Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 27
Allt um breytta sorphirðu er að finna á pappirerekkirusl.is ER KOMIÐ AÐ ÞÍNU HVERFI? TVÆR LEIÐIR TIL AÐ LOSNA VIÐ PAPPÍRINN BLÁ TUNNA Þú pantar bláa tunnu á pappirerekkirusl.is, með símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Við komum með bláu tunnuna til þín innan nokkurra daga. GRENNDARGÁMAR Á pappirerekkirusl.is finnur þú næsta grenndargám í þínu hverfi. Kjalarnes – LOKIÐ Grafarholt og Úlfarsárdalur – LOKIÐ Okt 2012 2012 2013 Árbær og Grafarvogur – LOKIÐ Breiðholt – LOKIÐ Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir Miðbær og Hlíðar Vesturbær Nóv Jan 2013 Feb 2013 Mars 2013 Apr 2013 Maí – Takk fyrir að flokka! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 2- 19 31 Sorphirða í Reykjavík mun á næstu mánuðum breytast til hins betra – og nú er komið að Laugardal, Háaleiti og Bústöðum. Reykvíkingar munu á þessu ári hætta alfarið að henda pappír, pappa, dagblöðum, tímaritum, fernum og skrifstofupappír í almennar sorptunnur. Pappír er verðmætt efni sem auðvelt er að nýta til hagsbóta fyrir umhverfið. Í stuttu máli: Pappír er ekki rusl. Laugardal, Háaleiti og Bústöðum NÚ ER KOMIÐ AÐ ÍBÚUM Í AÐ HÆTTA AÐ HENDA PAPPÍR Í RUSLIÐ Samtök um líkamsvirðingu Eru vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf er viðkemur útliti, heilsu og holdafari. Júlía komst í tæri við samtökin í gegnum gamla vinkonu og segir þau hafa hjálpað sér mikið. „Líkamsvirðing er að bera virðingu fyrir líkama sínum og annarra. Þegar við berum virðingu fyrir líkama okkar þá hugsum við vel um hann. Við treystum þeim merkjum sem hann sendir okkur og svörum með viðeigandi hætti. Þegar við erum svöng eða þreytt þá gefum við líkama okkar það sem hann þarfnast. Við reynum ekki að sigrast á honum, pína hann áfram eða refsa honum. Líkamsvirðing vísar líka til þess að allir líkamar eiga rétt á sömu virðingu. Þetta orð er herör gegn fordómum og mis- munun í tengslum við líkamsvöxt. Líkamsvirðing er mannréttindayfirlýs- ing. Við eigum öll rétt á því að lifa í sátt við okkur sjálf og líða vel í eigin skinni.“ þyngdartapinu hafi öll verið á þann veg að henni hafi loks fundist sem hún væri á réttri braut. „Vá það er allt annað að sjá þig, þú ert svo rosalega sæt núna,“ eru orð sem hún segist hafa heyrt víða. Enginn virtist þó gera sér almennilega grein fyrir því að ekki væri allt með felldu þangað til síðasta sumar, þegar samstarfskona Júlíu kom að máli við hana. Þá hafði Júlía þjáðst af átröskun í nokkur ár. „Þau sem standa mér næst, vildu helst ekki segja neitt því þetta er svo viðkvæmt og þau vildu ekki styggja mig. Ég veit svosem ekk- ert hvað fór þeirra á milli en með að lýsa yfir áhyggjum þá geturðu nefnilega ýtt viðkomandi frá þér og ég held að það hafi verið séns sem þau vildu ekki taka. Þau fylgdust frekar með, hvöttu mig til að borða og slepptu að hrósa mér fyrir þyngdartapið,“ segir Júlía. „En þessi tiltekna samstarfskona var í þannig aðstæðum að hún gat sagt eitthvað við mig og þá loks áttaði ég mig á því að ég væri ekki að blekkja neinn lengur.