Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 64
Niðurstaða:
Karma fyrir fugla
er stórmerkilegt
leikrit þar sem
spurningum um
afstöðu áhorfenda
til ástands kvenna
í heiminum er
varpað fram með
listilegri notkun
á fagurfræði leik-
hússins.
Trúðleikur
Karma fyrir fugla
Höfundar: Kristín Eiríksdóttir
og Kari Ósk Grétudóttir
Leikstjórn: Kristín Jó-
hannesdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Halldór
Halldórsson
Leikarar: Herdís Þorvaldsdótt-
ir, Hilmir Jensson, Kristbjörg
Kjeld, Maríanna Clara Lúthers-
dóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Þorsteinn Bachmann og Þórunn
Arna Kristjánsdóttir
Út frá samhengi ís-
lenskrar fjölskyldu er
unnið með hugmyndir
um mansal og kynlífs-
þrælkun, þar sem kon-
ur eru oft gjaldmiðill,
jafnvel á þann hátt að
foreldrar hagnast á
viðskiptunum.
Leikhúsrýnir Fréttatímans segir Karma fyrir fugla hreint út sagt magnað verk.
LeiKdómur Karma fyrir fugLa
Hreint út sagt magnað verk
Í verki Kristínar Eiríksdóttur og Kari Óskar Grétudóttur, Karma fyrir fugla, sem sýnt er í Þjóðleik-
húsinu er unnið með málefni sem snertir okkur öll, samþykki samfélagsins á niðurlægingu kvenna.
K arma fyrir fugla er nýtt íslenskt leikrit sem var frumsýnt þann 1. mars síðast-liðinn í Kassa Þjóðleikhússins. Verkið
er eftir þær Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk
Grétudóttur en það er fyrsta leikrit þeirra
beggja. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir.
Þær Kristín og Kari segja hugmyndina að verk-
inu hafa kviknað þegar Kristín var á ferðalagi
um Asíu. Þar varð hún vitni að skelfilegu ástandi
kvenna sem eru margar þrælar vændisiðnaðar.
Vændi og sala á konum varð þannig að þema í
verki sem teygir anga sína til litla Íslands og þess
raunveruleika sem sannarlega finnst hér.
Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorsteinn
Bachmann fara með hlutverk íslenskra hjóna
sem lifa eftir gömlum, rótgrónum gildum
er varða fullkomið heimilishald og ójöfnuð
kynjanna. Einkadóttir þeirra, Þórunn Arna Krist-
jánsdóttir, verður þeim mikill hausverkur þegar
hún festist í vítahring ofbeldis og kúgunar. Út
frá samhengi íslenskrar fjölskyldu er unnið með
hugmyndir um mansal og kynlífsþrælkun, þar
sem konur eru oft gjaldmiðill, jafnvel á þann hátt
að foreldrar hagnast á viðskiptunum.
Kristbjörg Kjeld fer með hlutverk konu sem
hefur lifað af eldraunir mansalsins. Persóna
hennar kemur fram á sviðið og býður áhorfendur
velkomna. Hér sé til sýnis sterk og köld kona
sem eftir áralanga baráttu sé loks upphafin yfir
hvers kyns sársauka. Það sé henni hins vegar
óbærilegt að horfa upp á hversu aumar „þessar“
konur séu, „af hverju þær geti ekki bara verið að-
eins sterkari og varið sig“. Þannig
neyðir áhorfandinn, með nærveru
sinni, hana til að horfast í augu við
þann hrylling sem hún og konur út
um allan heim hafa upplifað.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir fór með
hlutverk eldri vændiskonu sem
hefur eftir langan feril unnið sig
upp í stöðu hórmangara. Hilmir
Jensson lék krónprins feðraveldis-
ins, ungan mann á uppleið sem
svífst einskis í kröfu sinni eftir að
taka yfir heiminn.
Samþjóðleg saga
Í Karma fyrir fugla tekst þeim
Kristínu og Kari að á einhvern
undraverðan hátt skapa söguþráð
sem ferðast víðs vegar um heiminn
með notkun ýmissa listforma, án
þess að tapa nokkru af þeirri beittu
ádeilu sem verkið byggist á.
Persónur verksins koma manni
fyrir sjónir sem steríótýpískar eða
einfaldar. Þessi persónusköpun
hefur þó ákveðna virkni innan
verksins þar sem hún greiðir fyrir
tengingu milli ólíkra menningar-
heima. Áhorfandi á mun auðveld-
ara með að sætta sig við flutning
persóna milli heimshluta vegna
þess hversu einfaldar þær eru.
Karma fyrir fugla er pólitískt
verk þar sem unnið er með mál-
efni sem snertir okkur öll, sam-
þykki samfélagsins á niðurlægingu
kvenna.
Hugsanlega er leikhúsið einn
besti miðill til ádeilu á slíkum raun-
veruleika. Nálægðin við persón-
urnar á sviðinu og áhrif ólíkra
listgreina skapar andrúmsloft sem
neyðir okkur, áhorfendur til að taka
afstöðu til þess raunveruleika sem
okkur er sýndur. Í Karma fyrir
fugla var stöðugt unnið með stöðu
áhorfandans; langar okkur nokkuð
að sjá þann hrylling sem viðgengst
í kringum okkur?
