Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 20
S tefán Svavarsson viðskiptafræðingur skrifaði nýlega grein í fagtímarit FLE (Félag löggiltra endurskoð
enda). Greinin var mjög hófstillt um efnið
og fagleg, og var ætlað að vekja umræðu
um málefni endurskoðenda almennt, og
þá ef til vill sér í lagi stöðu einyrkja í stétt
inni. Viðbrögð forystumanna FLE valda
vonbrigðum, en þau hafa helst einkennst
af þeim ósið að fara í manninn en ekki
boltann.
Frá hruni bankanna í október 2008 hafa
endurskoðendur verið býsna þögulir um
eigin störf, og tengsl sín við hrun hins ís
lenska fjármálakerfis. Fyrstu opinberu
viðbrögðin voru að kenna regluverkinu um
það sem aflaga fór, en alls ekki endurskoð
endum.
Regluverkið
Líta verður nánar á þær röksemdir, sem
heyrst hafa frá forsvarsmönnum endur
skoðenda, að meint röng
reikningsskil hafi verið göll
uðu regluverki einu að kenna.
Er það trúverðugt fyrir þá stétt
manna, sem fer fremst í flokki
fagmanna um reikningsskil og
endurskoðun, að þeir hafi látið
leiðast út í ógöngur af þessari
ástæðu einni? Gæta verður að
því að hér er ekki verið að fjalla
um smávægileg mistök, heldur
átti bilað eða gallað regluverk
að vera ástæða þess, að íslenskt
efnahagslíf er nú líkara eyði
mörk en aldingarði. Háskóla
menntaðir endurskoðendur með
áratuga starfsreynslu bjóða upp
á þessa skýringu, og forustusveit
endurskoðenda heldur henni
mjög á lofti.
Regluverkið er samið eftir
mikla yfirlegu fagmanna, og tek
ur mið af áratuga sögu nútíma
reikningsskila og þeirra pytta,
sem menn hafa hratað í á þeirri
vegferð. Er líklegt að þannig
samið regluverk sé algerlega
ónýtt og til einskis gagns, og
sé jafnvel tortímandi fyrir við
skiptalífið? Vissulega hlýtur að vera unnt
að finna galla í sérhverju mannlegu reglu
verki, en að lokum hlýtur það að vera sjálf
stæð fagleg hugsun, sem ræður en ekki
blindar reglurnar.
Máttu menn ekki af reynslu síðustu
áratuga sjá vítin til varnaðar, gaf til dæmis
Enron málið ekki vísbendingar um, að of
langt væri hugsanlega seilst í þjónkun við
þrönga hagsmuni stórfyrirtækja? Máttu
menn vera í góðri trú þess efnis, að regl
urnar einar og sér væru það leiðarljós að
ekki var þörf á að beita gagnrýnni hugsun?
Svo undarlegt sem það er, þá er nú lögð
ofuráhersla á vinnupappíra endurskoð
enda. Hafi endurskoðandi unnið störf sín
þannig að hann geti verið þess fullviss, að
áritaður ársreikningur sé í fullkomnu lagi,
þá er í sjálfu sér engin þörf
fyrir vinnupappíra. Sumir
endurskoðendur sem og sér
í lagi Endurskoðendaráð,
snúa þessu á haus að því er
virðist. Ef vinnupappírar
endurskoðanda sýnast í lagi,
þá virðist gilda einu þó árs
reikningur félags sé rangur
í veigamiklum atriðum, og
rekstarhæfi jafnvel ekki fyrir
hendi, þrátt fyrir fulla áritun
endurskoðandans. Áreiðan
leiki ársreikninga með
fullri áritun ætti þó að vera
aðalatriðið, ekki vinnupapp
írar endurskoðenda.
Það virðist sem sagt hafa
gleymst, að vinnupappírum
endurskoðenda var ætlað að vera vörn
endurskoðenda í dómsmálum og sönnun
um þá vinnu sem þeir inntu af hendi, og þá
niðurstöðu sem þeir komust að.
Endurskoðun snýst um að stað
festa fjárhagslegar upplýsingar í
ársreikningum, ekki um vinnu
pappíra endurskoðenda, svo
nauðsynlegir sem þeir kunna
annars að vera.