“ Máttlaus og kvíðin Síðasta sumar var Júlía orðin mjög veikburða og fékk tíð aðsvif. Hún var máttlaus, kvíðin og fór að loka sig alveg af sem er mjög ólíkt þeirri félagslyndu konu sem hún í raun er. „Ég forðaðist hvers kyns félags- legar aðstæður þar sem boðið var upp á mat. Ég ýmist laug upp veik- indum eða önnum og var svo bara ein heima. Ég var líka svo máttlaus að ég gat ekki neitt. Það var ekk- ert gaman hjá mér lengur, sitjandi ein heima, hugsandi stöðugt um kaloríur. Þegar verst lét þá hugsaði ég um fátt annað og það bitnaði svo á öllu öðru sem ég gerði. Ég var til dæmis að skrifa BA ritgerð í heimspeki og það passar frekar illa saman, að hugsa þráhyggjukennt um mat og megranir og læra heim- spekikenningar.“ Júlía segir nokkra samverkandi þætti vera ástæðu þess að fór sem fór. Í samfélaginu séu fordómar fyrir líkamsfitu samþykktir óháð heilbrigði einstaklinga. Líkams- stærð segir nefnilega ekkert um heilbrigði einstaklinga og bendir Júlía á að þegar hún var sem óheil- brigðust, hafi fólk gjarnan hrósað henni fyrir að vera í góðu formi. „Þegar ég var mjóst, var fólk að segja við mig að ég væri komin í svo gott form. Það var einmitt þvert á móti því ég var í ömurlegu formi. Ég er nýbyrjuð að geta labbað upp stiga aftur án þess að verða lafmóð því að nærast er frumforsenda þess að vera í góðu formi,“ útskýrir Júlía. Hún segir jafnframt að þau mæli- tæki sem fólk styðjist jafnan við í líkamsrækt, líkt og BMI–stuðull- inn séu fullkomlega gagnslaus. „Á þeim tíma þegar ég gat gert allt – var í besta líkamlega forminu, borðaði hollan, næringarríkan mat, hreyfði mig hóflega, var í frábærum málum andlega og hamingjusöm – þá var ég á hættumörkum þessa stuðuls hvað varðar offitu. Þegar ég hugsa til baka þá er það alveg fáránlegt. Það var ekkert sem ég gat ekki gert. Það var ómögulegt að sjá hvor myndi bugast fyrst ég eða þrekhjólið. Ég var í frábæru formi og líkamsstuðullinn minn samkvæmt þessu flokkaðist sem sjúklegur.“ Eðlilegt að rakka niður feita Júlía segir samfélagsumræðuna vera á villigötum þegar kemur að heilbrigði Framhald á næstu opnu Lystarstol Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans virðist sem tíðni þessa sjúkdóms hafi vaxið á undanförnum árum. Sjúkdómurinn herjar aðallega á stúlkur eða í 90% tilfella. Einstaklingur sem er þjakaður af lystarstoli leggur mikla vinnu í að vera undir kjörþyngd og þá langt undir kjörþyngd. Það gerir viðkomandi með að neita sér um mat eða gæta þess vandlega að brenna mun fleiri hitaeiningum en borðað var. Einstaklingar með lystarstol hræðast þyngdar- aukningu verulega og er sem öll skynjun þeirra á eigin líkamsmynd raskist verulega. Lystarstolssjúklingar þjást þannig af langvarandi svelti og vegna þessa hefur lystarstol víðtæk áhrif á líkamsstarfsemi og hormónabúskap. Lotugræðgi Einstaklingur með lotugræðgi ofétur í lotum. Eftir það viðhefur viðkomandi svo ákveðna hegðun til að losna við matinn til þess að fyrirbyggja þyngdaraukningu. Þetta gerir sjúklingur með því að framkalla uppköst, nota hægðalosandi lyf og/eða stunda ofsakennda líkamsrækt. Átköstin fara yfirleitt fram í felum og þeim fylgir síðan mikil vanlíðan og samviskubit. Þau sem glíma við lotugræðgi eiga það til að borða stjórnlaust, jafnvel yfir 2000 hitaeiningar í mál af hitaeiningaríkum mat. Sá einstaklingur sem er með lotugræðgi er oft í kjörþyngd og á þannig auðveldara með að dylja vanda sinn. Eins og lystarstol þá er lotugræðgi mun algengari hjá stúlkum en strákum. Líkamlegar afleiðingar geta verið marg- þættar en tannskemmdir eru mjög áberandi sem og ýmsir sjúkdómar í munnholi og meltingarvegi. úttekt 27 Helgin 15.-17. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.