Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 9

Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 9
fréttir 9 Helgin 15.-17. mars 2013 KOMDU ÞÉR Í TOPPFORM Fyrir konur og karla, CLUB FIT, 6-vikna námskeið 50 mínútur 2x í viku NÝTT! Club Fit 50+ Fyrir konur og karla, 50 ára og eldri Club Fit hefur slegið rækilega í gegn! Tímarnir byggjast á að lyfta lóðum og hlaupa á hlaupabretti. Hraði og þyngdir sem henta hverjum og einum. ÞJálfari stýrir hópnum, leiðbeinir og hvetur áfram. Frábær stemning! Þú kemst í flott form áður en þú veist af og hefur gaman af. Allar nánari upplýsingar um verð og tímasetningar á www.hreyfing.is Pantaðu frían prufutíma á www.hreyfing.is Innifalið: • Þjálfun 2x í viku • Club Fit æfingakerfið sem miðar að því að „ögra“ líkamanum að komast út úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu • Þol- og styrktarmælingar – fyrir og eftir • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum Helmingur frumvarpa afgreiddur á þinginu Í tengslum við umræðuna um þinglok og málþóf skoðaði Fréttatíminn hversu mörg mál það eru sem þingheimur stendur frammi fyrir að afgreiða á þeim örfáu dögum sem eftir eru á þinginu. Alls hafa 295 frumvörp verið tekin til meðferðar á þinginu á þessum vetri. Af þeim hafa 193 verið samþykkt, en önnur bíða ýmist umræðu í nefndum eða þess að vera tekin til umræðu á þinginu. Helmingur þingmála hefur því hlotið afgreiðslu á því sem af er þessu þingi. Málastaða frumvarpa á 141. þingi 11. mars kl. 13.09 193 73 24 1 4 295 Samþykkt lagafrumvörp Fjöldi lagafrumvarpa í nefnd eftir 1. umræðu Fjöldi lagafrumvarpa komin úr nefnd og bíða 2. umræðu Fjöldi lagafrumvarpa í nefnd eftir 2. umræðu Fjöldi lagaafrumvarpa komin úr nefnd og bíða 3. umræðu Fjöldi lagafrum- varpa á 141. þingi Endurreisn merkustu húsa Kópavogs Starfsemi á að hefjast í húsunum á 60 ára afmæli Kópavogs eftir tvö ár. Kópavogsbær stendur fyrir stofnun félags áhugafólks um endurreisn Hressingarhælisins, sem Guðjón Samúelsson teiknaði og tekið var í notkun um miðjan þriðja áratug 20. aldar og gamla Kópavogsbæjarins, elsta húss Kópavogs, á fimmtudag- inn í næstu viku, 21. mars. Stofn- fundurinn verður haldinn klukkan 17 í bæjarstjórnarsalnum, Fannborg 2. Þar verður kynnt stofnsamþykkt félagsins og kosnir þrír stjórnar- menn og einn til vara. Bæjarstjórn hefur þegar kosið stjórnarmenn af sinni hálfu, Margréti Björnsdóttur formann, Garðar H. Guðjónsson, Kristin Dag Gissurarson og Unu Björg Einarsdóttur varamann. Auk Kópavogsbæjar geta einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt aðild að félaginu. Allir sem mæta á stofn- fundinn hafa atkvæðisrétt og eru kjörgengir í stjórn. Samkvæmt samþykkt bæjar- stjórnar hefur félagið hlotið nafnið Kópavogsfélagið. Tilgangur þess er tvíþættur. Annars vegar mun stjórn félagsins ljúka hugmynda- vinnu og gera tillögur til bæjarráðs um hvaða starfsemi á að vera í hús- unum tveimur. Félagið mun afla fjár til framkvæmda við endurbyggingu húsanna, en þau voru bæði friðuð á síðasta ári. Ráðgert er að fram- kvæmdum ljúki og starfsemi hefjist í húsunum á 60 ára afmæli Kópa- vogsbæjar 11. maí 2015. Fréttatíminn hefur greint frá hugmyndum nokkurra arkitekta og sagnfræðingsins Þorleifs Frið- rikssonar um að útfæra og þróa áhugavert safna- og útivistarsvæði á Kópavogstúni í tengslum við upp- gerðan Kópavogsbæinn og Kópa- vogshælið. Á túninu verði sögð hí- býlasaga alþýðu heillar þjóðar frá upphafi. Safnið myndi varpa ljósi á þjóðflutninga úr sveit á möl og með þeim hætti kallast á við hið vel heppnaða Vesturfarasafn á Hofsósi. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Kópavogstún Hressingarhælið á Kópavogstúni. Stefnt er að það verði tilbúið og endur- gert á 60 ára afmælisári Kópavogs. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.