Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 32
M á l þ i N g I ð
MIlLiMáL Og MAtArLeIfAr
Norræna húsið í Reykjavík verður vettvangur áhugaverðra
vangaveltna um matarleifar og matarmenningu þann 17.–18. mars nk.
Í hádeginu verða matarleifar í matinn!
Sunnudagur 17. mars
15.15 German encounters.
Tónleikar Caput hópsins og þýska klarínett-
dúettsins Zelinsky/Smeyers.
19.00 Kokkarnir Sebastian Wussler og
Miles Watson frá Pure Berlin skapa dýrindis
þýsk/norrænan kvöldverð.
Skráning nauðsynleg á: nh@nordice.is
Verð fyrir tónleika og kvöldverð: 10.000 kr.
Mánudagur 18. mars
09.30 Móttaka og kaffiveitingar.
10.00–10.10 Max Dager, forstjóri Norræna
hússins og Þuríður Helga Kristjánsdóttir,
fundarstjóri. Setning málþings.
10.10–10.40 Selina Juul.
Stop Food Waste-Problems and solutions in a
Danish perspective.
10.40–11.00 Sólveig Ólafsdóttir.
Keypt og kastað – eitt og annað mótsagnakennt
af samhengi neyslu og sóunar.
Erindið er á íslensku.
11.00–11.20 Gylfi Freyr Gunnarsson.
Best Practice in the Hotel Grand.
11.20–11.40 Stefán Gíslason.
Food waste, about the problem and finding
solutions.
11.40–12.00 Nadja Flohr-Spence.
Youth Food – Action and Experiments; culinary
disobedience happenings in Germany.
12.00–13.00 Matarleifar í matinn!
Hinrik Carl Ellertsson, ásamt kokkunum á Dill
elda fyrir okkur ruslfæði. Verð: 1.500 kr.
13.00–13.15 Mats Hellström.
Relations between Germany and the North
seen from a Swedish dinnertable.
13.15–13.35 Mads Holm.
German influences in Nordic food culture
– Is Icelandic Food Danish, and Danish
food German?
14.00–14.20 Sebastian Wussler.
The ideas behind Pure Berlin – How we will
change the way people think of German food.
14.20–14.50 Rudolf Böhler.
German Food Culture: Protestant and Catholic
Bratwurst.
Ítarlegri dagskrá má finna á
www.norraenahusid.is
Ráðstefnan er „millimál“ í röð ráðstefna þar sem kastljósinu er beint að tengslum
Norðurlandanna og Þýskalands. Málþingið fer fram á ensku.
Gísli Ásgeirsson
Þýðandinn orðhagi, Gísli Ásgeirsson, er afkastamikið vefskáld.
Hann birtir kveðskap sinn á vef sínum malbeinid.wordpress.com
og gerir Facebook-vinum sínum jafnan viðvart þegar ný kvæði
birtast þar. Straumar og stefnur í samfélagsumræðunni verða
Gísla oftar en ekki að yrkisefni. Auk þess sem kettir læðast eins og
leiðarminni í gegnum höfundaeverkið.
Hagyrðingarnir á Facebook
Ljóðið er síður en svo dautt. Það finnur sér alltaf farveg og ætti því engum að koma á óvart að snjallir hagyrðingar deili stökum og snjallyrðum með vinum sínum
á Facebook. Bragarháttur ferskeytlunnar hefur löngum verið einn vinsælasti íslenski bragarhátturinn og ferskeytlan lifir enn góðu lífi á Facebook þar sem hressir
hagyrðingar orða hugsanir sínar í hinu sígilda formi. Brageyrað virðist þó stundum hafa orðið fyrir einhverri heyrnarskerðingu en þá er bara að virða viljann fyrir
verkið. Fréttatíminn kíkti við hjá nokkrum hagyrðingum á Facebook sem láta sér fátt óviðkomandi.
Kattaskítur og kosning páfa
Misjafnt er lífsins meðalhóf
mannanna seigur er vani
meðan ég kúkinn úr kettinum
skóf
var kosning í Vatíkani.
Úr kassanum vonda lagði lykt
er liðaðist reykur hvítur
Svo báðum við fyrir Benedikt
og Brandi, sem úti skítur.
[stytt]
Um frétt dagsins:
Áhrifamikið var forsetans fas
fyllti hann ógnarkraftur
eftir áralangt argaþras
urðu hinir að lúta í gras
núna er fagnað og gefið í glas
því góðærið byrjar víst aftur.
Um fráfarandi leiðtoga kaþóla,
sem sýndi yfirgripsmikla
van þekkingu á tilteknum sam-
félagsmálum:
Benedikt hefur mikinn metnað
og miðlar af huga sönnum
kynnti sér bæði kynlíf og
getnað
með kirkjunnar mönnum.
Ríma af James Bond
Drusilmenni drepur vond
dregur víf á tálar
í jakkafötum James Bond
í jólabjórnum skálar.
Víða liggja leiðir Bond
lipur tólum beitir
Á Ítalíu einn á gond-
óla fór um sveitir.
Elda saman Emm og Bond
ótal rétti laga.
Þeirra föstudagafond-
ú fyllir vel í maga.