Magnað verk
Karma fyrir fugla er hreint út sagt
magnað verk. Í lok sýningar gátu
áhorfendur vart beðið eftir að rísa
úr sætum að veita aðstandendum
sýningarinnar virðingu sína og
þökk fyrir þá list sem þeir höfðu
orðið aðnjótandi.
Þetta kvöld tókst það þrekvirki
að neyða áhorfendur til að horfast
í augu við napurlegan veruleika
heimsins en á sama tíma leyfa þeim
að njóta þeirrar fegurðar sem varð
til við samruna ólíkra listgreina.
Fjölmargir listamenn koma að sýn-
ingunni og má draga þá áætlun að
dýpt verksins megi rekja til áhrifa
víða að.
Sólveig Ásta
Sigurðardóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
64 leikhús Helgin 15.-17. mars 2013
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Lau 16/3 kl. 19:00 8.k Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Fim 16/5 kl. 19:00
Sun 17/3 kl. 13:00 aukas Lau 27/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00
Mið 20/3 kl. 19:00 aukas Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 19:00
Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas
Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Fim 23/5 kl. 19:00
Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Fös 3/5 kl. 19:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Lau 4/5 kl. 19:00 Fös 31/5 kl. 19:00
Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Sun 5/5 kl. 13:00 Lau 1/6 kl. 13:00
Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Sun 2/6 kl. 13:00 aukas
Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Fim 9/5 kl. 14:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas
Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Fös 10/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00
Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Lau 11/5 kl. 19:00 Fös 7/6 kl. 19:00
Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Sun 12/5 kl. 13:00 Lau 8/6 kl. 19:00
Mið 24/4 kl. 19:00 Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Sun 9/6 kl. 13:00 lokas
Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp!
Gullregn (Stóra sviðið)
Fös 15/3 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00
Sun 17/3 kl. 20:00 Mið 12/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas
Þri 19/3 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00
Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
BLAM! (Stóra sviðið)
Mið 3/4 kl. 20:00 frums Fös 5/4 kl. 20:00 3.k Sun 7/4 kl. 20:00 5.k
Fim 4/4 kl. 20:00 2.k Lau 6/4 kl. 20:00 4.k
Háskaleikrit sem var sýning ársins í Danmörku. Aðeins þessar sýningar!
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas
Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar.
Ormstunga (Nýja sviðið)
Lau 16/3 kl. 20:00 Lau 23/3 kl. 20:00 Fös 12/4 kl. 20:00
Mið 20/3 kl. 20:00 Fös 5/4 kl. 20:00 Lau 13/4 kl. 20:00
Fös 22/3 kl. 20:00 Fim 11/4 kl. 20:00 Sun 14/4 kl. 20:00 lokas
Íslendingasagan sem er ekki eins leiðinleg og þú heldur. Aðeins þessar sýningar.
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Mið 24/4 kl. 20:00 19.k Lau 27/4 kl. 20:00 Fös 3/5 kl. 20:00
Fim 25/4 kl. 20:00 20.k Þri 30/4 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Örfáar aukasýningar í apríl og maí.
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 14/4 kl. 20:00 19.k Fös 10/5 kl. 20:00
Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Lau 11/5 kl. 20:00
Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Fim 16/5 kl. 20:00
Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Fös 17/5 kl. 20:00
Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Lau 18/5 kl. 20:00
Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Fim 23/5 kl. 20:00
Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Lau 25/5 kl. 20:00
Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Sun 26/5 kl. 20:00
Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fös 31/5 kl. 20:00
Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Lau 1/6 kl. 20:00
Lau 13/4 kl. 20:00 18.k Sun 5/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas
Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 16/3 kl. 13:00 Lau 16/3 kl. 14:30 lokas
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri. Síðustu sýningar.
Tengdó – HHHHH – JVJ. DV
Fyrirheitna landið (Stóra sviðið)
Fös 15/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 19:30
Lau 16/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/3 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30
Kraftmikið nýtt verðlaunaverk!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 17/3 kl. 13:00 Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 21/4 kl. 13:00
Sun 17/3 kl. 16:00 Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00
Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 13:00
Sun 24/3 kl. 16:00 Sun 14/4 kl. 16:00
Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi!
Karma fyrir fugla (Kassinn)
Fös 15/3 kl. 19:30 Lau 23/3 kl. 19:30 Sun 7/4 kl. 19:30 Síð.s.
Lau 16/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 19:30
Fös 22/3 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30
Síðustu sýningar!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Sun 17/3 kl. 20:30 Síð.s.
Allra síðasta sýning!
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Lau 20/4 kl. 19:30 Frums. Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn
Mið 24/4 kl. 19:30 Aukas. Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn
Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn
Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn
Frumsýnt 20.apríl!
Kvennafræðarinn (Kassinn)
Fim 18/4 kl. 19:30
Frumsýning
Mið 24/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30
Fös 19/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30
Lau 20/4 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 Fös 10/5 kl. 19:30
Eldfjörug sýning sem svara öllum spurningum um kvenlíkamann!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 16/3 kl. 13:30 Sun 17/3 kl. 16:30 Sun 24/3 kl. 15:00
Lau 16/3 kl. 15:00 Lau 23/3 kl. 13:30 Sun 24/3 kl. 16:30
Sun 17/3 kl. 13:30 Lau 23/3 kl. 15:00
Sun 17/3 kl. 15:00 Sun 24/3 kl. 13:30
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 15/3 kl. 20:00 Fös 15/3 kl. 23:00 Fim 21/3 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Homo Erectus - pörupiltar standa upp (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 16/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 21:00
Pörupiltar eru mættir aftur!
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR