Fréttatíminn - 11.11.2011, Blaðsíða 20
H vað eiga krílin að borða? Móðurmjólk er ráðlögð fyrsta hálfa árið og d-
dropar frá fjögurra vikna aldri. Ef
barnið þarf ábót fyrstu fjóra mán-
uði sína hentar ungbarnaþurr-
mjólk best. Stoðmjólk er betri en
nýmjólk fyrir börn frá hálfs árs að
tveggja ára aldri, því nýmjólkin er
of próteinrík og ekki vítamínbætt
eins og hin. Brjóstagjöf er ráðlögð
sem eina fæða ungbarnsins til sex
mánaða aldurs og með mat eftir
það. Ekki er ráðlagt að salta mat-
inn fyrsta árið. Krakkalýsi frá sex
mánaða aldri er betra en venjulegt
og hentar allri fjölskyldunni. Og
ekki á að gefa ungbörnum grauta
með glúteni fyrr en eftir sex mán-
aða aldur. Foreldrar eiga það til að
gefa börnum hrísgrauta of lengi, en
þeir eru bæði stemmandi og orku-
litlir - séu þeir vatnsblandaðir. Fara
á eftir leiðbeiningum á umbúðum.
Þetta kemur fram í viðtali Frétta-
tímans við Elvu Gísladóttur, nær-
ingarfræðing hjá landlækni. Hún
segir að hægt sé að komast alveg af
án þess að gefa ungabörnum nokk-
urn tíma krukkumat.
„Það er samt engin ástæða til
þess að tortryggja barnamat í glös-
um sérstaklega,“ segir Elva. Hann
geti komið sér vel sé fólk til dæmis
á ferðalögum. „En það er ekki æski-
legt að krukkumatur sé eingöngu á
boðstólnum og ekki á hverjum degi,
sérstaklega ekki eftir níu mánaða
aldur. Barnið þarf að læra að tyggja
og kynnast mismunandi áferð mat-
ar, þykkt og mjúkleika hans. Of oft
er krukkumatur of mjúkur og áferð-
in einhæf.“ Hún segir að almennt
sé krukkumatur sem er í boði hér á
landi unninn úr góðu hráefni. Hann
sé yfirleitt ekki saltaður eða bland-
aður aukaefnum sem geti hugsan-
lega skaðað börnin.
„Ég hvet foreldra til að lesa vel
hvort matur [tilbúinn matur ung-
barna] sé nokkuð saltaður og huga
að innihaldslýsingu. Það er mikil-
vægt að börn á fyrsta ári borði ekki
saltan mat. Best er að hafa matinn
sem hreinastan,“ segir hún. „Sumir
grautar eru sykurbættir og alls ekki
er mælt með því að börn fái sykr-
aðan graut, því þá minnka líkurnar
á því að þau vilji ósykraðan graut í
kjölfarið,“ segir hún.
Stoðmjólkin besta valið
„Á Íslandi er hefð fyrir því að
fyrsta viðbótin við brjóstamjólk sé
hrísmjölsgrautur, en hann er ein-
mitt glútenlaus. Það mælir hins veg-
ar ekkert gegn því að börnum séu
gefnar soðnar eða maukaður kart-
öflur, gulrætur eða banani,“ segir
Elva. „En það má gjarnan byrja fyrr
en margir gera að gefa börnum kjöt,
eða um sex mánaða aldur, svo þau
fái járnið. Já og fljótlega má fara að
huga að fjölbreyttu fæði. Svo minni
ég foreldra á stoðmjólkina. Hún er
c- og d-vítamínbætt sem og járn-
bætt. Í henni er líka minna af pró-
teinum en í annarri mjólk sem ger-
ir hana líkari brjóstamjólk,“ segir
Elva. „Gallinn er hins vegar hversu
dýr hún er.“
Elva segir ekki æskilegt að börn
fái fituskertar mjólkurvörur. „Og
nýmjólk og sýrðar mjólkurvörur
henta í mesta lagi út á grauta og í
matargerð. Hún hentar ekki börn-
um allt að eins árs aldri til drykkjar
eða sem máltíð. Í henni er of lítið
járn og hún er of próteinrík. Það
á líka við um fjörmjólk, súrmjólk,
skyr, léttjógúrt og AB mjólk vegna
hás hlutfall próteina. Rannsóknir
hafa sýnt að of mikið prótein stuðli
að of örum vexti og offitu í kjölfar-
ið,“ segir Elva.
Ávaxtadrykkir henta ekki
„Við vörum einnig við sætum
drykkjum eins og epla-, appels-
ínu- og sólberjasafa því þeir geta
skemmt tennur barnsins. Einnig
hreinir ávaxtadrykkir,“ segir hún.