Heineken er hellt í Bond
honum magnast skita.
Langar meira í Leffe Blond
og lifrarpulsubita.
Vinnu sinnar vegna Bond
víða þarf að flakka
en íbúð góða á í Lond-
on við Temsárbakka.
[stytt]
Sigurjón Egilsson
Blaðamaðurinn Sigurjón M. Egilsson kom sterkur inn á ljóðvöllinn
á Facebook ekki alls fyrir löngu. Það er ekki síst á morgungöngum
Sigurjóns með hundinum Garpi sem andinn hellist yfir hann og
afraksturinn skilar sér síðan á netið.
Kristján Hreinsson
Skerjavíkurskáldið Kristján Hreinsson þarfnast vart kynningar enda
hefur hann komið víða við.
Sigríður Klingenberg
Spákonan Sigríður Klingenberg er lífsglöð og hress og bjartsýn að
eðlisfari. Þetta skín í gegnum kveðskap hennar á Facebook þótt oft
sæki hún innblástur í dapurlega hluti. En lífið sigrar alltaf hjá Siggu
sem hefur sinn eigin stíl og fer óhefðbundar leiðir í skáldskapnum.
Þetta hugsaði ég í morgun-
göngunni.
Kusu yfir sig ákveðin kristileg
gildi
klerkarnir þetta vildu og sýndu
enga mildi
að kvöldi fengu mikið hrós
daginn eftir kom í ljós
að flokkurinn þetta alls ekki
vildi.
Í morgungöngunni áðan, sauð
ég saman leirburð:
Í huganum Garpur kettina eltir
tilurð þeirra fyrir sér veltir.
Er samt algjört undur,
heimsins besti hundur.
Nema þegar helvítið geltir.
Hitti mann áðan sem var
óþarfa mælskur og hreinskilinn.
Eftir að ég losnaði, settist í
bílinn varð þessi leirlimra til:
Fátt merkilegt Bjarni sagði,
Samt líf sitt á borðið lagði.
Sumt var súrt
annað klúrt,
bestur var hann þá sjaldan
hann þagði.
Eftir góða skemmtun í Borgar-
leikhúsinu á Gullregni kíkti
Sigurjón á Kringlukrána og tók
þar eftir manni og úr varð:
Datt í það, drakk enn ofmikið.
Dansaði mest, söng allra hæst.
Ferlegt að fara alltaf yfir
strikið,
finnst samt, að gangi betur
næst.
Þú lífsgöngu þína í skýin skráir
láttu alheiminn vita hvað þú
þráir
því ævisöguna sjálfur semur
ræður næsta kafla sem kemur
hvað viltu gera? hvað viltu
verða?
það mun rætast ef þú í hug-
anum sérð það....
Kumbravogsbörnin voru barinn
og sleginn
og djöflarnir þeirra ekki til
dómstóla dreginn
þau voru svívirt og engin var
vörnin
það erum við öll sem passa
eigum börnin
að innan þau dóu enga upp-
reisn þau fengu
...með kramið hjarta alla fram-
tíð þau gengu
ég spyr ÞIG og ÞIG og ÞIG hvað
ska gera
eigum við bara að láta þetta
VERA,,,,,,,,,,,,,,,
Á leiðinni gegnum lífið oft hef
ég rifið kjaft
lofsamað einhverja vitleysu og
rangt fyrir mér haft
i nöprum vindum gengið og þá
oft villst af leið
því stundum eru gjótur þó
gatan virðist greið
ég alls ekki í dag ég um for-
tíðina hnít
ég lifi bara í núi og í restina gef
ég skít.............(AMEN)..
...........HRÓS....
Dagurinn í dag er helgaður
hrósi
þá hamingjuna sérðu í betra
ljósi
hrósa þú þeim sem á veginum
standa
viskuna gefðu þeim sem eru
í vanda
kveiktu í hjörtum kristaltært
ljós
knúsaðu vini og gefðu þeim
HRÓS.......
Í HLÝJUM FAÐMI
Í hlýjum faðmi lít ég ekki undan
er ástarljós frá hjarta þínu skín,
ég stari inn í fölskvalausa fegurð
þótt fái hún að brenna augun
mín.
Þótt verði holdið lengi baðað
logum
mun lífsins andi forðast
feigðarós
því tilfinningar þínar hafa hita
og hugur þinn á indælt sálarljós.
Já, jafnvel þó að brenni ég á báli
og blindaður ég forðist auglit þitt
þá lifi ég ef ástar þinnar ylur
eitt andartak fær vakið hjarta
mitt.
SKÁLDLEG SKRIF
Hann hefur núna lokað lífsins
bók
en ljóðum hans fá kynslóðir að
fagna;
að skapa list hjá honum tímann
tók
og taktur hans mun aldrei ná að
þagna.
Við daufa hjartans glóð á góðum
stað
með gleði lét hann hljóma hinsta
stefið,
hann getur núna þakkað fyrir
það
sem þessi veröld hefur honum
gefið.
Á meðan hann er laus við tímans
tif
við trúum því að þjóðin verk
hans geymi
og núna má hann stunda
skáldleg skrif
og skapa sína list í öðrum heimi.
32 kveðskapur Helgin 15.-17. mars 2013