGIR LITIR
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
valdimar@frettatiminn.is
Fréttatímanum er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og
í lausadreifingu um allt land.
Dreifing á bæklingum og
fylgiblöðum með
Fréttatímanum
er hagkvæmur
kostur.