Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 44
Herra og frú Blátönn á ferð F Fátt hefur yngri sonur minn undrast meira í seinni tíð en þegar ég greip símann og myndaði tilfallandi atburð. Hann stóð í þeirri meiningu að tækni- hömlun föðurins væri á því stigi að slíkt væri óhugsandi. Rétt er það hjá hinum unga manni að seint verður sagt að ég sé tæknilega sinnaður. Það er þó full- mikið sagt að ég sé algerlega heftur á þessu sviði. Það hallar í 30 ár sem ég hef unnið blaðamannsstarfið á tölvu og komist skammlaust frá því þótt að sönnu sé sjaldan til mín leitað ef starfsfélagar lenda í vanda. Enn á ég í fórum mínum skjal um að ég hafa lokið námskeiðinu Norsk Data 100. Svo hétu græjurnar sem DV, þáverandi vinnustaður minn, tók í þjónustu sína árið 1985, þegar blaðið flutti í nýjar höfuðstöðvar við Þverholt. Norsk Data tölvukerfið þurfti, að þeirra tíma sið, heilt herbergi í kjallara fyrir útstöðvar sem voru á hverju borði. Herbergið var nánast eins og vélarrúm í skipi enda fylgdi vélstjóri með, tækni- stjóri sem sá um að halda þessu æðakerfi fyrirtækisins gangandi. Margan sat ég tæknifundinn þá sælu daga án þess að skilja mikið hvað fram fór. Tímann notaði ég gjarnan til að láta hugann reika um eitthvað allt annað en fundarefnið, fannst ég allt eins geta verið á fundi í Boeing flugvélaverksmiðjunum. Verst var þegar það henti að ég var beðinn að bóka fund- ina. Það er ekki víst að tæknimennirnir sem þá sátu hafi haft teljandi gagn af fundargerðunum. Af meðfæddri íhaldssemi er ég seinn að tileinka mér tækninýjungar, bíð þar til ég kemst ekki hjá því. Þannig var með gsm-símann á sinni tíð. Ég var síðastur allra í fjölskyldunni að taka það undra- tæki í brúk. Eiginkona og börn höfðu fyrir löngu fengið sér síma áður en ég lét til leiðast. Krakkarnir gerðu svolítið grín að pabbanum vegna þessa enda eru afkvæmin öll, merkilegt nokk, tækni- lega sinnuð og nýjungagjörn, ljósárum á undan föðurnum. Þótt þau séu löngu flutt að heiman fylgist ég með því hversu ört þau skipta um síma og tölvur og alls konar tæki sem öll eiga það sameigin- legt að byrja á litlu i-i. Mín apparöt duga lengur. Líklega hef ég ekki átt meira en fjóra gsm-síma frá upphafi enda duga þeir árum saman. Það var ekki fyrr en á liðnu ári að eldri sonur minn kvað upp þann dóm að koma þyrfti þeim gamla inn í 21. öldina og lagði snjallsíma á mitt borð. Mér er ekki alls varnað í viðureign við tólið, hringi og svara, sendi og móttek sms-boð, skoða tölvupóstinn og fer inn á netið í græjunni – og tek á hana myndir, eins og yngri sonurinn komst að sér til undrunar. Það nægir. En ekki verður allt séð fyrir í tæknimálum. Við hjóna- kornin endurnýjuðum heimilisbílinn á liðnu ári, sem ekki er í frásögur færandi, keyptum sömu gerð og við áttum áður enda kunnum við vel við þann bíl. Bifreiðar þróast hins vegar eins og önnur apparöt og tölvu- tæknin er orðin allsráðandi. Það þýðir því lítið fyrir venjulegt fólk að opna vélarhús bíla. Ekki að það breyti miklu í mínu til- felli. Ég opnaði heldur ekki vélarhús bíla meðan þeir voru einfaldari að allri gerð. Starfsmaður bílaumboðsins spurði hvort við vildum ekki að tæknimaður sýndi okkur helsta búnað tækisins. Við þáðum það. „Það er lyklalaust aðgengi að bílnum,“ sagði sá góði maður um leið og hann afhenti mér tvo hnappa, ígildi lykla sem við hjónin gætum annað hvort verið með í vasa eða tösku. Þá næmi bíll- inn návist okkar svo lás færi af þegar við nálguðumst ökutækið. Það stóð heima. „Að sama skapi,“ sagði bíltæknimaður- inn, „þarf ekki annað en að snerta hand- fangið svo bíllinn læsist.“ Ég prófaði þetta, strauk því blíðlega og það var eins og við manninn mælt, lok, lok og læs. Því næst spurði sérfræðingurinn hvort við værum ekki með „Bluetooth“ í sím- unum okkar. Við litum hvort á annað, illa heima í blátönn þessari en réttum þó fram símana. Vélstjórinn áttaði sig þegar á því að í báðum væri blátönn að finna, ýtti á ýmsa takka í mælaborðinu og sagði að hér eftir gætum við haft símana í vas- anum en svarað með því að ýta á takka á stýrishjólinu. „Svo þarf aðeins að ýta á hnapp til þess að setja bílinn í gang og á sama hnapp til að stöðva vélina. Einfald- ara getur það ekki verið.“ Ég settist undir stýri, ýtti á hnapp- inn og bíllinn rauk í gang. Sem betur fer var stýrið hringlaga og skiptistöngin á sínum stað. Við renndum úr hlaði. Bíll- inn fór vel með okkur, eins og sá fyrri og við höfðum ekki lengi ekið þegar annar sona okkar hringdi í móður sína. Ég ýtti á stýrishnappinn og rödd hans hljómaði um vagninn. Þegar hann hafði rætt við hana um hríð kunni ég ekki við annað en að tilkynna honum að ég heyrði samtalið líka. „Hva...,“ sagði strákurinn, „gamla settið bara komið inn í nútímann.“ Ég ók nýja bílnum á minn vinnustað. Konan tók við honum í gangi og ók sína leið. Ég var rétt sestur við tölvuna þegar snallsíminn minn hringdi, þessi með blá- tönninni. Á hinni línunni var eiginkonan. „Hvað er með þennan bíl?“ sagði hún að- eins á hærri nótunum, „ég drap á honum með hnappnum, eins og maðurinn sagði okkur, en hann fer alls ekki í gang aftur, sama hversu oft ég ýti á þennan takka.“ Samstundis rann upp fyrir mér ljós. Konan hafði, af því að bíllinn var í gangi, ekið lyklalausu tækniundrinu í annað bæjarfélag. Ég var hins vegar með báða lyklana, eða þessi apparöt sem mað- urinn lét mig hafa – í buxna- vasanum. Jafnvel vísan í Norsk Data 100 diplómað dugði ekki til varnar fyrir teknískan af- glapaháttinn. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Krumma Þroskandi og fallegar vörur fyrir flotta krakka! Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Dreifingaraðilar: Mál og Menning, Hagkaup & Móðurást. Kapla kubbar 100 stk (8 litir) Verð:10.900 kr. Kapla kubbar 200 stk (ólitaðir) Tilboðsverð: 11.900 kr. Leikborð 30% afsláttur! Verð: 26.000 kr. Tilboðsverð: 18.200 kr. Gönguvagn Verð: 11.990 kr. 44 viðhorf Helgin 15.-17. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.