Vera má að ruglað sé saman
innra gæðaeftirliti, sem alþjóð
legar endurskoðunarstofur setja
upp og framfylgja innanhúss hjá
sér, við þá vörn sem nauðsynleg
kann að vera endurskoðanda,
sem sætir opinberri rannsókn
vegna meintrar vanrækslu. Þar
reynir fyrst á vinnupappírana
fyrir alvöru, og í því eiga þeir
í raun uppruna sinn. Eftirlitið
sýnist hins vegar beinast nær
eingöngu að þeim hluta, sem
snýr að vinnupappírum en ekki
áreiðanleika vinnunnar. Sem
sagt, ef endurskoðendur eru
ekki taldir eiga vörn í vinnupapp
írum sínum, þá eru þeir sviftir
réttindum sínum, án þess að
gæði vinnunnar komi til skoð
unar, og/eða að við þau gæði sé
eitthvað að athuga.
Getur það verið að einyrkjar í endur
skoðunarstétt eigi einir sök á því hvernig
mál hafa skipast? Hjá forsvarsmönnum
endurskoðenda, sem eiga raunar að gæta
hagsmuna allra félagsmanna jafnt, virðist
gæta óþols gagnvart einyrkjum, og þeir að
ósekju jafnvel taldir bera ábyrgð á þeim
álitshnekki sem stétt endurskoðenda hefur
óneitanlega beðið.
Það sem erfiðast er að kenna er vöggu
gjöfin, að kunna skil á réttu og röngu.
Það eitt og sér er samt ekki nóg, því menn
verða að breyta í samræmi við það sem
menn vita best og sannast.
Ábyrgð stjórnenda fyrirtækja
Rétt er að líta á annað, sem leitt er fram til
varnar í þröngri stöðu. Það að stjórnendur
fyrirtækja einir hafi borið
á því ábyrgð að reiknings
skil væru rétt samin og
gæfu trúverðuga mynd
af fjárhagslegri stöðu
fyrirtækja. Vissulega bera
stjórnendur ábyrgð á þeim
fjárhagslegu upplýsingum
sem gefnar eru og birtar
opinberlega. Til óþæginda
fyrir endurskoðendur þá
lýkur umræðunni hins
vegar ekki hér. Hlutverk
endurskoðenda er ekki að
fela sig á bak við ábyrgð
annarra, og gera svo lítið
úr eigin starfi, að engu er
líkara en þeir sem svo tala,
vilji helst leggja niður hina
faglegu stétt og gera hana að sjálfvirku
stimpilverki án ábyrgðar. Vilji endurskoð
endur standa hnarreistir undir nafni þá ber
þeim að axla þá ábyrgð sem titlinum fylgir.
Endurskoðendur eru síðasta vígið, og það
vígi féll í aðdraganda hrunsins, um það
verður tæpast deilt.
En hvernig má það vera að síðasta vígið
féll? Gæti það hafa gerst með því að endur
skoðendur sinntu starfi sínu óaðfinnan
lega? Er ef til vill rétt að einhver sök kunni
að finnast hjá endurskoðendum fyrirtækja
á markaði, og þá að þeir hafi í einhverju
brugðist við störf sín? Ef satt er að reglu
verkið hafi verið gallað, að stjórnendur hafi
samið röng og villandi reikningsskil, mátti
þá ekki ætlast til að síðasta vígið spyrnti
við fótum og stæði í ístaðinu í krafti þekk
ingar sinnar og tæknikunn
áttu?
Endurskoðendaráð
Fregnir af vinnubrögðum
Endurskoðendaráðs við fram
kvæmd svokallaðs gæðaeftir
lits með störfum endurskoð
enda sæta furðu og á sveimi
eru sögusagnir um meinta
mismunun við framkvæmd
eftirlitsins.
Er það rétt að endurskoð
andi kominn á efri ár hafi
mátt sæta þeirri refsingu, að
ákvörðun Endurskoðendaráðs
er varðaði sviftingu réttinda,
og að honum verið meinað að
leggja inn réttindi sín að eigin
frumkvæði? Er það rétt að
meint brot hafi átt að hafa ver
ið vegna endurskoðunarvinnu
án þess að skaði eða tjón hafi
hlotist af og þrátt fyrir að und
irliggjandi ársreikningur hafi
gefið glögga mynd? Átti brotið
og þá refsingin sem sagt að
varða formsatriði varðandi
frágang vinnupappíra?
Siðferði þeirra sem meina fórnarlambi
sínu að gefast upp hlýtur að mega draga í
efa. Slík framkoma og hugsun sem að baki
liggur, getur ekki verið grunnur að þeirri
siðbót sem gæðaeftirlitinu var trúlega
ætlað að vera. Ásýnd Endurskoðendaráðs
er sú, að það ógni og hóti þeim endurskoð
endum sem við störf eru, og þá einkum
einyrkjum. Ekki er sjáanlega að finna í
lögum um endurskoðendur ákvæði þess
efnis að Endurskoðendaráði skuli ætlað að
niðurlægja starfandi endurskoðendur.
Er það rétt að gæðaeftirlit hafi verið
falið starfsmönnum endurskoðunarstofa,
sem sæta opinberri rannsókn fyrir störf
sín?
Er það rétt að Endurskoðendaráði sé
stjórnað með beinum eða óbeinum hætti
af stærri endurskoðunarstofunum, og sé í
raun handbendi þeirra?
Hefur athygli Endurskoðendaráðs
beinst að þeim endurskoðendum, sem
árituðu fyrirvaralausri áritun ársreikn
inga fjármálastofnana, sem svo urðu gjald
þrota innan árs frá því að full áritun var
gefin?
Er það rétt að skortur á einskisverðum
vinnupappírum endurskoðenda, svo sem
eins og skriflegar spurningar til stjórn
enda um þeirra eigin heiðarleika, hafi leitt
til falleinkunnar endurskoðenda við gæða
eftirlit?
Getur verið að hinar stærri endurskoð
unarstofur grípi til falleinkunna við gæða
eftirlit í nafni Endurskoðendaráðs, til að
beina athyglinni frá eigin störfum?
Svör við ofangreindum spurningum
óskast hið fyrsta, en svörin kunna að leiða
til enn fleiri brennandi spurninga. Ef þær
ávirðingar, sem orðrómurinn á sveimi
snýst um, eru sannar, þá er
komið ærið tilefni fyrir þá sem
að Endurskoðendaráði standa
að íhuga stöðu sína.
Það lítur út sem Endurskoð
endaráð ætli illgresinu að reyta
arfann.
Niðurlag
Forsvarsmenn endurskoðenda
sýnast vilja tala sig frá ábyrgð
sinni og finna hentuga blóra
böggla og vega um leið ómak
lega að sendiboðanum. Með því
er afar lítið gert úr hinum fag
legu og mannlegu þáttum sem
endurskoðun á að byggjast á.
Það hlýtur að vera kominn
tími til að endurskoðendur
hefji raunsæja skoðun á eigin
þætti í fjármálahruninu. Ef
það er ekki gert með trúverð
ugum hætti má segja, að
endurskoðendur séu með
þögninni að tala sig út úr því
hlutverki, sem þeim var ætlað
og þeir hafa undirgengist.
Er þá ekki hin faglega óháða
stétt endurskoðenda orðin
með öllu óþörf? Sú umræða er reyndar
hafin úti í hinum stóra heimi án atbeina
endurskoðenda.
Það hlýtur
að vera
kominn tími
til að endur-
skoðendur
hefji raun-
sæja skoðun
á eigin þætti
í fjármála-
hruninu.
Jón Þ. Hilmarsson
endurskoðandi
Ábyrgð endurskoðenda
Að tala sig frá atvinnu sinni
ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒ
ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ
Við kynnum nýjan hvítmygluost frá Mjólkursamsölunni
undir nafninu Dala-Auður. Osturinn er einstaklega
mjúkur og bragðgóður og er sá mýksti úr flóru
mygluosta frá MS.
Dala-Auður er 170 g og er unnin úr nýmjólk.
Nafn ostsins er vísun í Auði djúpúðgu sem var
landnámskona í Dölunum og ættmóðir Laxdæla.
MJÚKUR OG LJÚFFENGUR
HVÍTMYGLUOSTUR ÚR DÖLUNUM
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
2–
06
31
Endur-
skoðendur
eru síðasta
vígið, og
það vígi féll í
aðdraganda
hrunsins,
um það
verður tæp-
ast deilt.
20 viðhorf Helgin 15.-17. mars 2012