Fréttatíminn - 15.03.2013, Blaðsíða 38
Prófíll af nauðgara
Hinn hefðbundni nauðgari er 32 ára karlmaður sem brýtur gegn konu að
nóttu til á eigin heimili. Hann er undir áhrifum áfengis, hefur ekki verið
kærður áður fyrir kynferðisbrot og neitar brotinu. Sá sem níðist á börnum
er hins vegar 33 ára karlmaður sem brýtur gegn eigin barni eða barni sem
hann þekkir vel. Brotið fer fram hvenær sem er sólarhringsins á
heimili þeirra beggja og er jafnvel síendurtekið.
Sá sem nauðgar fullorðnum
Er 32 ára karlmaður
Brýtur gegn konu sem hann þekkir
Nauðgar heima hjá sér að nóttu til
Hefur ekki áður verið kærður fyrir kynferðisbrot
Er undir áhrifum vímuefna
Neitar brotinu
Sá sem nauðgar börnum
Er 33 ára karlmaður
Er edrú
Fremur brot sín hvenær sem er sólarhringsins
Brýtur á barninu á heimili þess eða sín eigin heimili
Þekkir fórnarlambið og er jafnvel tengdur því blóðböndum
Neitar brotinu
Framhald á næstu opnu
Á
undanförnum tíu árum hefur 381 dómur fallið
í kynferðisbrotamálum í héraðsdómum hér
á landi. Í nær öllum tilfellum eru gerendur
karlmenn og er meðalaldur þeirra um 33 ár.
Langflestir þolendur eru konur eða stúlkur.
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Guðrúnar Sesselju
Baldursdóttur til meistaraprófs í sálfræði við Háskóla Ís-
lands.
Guðrún Sesselja rannsakaði ítarlega alla héraðsdóma
sem féllu á Íslandi á árunum 2001 – 2011 þar sem ákært
var fyrir kynferðisbrot og skoðaði einkenni og afbrota-
hegðun þeirra sem ákærðir voru. Aldrei fyrr hefur jafn
viðamikil rannsókn verið gerð á kynferðisbrotadómum
hér á landi en samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkis-
lögreglustjóra fer einungis eitt af hverjum fimm kærðum
kynferðisbrotamálum fyrir dóm. Helmingur allra kæra
fyrir nauðgun eða kynferðislega misneytingu er felldur
niður hjá lögreglu og 30 prósent til viðbótar eru felld niður
hjá ríkissaksóknara. Í 20 prósentum tilfella, einni af hverri
fimm kærum, fer málið fyrir dóm og eru það málin sem Guðrún
Sesselja hefur lagst í rannsókn á.
Flestir dómanna vörðuðu kynferðisbrot gegn börnum, tæplega
helmingur, þar á eftir koma brot gegn fullorðnum. Þessir tveir
brotaflokkar eru lang stærstir og saman ná þeir yfir um 84
prósent allra kynferðisbrota sem dæmt er fyrir. Brot
sem varða vörslu eða dreifingu kláms koma þar á
eftir. Fáir dómar varða brot gegn fleiri en einni
tegund brota og aðeins örfáir varða vændi.
Sakfellt var í þrefalt fleiri tilfellum
en sýknað. Flestir dómar sem
enda með sakfellingu eru
vegna brota gegn börnum
yngri en 15 ára en nauðg-
unarbrot enda næst
oftast með sakfellingu.
Flestir sýknudómar
eru hins vegar vegna
nauðgunarbrota, fjórir
sýkundómar af tíu. Ei-
lítið færri sýknudómar
eru vegna kynferðis-
brota gegn börnum.
Guðrún Sesselja telur hugsanlegar ástæður fyrir því að sýknudómar
í nauðgunarákærum eru svo margar þær að í þeim málum er oftast
um að ræða orð þolenda gegn orðum gerenda og játningar eru ekki
algengar.
Í einum af hverjum fimm dómum er um fleiri en einn þolanda
að ræða og voru það í langflestum tilfellum brot gegn börnum. Ef
gerandi braut gegn mörgum þolendum voru fórnarlömbin oftast
á líkum aldri.
Niðurstöður rannsóknar Guðrúnar Sesselju benda til þess að
kynferðisbrot gegn börnum séu ólík brotum gegn fullorðnum
að mestu leyti, þrátt fyrir að meðalaldur gerenda sem brjóti
gegn börnum og fullorðnum hafi reynst nánast sá sami. Allir
gerendur nema einn voru karlar. Eina konan sem ákærð var
fyrir kynferðisbrot hafði brotið gegn annarri konu. Engin kona
hafði brotið á barni.
Þessir brjóta kynferðislega á fullorðnum
Ef fyrst eru skoðuð kynferðisbrot gegn fullorðnum leiðir rannsókn-
in í ljós að gerandinn hafði sjaldnast framið kynferðisbrot áður, svo
vitað væri. Brotin voru oftast stök, það er að segja, gerandinn hafði
ekki brotið oftar en einu sinni á fórnarlambinu. Í flestum tilvikum
áttu brotin sér stað heima hjá gerandanum og að nóttu til.
Gerandi og þolandi voru í meirihluta tilfella báðir undir
áhrifum áfengis. Í þriðja hverjum dómi hafði
gerandinn beitt líkamlegu ofbeldi.
Meðalaldur gerandans var 33
ár og var langstærsti hópur-
inn á aldrinum 25-34 ára.
Töluvert færri voru yngri
og eldri en það. Þeir
gerendur sem brutu
af sér í hópi voru að
meðaltali yngri en
þeir sem brutu af
sér einir.
Um 6 % gerenda
höfðu framið
kynferðisbrot áður
og tæplega einn
af hverjum fimm
gerendum hefur
gerst sekur um
38 úttekt Helgin 15.-17. mars 2013