Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 70
Og kærastinn
minn styður mig
alveg í þessu og
reynir að hjálpa til.
Ef Ester vinnur fær hún tækifæri til þess að skoða heiminn í hálft ár auk þess sem hún getur með hjálp Mydestination
munstrað unnusta sinn inn í hluta ferðalagsins en hún segir útilokað að draga hann af landinu í sex mánuði. Slóðin á
kosningasíðu Esterar er http://www.mydestination.com/users/esterosk/bbb#.UUB_uxyjfSj
E ster Ósk Arnardóttir er Akureyringur í húð og hár. Hún stundar nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri en er tilbúin til þess að
kasta öllu frá sér og stökkva út í hinn stóra heim í
hálft ár ef henni tekst að vinna keppni um sex mán-
aða heimsreisu á vefnum Mydestination.com.
Keppnin heitir Biggest, Baddest, Bucket List sem
gæti útlagst eitthvað á þá leið að undir þetta ævintýri
falli allt sem fólk verður að gera áður en það deyr.
„Ég rakst nú bara á þessa vefsíðu þegar ég var að
vafra um netið og safna upplýsingum vegna þess
að ég var að undirbúa heimsreisu,“ segir Ester
sem segist ekki geta verið kyrr á sama staðnum
lengi. „Þannig að það var ekki um annað að ræða
en stökkva á þetta. Mér finnst rosalega gaman að
ferðast og það er svolítið fyndið að ég er búin að
vera að berjast um það við kærastann minn að fara
í svona ferð.“ Ester segir að hún og kærastinn séu
eins og svart og hvítt þegar kemur að ferðalögum og
flökkueðli. „Hann er mjög heimakær,“ hlær Ester.
„Hann er til í að skreppa í svona þrjá til fjóra mánuði
en ég er að reyna að fá hann til þess að fara með mér
í sex mánuði. Þannig að þetta dæmi steinliggur fyrir
mig.“
Ester segist hafa stefnt að því að klára BA-
gráðuna sína en ef hún vinnur í keppninni er hún
alveg tilbúin til þess að fresta því og skilja unnust-
ann eftir fyrir norðan. „Já, algjörlega. Þetta er bara
draumur.“
Keppnin á Mydestination.com er tvíþætt. Annars
vegar er um netkosningu að ræða þar sem þeir fimm
keppendur sem fá flest atkvæði komast í úrslit og
fimm aðrir komast áfram á myndbandi sem þeir
setja um sig á vefinn. Ester gerði líflegt myndband
þar sem hún fræðir gesti síðunnar um Akureyri og
Norðurland auk þess sem hún kynnir íslensku sauð-
kindina til leiks.
„Þetta eru svo tíu manns sem fara til Bretlands til
fundar við dómnefndina og þar þarf að leysa alls kon-
ar þrautir þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
Sá fær sex mánaða ferðalag á áfangastaði að eigin
vali í sex heimsálfum og allan kostnað greiddan. Og
til þess að gera þetta enn betra fær ferðalangurinn
peningaverðlaun sem nema rúmum sex milljónum
króna í lok ferðalagsins.
Ester reyndi að slá á útþrá sína með því að fara
sem au-pair til Bandaríkjanna 2011 en sú ferð hafði
þveröfug áhrif og hún þiggur því allan stuðning í
baráttunni fyrir takmarki sínu. „Þegar ég skráði mig
voru eitthvað um 50 manns mættir til leiks en nú eru
þeir komnir yfir 300,“ segir Ester sem gefst ekki upp
fyrr en yfir lýkur.
„Og kærastinn minn styður mig alveg í þessu og
reynir að hjálpa til. Flestir sem hafa kosið mig á
vefnum eða deilt myndbandinu mínu segjast annað
hvort vilja að hann fái frí frá mér í hálft ár eða ég frá
honum,“ segir Ester og hlær.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
EstEr Ósk Etur kappi um hEimsrEisu
Getur ekki verið á
sama stað lengi
Ester Ósk Arnardóttir er 24 ára Akureyringur sem lýsir sér sem ævintýrastelpu sem vilji sjá
allan heiminn. Ögrandi viðfangsefni heilla hana og hún hefur gaman af því að taka áhættu.