„Ekki er klippt og skorið hvenær
hægt er að byrja að gefa þá en fyr-
ir eins árs aldur henta drykkirnir
ekki. Og í litlu magni eftir eins árs
aldur. Þau eru með viðkvæmar tenn-
ur sem eru að koma upp.“
Elva nefnir einnig að foreldrar
þurfi að vara sig á því að gefa börn-
um sínum mikla lifur. „Það má ekki
gefa lifur og lifrarpylsu of oft. Þar
er mjög hátt hlutfall af A-vítamíni
og börnin því fljótlega komin að
efri mörkum borði þau þessa fæðu
of oft. Því ætti lifrarpylsa ekki að
vera á boðstólum í hverri viku,“ seg-
ir hún og bætir við að spægipylsa
og pepperóní henti alls ekki ungum
börnum - of feitar og of saltar. „Þá
er ekki æskilegt
að gefa börnum [á
fyrsta ári] rabbabara,
spínat, sellerí og fennel. Það er
vegna mikils magns
nítrats í þessum
vörum, [sem er
aukaefni]. Svo
þarf að skola
vandlega al lt
grænmet i og
sjóða fyrir yngri
börn. Þau eiga erf-
iðara með að melta
hrátt grænmeti á þess- um
tíma. Svo þarf að skola
óhreinindin af.“
Elva segir að
teskeið af matar-
olíu út í heimatil-
búna maukið sé
afar æskileg því
ungbörn þurf i
hlutfallslega meiri
fitu í fæðunni en þau
eldri. „Það má vera mat-
arolía rétt eins og smjör,“
segir hún. „Svo fljót-
lega fer barnið að
borða sama mat
og aðrir í f jöl-
skyldunni. En
þá er mikilvægt
að taka mat frá
fyrir barnið áður
en hann er salt-
aður.“
Hraður vöxtur á ungbarnaskeiði og járn-
skortur hefur verið tengdur nýmjólkur-
drykkju fyrsta árið. Járnskorturinn getur
dregið úr þroska barna. Einnig eru líkur á
því að hraður vöxtur og nýmjólkurdrykkja
ungbarna geti leitt til ofþyngdar og offitu á
skólaaldri. Það er niðurstaða rannsóknar
Rannsóknastofu í næringarfræði við Há-
skóla Íslands og Landspítala sem Inga Þórs-
dóttir prófessor leiddi og kom í ljós eftir
rannsóknir á fyrsta ári barna fæddum 1995
og aftur þegar þau hófu skólagöngu.
Stoðmjólk var sett á markað til að bregð-
ast við niðurstöðunni, enda mældust 40
prósent ungra barna með járnskort. Stoð-
mjólkin er próteinminni, járn- og vítamín-
bætt og er eindregið mælt með að foreldrar
gefi börnunum hana frekar en kúamjólk.
Rannsóknin á nýjum hópi ungbarna var
gerð árið 2005. Ekki hefur enn fengist fé
til að fylgja þeim börnum nægilega eftir við
skólaaldur og því ekki hægt að bera niður-
stöðurnar saman.
„Íslensk börn fædd 1995 uxu hraðar á
fyrsta ári en börn fædd 2005. Þar mun-
aði að meðaltali um 200 grömmum
yfir nokkurra mánaða tímabil,“
segir Inga og að það sé heilmikill
hlutfallslegur munur. „Fyrri rann-
sóknin sýndi okkur að járnbú-
skapur var lélegri hjá íslenskum
börnum en börnum annars staðar
á Norðurlöndum. Þegar við skoð-
uðum börnin sex ára sáum við
tengsl milli lélegs járnbúskapar og
þroska. Rannsóknin sýndi því al-
varleg áhrif þessa og varð til þess
að næringarráðgjöf til foreldra
ungbarna var breytt og áhersla
lögð á brjóstagjöf,“ segir hún.
„Árið 2005 sáum við að járnbú-
skapurinn hafði batnað veru-
lega. Börnin uxu þá ekki eins
hratt og fyrri hópurinn líklega
vegna þess að þau fengu minna
af próteinum.“ Hvað það þýði við
sex ára aldur nú sé, vegna fjár-
skortsins, óljóst. - gag
Offita tengd nýmjólkurþambi barna
Brjóstamjólkin best
fyrsta hálfa árið
Það hefur lítil sem engin áhrif á vöxt
barna að fá mat frá fjögurra til sex
mánaða aldri. Þetta er niðurstaða
rannsóknar sem kynnt verður í næstu
viku á ráðstefnu heilsugæslustöðva.
Síðustu ár hefur fjölda foreldra
nýfæddra barna verið skipt upp í tvo
hópa. Annar gaf mat með brjóstagjöf-
inni en mæður hinna eingöngu brjóst
til hálfs árs aldurs auk D-vítamíns.
