Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 24
1981 sem bauð fram í sveitar-
stjórnarkosningunum 1982, segja
konurnar þegar þær eru beðnar að
rifja upp aðdragandann
að stofnun Kvenna-
listans. Þær tala hver í
kapp við aðra þar sem
við sitjum við hlaðið
matborð á heimili
Kristínar Jónsdóttur.
Engin leið er að henda
reiður á hver segir
hvað – enda kannski
óþarfi. Því hér eru
komnar saman þrettán
konur með eina rödd –
eina hugsjón. Sem enn
lifir.
Kvennaframboðið
komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að
bjóða ekki fram til Al-
þingis ári síðar en hóp-
ur kvenna var á annarri
skoðun og boðaði til
borgarafundar á Hótel
Esju haustið 1982. Á fundinum var
mikill hugur í konum og augljóst
að margar hefðu áhuga á að bjóða
fram lista kvenna til Alþingis.
Stofnfundur Kvennalistans
var haldinn þann 13. mars 1983.
Flokkurinn var strax með allt öðru
fyrirkomulagi en aðrir
stjórnmálaflokkar, til að
mynda var enginn for-
maður. Konurnar segja að
þetta hafi farið óskaplega
í taugarnar á formönnum
í öðrum flokkum, sem og
frétta- og blaðamönnum,
því þeir vissu aldrei hvern
þeir ættu að tala við innan
Kvennalistans. Mark-
miðið með þessu var hins
vegar fyrst og fremst það
að breyta þeim strúktúr
sem samfélagið byggði á,
sjálfri samfélagsgerðinni,
og auka jafnframt vald-
dreifingu.
Þrjár konur á þing
Þær höfðu mjög skýra
stefnuskrá þar sem þær
lögðu áherslu á að koma
öðrum málum á dagskrá en tíðkast
hafði í íslenskum stjórnmálum.
Kvennalistinn náði þremur konum
á þing í fyrstu þingkosningunum
1882
Konur fengu fyrst
kosningarétt í
sveitarstjórnar-
kosningum á Íslandi
(þó aðeins ekkjur og
ógiftar konur sem
sátu fyrir búi)
1907
Konur fengu
fullan kosningarétt í
sveitarstjórnarkosn-
ingum í Reykjavík og
Hafnarfirði
1908
Fyrsti kvennalistinn
bauð sig fram í
sveitarstjórnarkosn-
ingum í Reykjavík
19. júní
1915
Konur, 40 ára og
eldri, hlutu kosn-
ingarétt til Alþingis
og einnig kjörgengi
8. júlí
1922
Fyrsta konan kjörin
á Alþingi, Ingibjörg
H. Bjarnason af
Kvennalista.
1959
Auður Auðuns
borgarstjóri í Reykja-
vík, fyrst kvenna
1961
Fyrsta konan for-
seti Alþingis (neðri
deildar), Ragnhildur
Helgadóttir
1970
Auður Auðuns dóms-
og kirkjumálaráð-
herra, fyrst kvenna á
ráðherrastóli
1. maí
1970
Rauðsokkuhreyf-
ingin kom fram
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3-
06
15
Draumaferð á hverjum degi
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Ef þú vilt sparneytinn og rúmgóðan fjölskyldubíl sem kemur skemmtilega á óvart er óþarfi að leita lengra. Nýr
Mercedes-Benz B-Class eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri og mengar svo lítið að hann fær frítt
í stæði í Reykjavík í 90 mínútur. Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu kostar frá 5.590.000 kr.
Hlökkum til að sjá þig í sýningarsal Öskju á Krókhálsi 11.
Mercedes-Benz B-Class 180 CDI með glæsilegum
aukahlutapakka. Verð 5.790.000 kr. Til afhendingar strax
· Hiti í sætum
· Inniljósapakki
· Hraðastillir
· 16” álfelgur með
heilsársdekkjum
· Radarstýrð árekstrarvörn
· Bakkmyndavél
· Krómpakki
· 7 þrepa sjálfskipting
· Sæta-þægindapakki
Fjöldi kvenna
níFaldast
Konur á þingi voru
5%
við stofnun Kvennal-
istans árið 1983 og
hefur hæst farið í
43%
árið 2009
Þrjár fyrstu þingkonur Kvennalistans eftir kosningarnar 1983: Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
og Kristín Halldórsdóttir.
24 stjórnmál Helgin 15.-17. mars 2013