Hún segist vera metnaðargjörn og þrjósk sem skýrir sjálfsagt að hún hefur blandað sér í
keppni um hálfs árs heimsreisu og er tilbúin til þess að skilja kærastann eftir heima og fresta
BA-prófi sínu ef hún hreppir hnossið.
Ferðir við allra hæfi
Skráðu þig inn – drífðu þig út
www.fi.is
Ferðafélag Íslands
Ármann halldÓrsson kEnnir hEimspEki mEð spunaspilum
Nemendur verða persónur í námsefninu
Ármann Halldórsson, ensku- og heimspekikennari við
Verslunarskóla Íslands, fer óhefðbundnar leiðir í heim-
spekikennslu sinni og lætur nemendur sína takast á við
spurningar og vandamál með hlutverkaspilum.
„Mig hefur lengi langað að prófa þetta og kýldi á það í
vetur með valgrein í enskunni þar sem við erum aðallega
að spila spunaspil, Dungeons&Dragons og fleiri slík, og
lesum ævintýrabækur,“ segir Ármann sem telur ljóst að
þessi aðferð gefi nemendum tækifæri til að kafa dýpra í
námsefnið þegar þeir takast á við það sem persónur í sögu.
„Þar sem ég kenni líka heimspeki datt mér í hug að það
gæti verið spennandi að tengja hana við þetta líka.“ Ár-
mann bendir á að í heimspekikennslu séu ýmsar umræðu-
aðferðir notaðar og spunaspil geti verið fersk viðbót þar.
„Mér datt í hug að það gæti verið áhugavert að takast á
við siðferðilegar- og tilvistarlegar spurningar með því að
spila sig inn í einhvern tiltekinn söguþráð og aðstæður þar
sem nemendur þurfa sem persónur standa frammi fyrir
siðferðilegu álitamáli. Til dæmis hvort það eigi að bjarga
þessum eða hinum eða fórna einum fyrir fjöldann og svo
framvegis.“
Ármann segist hafa fengið hugmyndina frá fantasíubók-
menntanámskeiði sem Terry Gunnell kenndi lengi vel í MH
þar sem nemendur spiluðu meðal annars Dungeons&Dra-
gons. „Ég hef haft mikinn áhuga á því að endurvekja þetta.“
Ármann segir nemendur sína mjög móttækilega fyrir
spunaspilunum og þeir séu fljótir að komast inn í þanka-
ganginn. Gullöld hlutverkaspilanna sé ef til vill liðin en í
grunninn gildi þar sömu lögmál og í tölvuleikjum sem eru
unga fólkinu mjög tamir. -þþ
Ármann Halldórsson í spunaspili með
nemendum sínum í VÍ. Hann langar að
þróa spunaspilin áfram sem kennsluað-
ferð enda sér hann í þeim leið til þess að
auðga kennsluna og námið. Ljósmynd/Hari.
Opna tvær nýjar
útvarpsstöðvar
Tvær nýjar stöðvar bætast
í útvarpsflóru landsins á
næstu dögum. Það er Flass
104,5 sem er að færa út
kvíarnar. Önnur útvarps-
stöðin mun kallast FlassBack
og verður á tíðninni 91,9. Á
stöðinni verður spiluð tónlist
frá árunum 1990 til 2005.
Gamla kempan Jón Axel
Ólafsson er rödd stöðvarinn-
ar. Hin útvarpsstöðin heitir
Flass X-tra og fer í loftið á
næst dögum. Þar verður
leikin hiphop-tónlist, raf-
tónlist og ýmis jaðartónlist.
Þá verður hresst aðeins upp
á móðurskipið með nýjum
morgunþætti og nýju fólki
undir stjórn Sindra Ástmars-
sonar dagskrárstjóra.
Stökkpallur til frægðar
Músíktilraunir hefjast næsta sunnudag og hafa aldrei
fleiri stelpur tekið þátt en í ár. Áhugafólk um íslenska
tónlist fylgist ávallt grannt með þessum árlega viðburði
sem hefur getið af sér margar af þekktustu hljóm-
sveitum landsins. Þar má nefna Of Monsters and Men,
Agent Fresco, Jakobínarínu, XXX Rottweiler hunda,
Mínus, Botnleðju, Maus, Kolrössu krókríðandi/Bellatrix,
Greifana og Dúkkulísurnar. -sda
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ
70 dægurmál Helgin 15.-17. mars 2013