„Foreldrar sem gefa börnum sínum
að borða frá fjögurra til sex mánaða
aldri og bæta aðeins litlum mat við
brjóstamjólkurgjafir, eða innan við
100 grömmum á dag. Við sáum enga
breytingu á vexti barnanna, en við
sáum örlítið hærri gildi á járnbúskap
hjá börnunum sem fengu mat með.
Hins vegar var munurinn lítill og hvor-
ugur hópurinn líður járnskort,” segir
Inga Þórisdóttir prófessor.
Fyrir nærri tíu árum mælti Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin með því
að börn væru eingöngu á brjósti
fyrsta hálfa árið og stendur sú
ráðgjöf enn. Inga segir að íslenskar
mæður megi gjarna hafa börnin lengur
á brjósti samhliða því sem þau fái
annan mat.
„Aðeins 35% íslenskra mæðra hafa
börn eingöngu á brjósti fyrstu fimm
til sex mánuðina,“ segir hún. Þá
flaski foreldrar á því að gefa börn-
unum lýsi. „Við höfum alltaf mælt
með sérstökum D-vítamíngjafa. Svo
er fólk hissa á því að D-vítamínmagnið
mælist of lágt. En fólk ætti ekki að vera
hissa því taki það ekki vítamínið er það
ekki til staðar.“
Ekkert fé til
rannsókna
„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir
íslenskan almenning að rannsóknir
á því hvað fólk borðar og áhrif þess á
heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og
tryggðar með eðlilegum fjárveiting-
um,“ segir Inga Þórsdóttir, prófessor
við Háskóla Íslands og forstöðumaður
Rannsóknastofu í næringarfræði við
Háskóla Íslands og Landspítala .
Rannsóknarstofan safnar styrkjum
sem svarar til um 50 milljónum
króna árlega svo hún geti greitt
starfsfólki og doktorsnemum laun á
meðan hið opinbera styrki rannsóknir
á framleiðslu matvæla.
„Löndin í kringum okkur tryggja ekki
bara rannsóknir á framleiðslu matvæla
með fjárframlögum, heldur ekki síður
rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum
á heilsu fólks. Hérlendis er því
breytinga þörf.“ Einföldustu rann-
sóknir á mataræði hópa kosti 20
til 30 milljónir króna, en þá er ekki
tekið með athugun á áhrifum nær-
ingar eða neinar efnagreiningar eins
og D-vítamín og járnbúskapur. - gag
Stoðmjólk var sérstaklega búin
til eftir að rannsókn sýndi að 40
prósent íslenskra barna þurftu
meira járn og stækkuðu um of
og voru líklegri til að verða of
þung við mikla próteinneyslu
sem er við þamb nýmjólkur.
Saltið burt úr fæðu ungbarna
Á fyrsta aldursári barna er mikilvægt að þau kynnist fjölbreyttri, ósaltaðri og fituríkri fæðu. Þau eiga ekki að lifa á krukkumat eða
of lengi á vatnsbættum hrísgrautum. Pepperóní og spægipylsa er óæskileg börnum og þjóðlegu lifrarpylsuna má bara borða í hófi.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir kafaði ofan í æskilegt mataræði ungabarna með Elvu Gísladóttur, næringarfræðingi hjá landlækni.
Elva Gísladóttir næringafræðingur.
Nammi, namm. Sætkartöflustappa með smjöri slær alltaf í gegn hjá litlu krílunum.
9
mánaða
Slátur, álegg, tóm-
atar, appelsínur og aðrir
ávextir, hafragrautur
í stað ungbarna-
grauta
Við
fæðingu
brjóstamjólk
1
mánaðar
5 d-dropar
6
mánaða
kjöt, stoðmjólk, tsk.
krakkalýsi, rifið epli,
vatn við þorsta
7
mánaða
egg, fiskur
8
mánaða
pasta, hrísgrjón,
hafragrautur
„Barnið þarf að
læra að tyggja
og kynnast mis-
munandi áferð
matar, þykkt og
mjúkleika hans.
Of oft er krukk-
umatur of mjúk-
ur og áferðin
einhæf.“
ELFRÍÐ
-í senn óhugnanleg og hugljúf frásögn
Elfríð Pálsdóttir fæddist
og ólst upp í Þýskalandi
á stríðsárunum þar sem
dauðinn beið við hvert fótmál.
Hún fluttist síðar
til Íslands og bjó þá m.a.
á Siglunesi og á Dalatanga, þar
sem hún var vitavörður
ásamt manni sínum,
Erlendi Magnússyni.
Það var Elfríði mikil raun að
ria upp æskuár sín í
Þýskalandi.
Lesendur þessarar bókar munu
vafalítið skilja af hverju svo var.
Bókaútgáfan Hólar holabok.is/holar@holabok.is
20 fréttaskýring Helgin 11.-13. nóvember 2011